Pollanámskeið!

Skemmtilegt námskeið fyrir hressa polla með áherslu á jafnvægi, undirstöðuatriði í reiðmennsku og fjölbreytar þrautir.
Ætlað fyrir 7 ára og yngri.
ATH: KRAKKAR MÆTTA MEÐ EIGIN HEST OG BÚNAÐ.
 
Knari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Dagsetningar Þriðjudagar
BYRJAR 28.2.
Staðsetningu: Stóra Reiðhöllin!
kl 1600-1630 teymdir
kl 1630-1700 ekki teymdir
Kennt einu sinni í viku í hálftíma í 6 skipti (ekki kennt 4.4.)
 
Skráning:
 

Þjálfun reiðhestsins - Fullorðinsnámskeið

Þjálfun reiðhestsins - Fullorðinsnámskeið
Frábært námskeið fyrir fólk sem vill læra að byggja upp endingargóðan og skemmtilegan reiðhest með áherslu á líkamsbeitingu hests og knapa
Kennt verður í 6 skipti á þriðjudögum kl 19:00
Dagsetningar 2023:
28. febrúar
07. mars
14. mars
21. mars
28. mars
11. apríl
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir, reiðkennari frá Hólum
Verð: 20000 kr
Skráning opnar í kvöld, fimmtudag, kl 21:00
 
332139679_1882578372093552_7802639587337019269_n.jpg
 

Sýnikennsla með Súsanna Sand FRESTAÐ

Miðaverð 1500kr - frítt fyrir 21ára og yngri
 
Hlökkum til að sjá sem flesta í Reiðhöllinni í Herði í Mosfellsbær 🙂
 
Súsanna Sand er reiðkennari frá Hólum og hefur endurmenntað sig undanfarin ár í spænskri reiðmennsku í Andalúsíu. Þar er lögð áhersla á líkamsbeitingu knapa og hests með áherslu á burð léttleika og þjálni, sem nýtist afar vel inn i okkar reiðmennsku.
Súsanna er einnig íþrótta og gæðingakeppnisdómari. 
263343931_882573889100714_1703233462961822814_n.jpg
 

Sýnikennsla með Fredericu Fagerlund um Gæðingalist

Fredrica Fagerlund tamningakona, þjálfari og reiðkennari, hefur tekið þátt í Gæðingalist efstu deilda sl. ár með eftirtektarverðum árangri. Hún þykir einstaklega fær og fágaður knapi sem mætir með hross sín sérlega vel undirbúin og vel þjálfuð. Í sýnikennslunni ætlar hún að veita okkur innsýn í sína þjálfun og hvernig hún undirbýr bæði minna og meira vana hesta fyrir Gæðingalist.
 
15.febrúar miðvikudag Kl 19:00 í Reiðhöllinni Harðar í Mosó
 
Verð 1000kr
frítt fyrir 21árs og yngri
 
Allir velkomnir!
 
329627829_586158709638673_9141166548592025460_n.jpg
 

Árshátíð Harðar 2023 - 25feb2023

Nú skemmtum við okkur saman á árshátið Harðar 2023!
Veislustjóri er okkar eini sanni Guðni Halldórsson, geggjað stuðball er í höndum hljómsveitarinnar Bland og maturinn kemur frá Grillvagninum. Húsið opnar klukkan 18.30 með fordrykk, borðhald hefst 19.30. Á matseðlinum er lambakjöt og kalkúnn með meðlæti, vegan valkostur í boði en panta þarf það sérstaklega með miðapöntun. Kaffi og sætmeti á eftir. Barinn opinn!
Miðaverð 10.900, hægt að kaupa miða eftir 23.00 á 2000, þarf líka að panta þá.
Miðapantanir á netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
!!! 18ára aldurstakmark !!! 
 
FBPostHordur2023.png
 

Helgarnámskeið með Fríðu Hansen 11.-12. febrúar

Reiðkennarinn Fríða Hansen verður með helgarnámskeið í reiðhöllinni í Herði helgina 11.-12. febrúar. Hún er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Fríða er reynslumikill reiðkennari og þjálfari og hefur kennt mikið bæði hér heima og erlendis með góðum árangri.
 
Á námskeiðinu hjálpar hún knöpum af stað með vetrarþjálfunina og markmiðssetningu fyrir komandi tímabil. Kennt verður í 40 mínútna einkatímum báða dagana.
Þátttakendur mega horfa á alla tímana og eru hvattir til þess.
 
Lágmark 7 nemendur
Verð kr. 25.000kr
Skráning opnar kl 12:00 í dag, miðvikudag 25jan
 
frida.jpg+

Fisk-Mos mótið - Grímutölt

Fyrsta vetrarmót vetrarins er styrkt af Fiskbúðinni í Mosfellsbæ. Mótið verðir haldið þann 28. janúar og keppt verður í hálfgerðri T7 tölt keppni, nema ekki er snúið við. Þannig hægt tölt og síðan frjáls ferð á tölti eftir þul.
Mótið verður grímutölt og hlakkar okkur til að sjá hvað þið dragið uppúr hattinum!
Skráning fer fram á sportfeng.

Mótið byrjar kl 13:00

326898422_604422004829341_2245510346590303638_n.jpg

 

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Það er ekki nóg að hesturinn sé í formi, knapinn þarf að vera það líka.
Framlag Mosfellsbæjar til afreksþjálfunar er 10 árskort í íþróttamiðstöðina að Varmá.
Ætlað fyrir keppnisfólk á öllum aldri, enn hvetjum alla áhugasama að sækja um kort.
 
Þau sem vilja nýta sér þetta sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til sunnudaginn 29.1.23
 

Varðandi reiðhöllina

Á miðvikudögum klukkan 16-17 og sunnudögum klukkan 17-18 verða ungir afreksknapar Harðar með sérstaka tíma til að æfa sig fyrir keppni.  Reiðvöllurinn er allur opinn og höllin er líka opin öðrum, þau hafa samt ákveðinn forgang og munu ríða hraðar gangtegundir meðal annars. Fólk sem kýs að nota höllina á þessum tíma þarf að hafa þetta í huga, tillitssemi á báða bóga er lykillinn að því að þetta gangi allt vel.

Hörður er með afreksstefnu og afreksstarf og því fylgja ákveðnar skyldur, að skaffa þennan tíma til æfinga er hluti af því að uppfylla þær skyldur.

Þessir ungu afreksknapar Harðar eru:

Eydís Ósk Sævarsdóttir

Oddur Carl Arason

Viktoría Von Ragnarsdóttir

Benedikt Ólafsson

 

 

reiðhöll.jpg