„Fókustímar“ í reiðhöllinni
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, janúar 02 2024 10:02
- Skrifað af Sonja
Á töltnámskeiðinu verður lögð áhersla á mýkt, þjálni og rétta líkamsbeitingu hests og knapa.
Notast verður við ýmsar mismunandi reiðleiðir við styrkingu gangtegundarinnar tölts, sem er verður hægt að bæta í verkfærakistu knapans.
Knapi þarf að hafa góða grunnstjórnun á hesti sínum.
Kennt verður á föstudögum og er námskeiðið 6 skipti í heildina.
Kennt verður á eftirfarandi dagsetningum: 19.1. / 26.1. / 16. 2. / 23. 2. / 15. 3. / 22. 3.
18:45-19:30
jafnvel annar hópur 19:30-20:15
Kennt verður í 4 manna hópum í 45 mínútur í senn.
Verð: 17500kr
Kennari námskeiðsins verður Guðrún Margrét Valsteinsdóttir sem er útskrifuð með B.Sc. í Reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum.
Skráning:
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

Dagsetning: 31.janúar 2024
Tíma: Kl 19:00
Staðsetning: Reiðhöllinn Harðar í Mosfellsbær
Verð: 1000kr - Frítt fyrir 21. árs og yngri.
Þann 31. janúar kl 19:00 ætlar Fredrica að halda sýnikennslu um gæðingalist í reiðhöllinni í Herði í Mosfellsbær. Frábær viðburður fyrir þá sem eru að fara keppa í vetur eða langar einfaldlega að fræðast meira um þessa áhugaverðu keppnisgrein.


Íslandsmót barna og unglinga 2024 í Mosfellsbæ
Hestamannafélagið Hörður er stolt af því að tilkynna að við munum halda Íslandsmót barna og unglinga í Mosfellsbæ í júlí 2024. Þetta spennandi mót ætlum við að gera að minnisstæðri upplifun fyrir unga hestamenn og áhorfendur!
Við leitum nú að eldhugum og áhugasömu fólki í framkvæmdarstjórn til að gera þennan viðburð enn magnaðri. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem elska hestamennsku og vilja leggja sitt að mörkum til að skapa ógleymanlega viðburði.
Við óskum eftir fólki sem hefur:
Hlutverk framkvæmdastjórnar er:
Þetta er frábær leið til að efla þekkingu og reynslu í hestamennsku og viðburðastjórnun, ásamt því að eiga skemmtilegar stundir og mynda varanleg tengsl.
Ef þú hefur áhuga, vinsamlegast hafðu samband við okkur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringdu í Margréti Dögg í síma 824-7059.
Vertu hluti af þessu ævintýri – að skapa magnað Íslandsmót í Mosfellsbæ 2024!
Vetrarþjálfun Harðarkrakka
Spennandi námskeið fyrir krakka í Herði.
Aldur er ca 10-15ára (reynum að hópa eftir aldri ef það verða nógu margar skráningar).
Námskeiðið er byggt upp á bæði verklegum og bóklegum hluta.
Námskeiðið byrjar á bóklegan tíma í Harðarboli 03.1. kl 19:15-20:15.
Verklegir tímar fara svo fram í Reiðhöll Harðar á eftirfarandi dagsetningum (miðvikudögum):
10.01.
17.01.
24.01. BLÍÐUBAKKA
31.01.
07.02.
Það verða bara 4-5 í hóp og er tíminn 45min á hvern hóp Tímar eru kl 19:00-19:45
Þegar það eru helgaruppákomur hjá æskulýðsnefnd er það innifalið í þennan námskeið nema annað verður tekið fram. Kennari bóklegt/verklegt: Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð á hvern þáttakanda er 18000 kr
Það verður framhald í boði!
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Kæru félagar.
Að venju verður farið ríðandi í Varmadal til Nonna og Haddýjar á gamlársdag, skemmtileg hefð sem við höldum í heiðri. Lagt verður af stað úr naflanum klukkan 12, léttar veitingar á staðnum, allir velkomnir.
Kveðja,
Stjórnin

Knapamerki 3 - verklegt - fullorðna
verklegur hluti (bóklegt er sérnámskeið sem alltaf kennt er um haustið)
Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum:
Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku & umgengni
Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun
Kennt verður 1-2x í viku, á þriðjudögum 1930 og stundum á fimmtudögum 19
18 verklegir tímar plús prófi og skírteini.
Kröfur til knapans: Búin með bóklega og verklega Knapamerki 2. Best er þegar Knapinn er búin að taka bóklega hluti í Knapamerki 3 um haustið.
Kröfur til hestsins: Hesturinn á að vera spennulaus og vera með fín gangskil af 4 gangtegundum.
Tímasetningar: Kl 1930-2030 (Þriðjudaga og suma fimmtudaga 19-20
Dagsetningar
Janúar þ02 / þ09 / f04 / þ16 / f18 / þ 23 / þ30
Febrúar f 08 / þ06 / þ13 / f15 /þ20 / þ27 /f29 /
Mars þ05 / þ12 / f14 /þ19 /
Verklegt próf 21. Mars
Kennari : Sonja Noack
Minnst 4, max 4 manns.
Námskeiðið byrjar 02. janúar 2024
Verð: fullorðna 66000 krónur
ATH: Börn - unglingar og ungmenni voru auglýst í sérpóst
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

1 laust pláss
Hindrunarstökksnámskeið er skemmtileg og fjölbreytt námskeið þar sem unnið er með hindranir og brokkspýrur til að styrkja þor og styrk bæði hjá hesti og knapa. Byrjað er á lágum hindrunum og eru þær hækkaðar hægt og rólega eftir getu knapa og hests. Knapi þarf að hafa góða stjórn á hesti sínum og þarf að hafa gott grunnjafnvægi.
Kennt er í 45 mínútur í senn, í 4-5 manna hópum. Kennt verður á föstudögum og er námsekiðið 6 skipti í heildina. Kennt verður á eftirfarandi dagsetningum: 19.1. / 26.1. / 16. 2. / 23. 2. / 15. 3. / 22. 3.
17:45-18:30
Kennari námskeiðsins verður Guðrún Margrét Valsteinsdóttir sem er útskrifuð með B.Sc. í Reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum.
Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Verð: 17500kr
Knapamerki 3 - verklegt - börn - unglinga - ungmenni
verklegur hluti (bóklegt er sérnámskeið sem alltaf kennt er um haustið)
Knapinn öðlast vald og þekkingu á eftirfarandi þáttum:
Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku & umgengni
Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun
Kennt verður 1-2x í viku, á þriðjudögum 1830 og stundum á fimmtudögum 18-19 inni blíðubakkahöllinni,
18 verklegir tímar plús prófi og skírteini.
Kröfur til knapans: Búin með bóklega og verklega Knapamerki 2. Best er þegar Knapinn er búin að taka bóklega hluti í Knapamerki 3 um haustið.
Kröfur til hestsins: Hesturinn á að vera spennulaus og vera með fín gangskil af 4 gangtegundum.
Tímasetningar: Kl 1830-1930 (Þriðjudaga og suma fimmtudaga 18-19(fimmtudagar eru inni Blíðubakka)
Dagsetningar
Janúar þ02 / þ09 / f11 / þ16 / þ 23 / þ30
Febrúar f 01 / þ06 / þ13 / þ20 / þ27
Mars þ05 / f07 /þ12 / þ19 / f21
Apríl þ02 / þ09
Verklegt próf þriðjudagur 16. Apríl
ATH PÁSKAFRÍ 26.mars2024
Kennari : Thelma Rut Davíðsdóttir
Minnst 4, max 4 manns.
Námskeiðið byrjar 02. janúar 2024
Verð: Unglingar/Ungmenni 44.000 krónur