Umsókn um beitarhólf fyrir sumarið 2024

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um beitarhólf fyrir sumarið.


Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á heimasíðu félagsins undir hnappnum „Sækja um beit.“
Allir sem vilja fá beitarhólf þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.
Kynnið ykkur VANDLEGA úthlutunarreglurnar á heimasíðunni áður en þið fyllið út umsókn:
https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf
Umsóknir verða að berast fyrir 16. apríl n. k. og er stefnt að því að úthlutun sé lokið fyrir miðjan maí.
Eindagi á greiðslu fyrir beitina verður 1.júní. Sé ekki greitt fyrir þann tíma verður hólfinu úthlutað öðrum.
Umsóknarform má að finna hér:
https://hordur.is/index.php/saekja-um-beit