** ÞRAUTABRAUT Í REIÐHÖLLINNI**
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, nóvember 17 2023 12:54
- Skrifað af Sonja

Góðan dag
Uppskerahátíð er enn með óákveðin dagsetningu þar sem við biðum enn eftir Knapamerkjaskjölum frá Hólum.
Haustþjálfun Harðarkrakkar - námskeið fer af stað í 2.umferð 22.nov og skráninginn er opin hér.
Nefndin var vel mönnuð þetta árið líkt og áður
-Sigurður H. Örnólfsson (formaður)
-Ragnheiður Þorvaldsdóttir
- Kristinn Sveinsson
- Rakel Katrín Sigurhansdóttir
- Ásta Friðjónsdóttir
- Jón Geir Sigurbjörnsson
- Viktoría Von Ragnarsdóttir
- Halldór Stefánsson
- Kristján Arason
Keppnisárið 2023 fór kröftuglega á stað. Fjölmargir góðir styrktaraðilar komu að mótahaldinu og kunnum við þeim góðar þakkir.
Þrjú vetrarmót voru haldin.
Keppnisárið hófst á hinu sívinsæla Grímutölti sem nú í ár var styrkt af Fiskbúð Mosfellsbæjar líkt og árið áður. Líkt og fyrri ár var mikið kapp lagt á flotta búninga. Annað vetrarmótið var Fáka-Fars mótið og slógum við svo endapunktinn með Exporthesta mótinu líkt og fyrri ár var stigasöfnun yfir öll mótin.
Haldið var fyrsta gæðingalistar mótið í heiminum í reiðhöll Harðar var það í tengslum við samnefnt námskeið þar sem nemendur luku námskeiðinu með þátttöku í mótinu. Auk þess var mótið opið öllum. Var mótið haldið í samstarfi við landsamband hestamanna þar sem nýdómarar fengu að sitja og fylgjast með sér reyndari dómurum.
Haldið var skemmtimót -Esja spirits og Snæstaða var mótið mjög vel sótt af áhorfendum enda mikil gleði við völd.
Keppt var í
Tókst mótið vel og voru keppendur til mikillar fyrirmyndar.
Gæðingamótið var haldið í samstarfi við Hestamannafélagið Dreyra. Tókst mótahaldið vel og var ákveðið að ef tap yrði á mótahaldinu yrði því skipt milli félaganna lögðu Dreyra félagar fram vinnu við mótahaldið. Skráð voru 92 hross til keppni.
Íþróttamót Harðar
Á vordögum var haldið öflugt íþróttamót og voru skráningar um 260 talsins. Var mikil ánægja meðal þátttakenda og mættu margir feikna sterkir hestar.
Tölumót
Haldið var eitt tölumót var það vinsælt líkt og áður og voru skráningar 82 en tölumót eru haldin seinnipart dags svo rennslið er töluvert. Tilgangur þeirra er fyrst og fremst að gefa hestum og knöppum kost á að ná tölum inná Íslandsmót.
fyrir hönd mótanefndar
Sigurður Halldór Örnólfsson
Æskulýðsnefnd Harðar kynnir: Þrautabraut og venja við - Sunnudaginn 19.nóvember
Sýnikennsla og námskeið með þrautabraut fyrir hesta.
Hvernig er hægt að kenna hestinum að venjust hlutum sem honum finnst hættulegt - sem hann er hræddur við? Thelma Rut fer með ykkur í þetta og það verður hægt að prófa sig áfram. Við erum að vinna við hendi (ekki á baki) - möguleiki að fara á bak eftir námskeiðslok fyrir þá sem eru með sina hesta.
Farið verður yfir ýmsar skemmtilegar verkefni og þrautir. Skemmtileg fjölbreytileika fyrir hestinn og knapann.
Að lok námskeið verður þrautinn opinn fyrir alla sem vilja prófa þetta sjálf og jafnvel á baki.
Námskeiðið er í 45min og byrjar klukkan 11:00. Ef skráning er góð verður skipt hópnum í tvennt og seinni hópurinn er klukkan 11:45.
Verð: 1300kr
ATH: Ef hesturinn þinn er enn út í haga er möguleiki að fá hest í láni hjá Hestasnilld - hafið samband beint með Sonju í messenger eða 8659651 - fyrsti kemur fyrsti fæ
Kennari eru Thelma Rut Davíðsdóttir Vonumst til að sjá sem flesta! Skráning: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Ath: Námskeið er innifalið í "Haustþjálfun Harðarkrakkar - vikuleg námskeið" og félagshesthús.
Viðkomandi eru jafnframt íþróttafólk Harðar fyrir árið 2023.
Við biðjum félagsmenn að senda inn tillögur á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
til síðasta lagi 15. nóvember 2023.
Reglur
Þeir sem eru gjaldgengir sem íþróttafólk Mosfellsbæjar skulu
koma úr röðum starfandi íþróttafélaga /deilda í
bæjarfélaginu eða eru með lögheimili í Mosfellsbæ en stunda
íþrótt sína utan sveitarfélagsins. Komi útnefning frá tveimur
félögum í sömu íþróttagrein má nefndin leita til sérsambands
ÍSÍ um álit.
Tilnefna skal tvo einstaklinga (konu og karl) sem fulltrúa
félags/deildar í kjöri til íþróttakonu og íþróttakarls
Mosfellsbæjar 2023.
Ath: Greinagerð þarf að vera að hámarki 80 orð.
Með tilnefningunni skal fylgja texti þar sem tilgreint er:
* Nafn og aldur á árinu (viðkomandi skal vera 16 ára eða eldri)
* Helstu afrek ársins, með félagsliði eða sem einstaklingur
* Önnur atriði sem skipta máli eins og æfingamagn, ástundun,
félagsleg færni og annað sem á erindi í textann um viðkomandi
einstakling
* Mynd af viðkomandi íþróttamanni.
* Símanúmer og email hjá viðkomandi.
* Lögheimili í Mosfellbæ
Ítrekum sérstaklega að hafa góðan texta og góða mynd!!