Íslandsmót barna og unglinga og Íslandsmót ungmenna og fullorðna

Íslandsmót barna og unglinga var haldið dagana 17.-21.júlí sl. á Varmárbökkum í Mosfellsbæ hjá okkur. Frábært mót sem tókst vel og var skemmtileg upplifun fyrir ungu knapana okkar að taka þátt í.  Keppendur Harðar voru til mikils sóma og gaman að sjá hesta ræktaða af Harðarfélögum í brautinni líka.

Í barnaflokki fjórgangi V2 komust Sigríður Fjóla Aradóttir og Þögn frá Skrauthólum í B-úrslit. Kláruðu þær B-úrslit í 7.sæti með 6,23.

Fjóla náði líka fínum árangri í gæðingatölti, keppti hún þar á Hrímni frá Hvítárholti og Ekkó frá Hvítárholti. Með Hrímni endaði Fjóla í 10. sæti með 8,34 og með Ekkó í 3.sæti með 8,75. Vigdís Björg Sveinbjörnsdóttir og Sigurrós frá Þjóðólfshaga 1 náðu líka góðum árangri og nældu sér í sæti beint í  A-úrslitum og enduðu sina keppni í 8.sæti með 8,40.

Í barnaflokki gæðinga var það aftur Fjóla sem reið sig inni úrslit á honum Háska frá Hvítárholti og endaði með honum í 7. sæti með 8,47. Sunna María Játvarðsdóttir og Vafi frá Hólaborg náðu 8,32 og 17.sæti og Vígdís Björk Sveinbjörnsdóttir og Sigurrós frá Þjóðólfshaga 1 fengu í einkunn 8,30. Bryanna Heaven Brynjarsdóttir og Kraftur frá Laufbrekku voru einnig skráð til leiks en stundum ganga hlutirnir  ekki alveg upp og sjáum við þetta par pottþétt aftur í brautinni seinna, allt fer í reynslubankann.

Í unglingaflokki áttum við 1 fulltrúa í T4, hana Ísabellu Helgu Játvarðsdóttir, sem reið þar í 5,67.

Í fjórgangi V1 tóku þátt þær Þórdís Arnþórsdóttir á Hrönn frá Þjóðólfshaga 1 og Erlín Hrefna Arnarsdóttir á Ástríki frá Traðarlandi, stóðu sig með sóma í feikna sterkum flokki þar sem yfir 60 knapar öttu kappi.  Mikil og góð reynsla að ríða svona einstaklings prógram.

Ísabella Helga Játvarðsdóttir tók einnig þátt í fimmgangi F2 með Lávarð frá Ekru,þau fengu í einkunn 5,73 sem er 14.sæti. Sigríður Fjóla Aradóttir tók líka þátt með Kolfreyju frá Hvítárholti, eins og Þórdís Arnþórsdóttir með Gránu frá Runnum.

Í gæðingaskeiði unglinga tóku þau Ísabella og Lávarður einnig þátt og í 100m skeið kepptu Erlín Hrefna Arnarsdóttir og Skíma frá Ási 2 og Tara Lovísa Karlsdóttir og Depill frá Síðu.

Í gæðingakeppni unglinga urðu Tara Lovísa Karlsdóttir og Smyrill í 12.sæti með 8,38

Í gæðngatölti unglingaflokki hlutu Tara Lovísa og Smyrill 8,35 og Ísabella Helga Játvarðsdóttir og Trausti frá Glæsibæ 8,34.

Þá var Íslandsmót ungmenna og fullorðinna haldið hjá Fáki í Viðidalnum dagana 25.-28. Júlí

Í ungmennaflokki kepptu í slaktaumatölti T2 Benedikt Ólafsson i á Bikar frá Ólafshaga og Eydís Ósk Sævarsdóttir á Blakk frá Traðarholti og voru þau bæði í 6. sæti eftir forkeppni með 7,30 og sæti í B úrslitum. Benedikt keppti ekki í úrslitum en Eydís Ósk og Blakkur frá Traðarholti riðu B úrslitin og enduðu þar í 7.sæti með 7,04.  Eydís keppti líka á Slæðu frá Traðarholti og endaði í 18.sæti á henni með 6,70.

Í tölti T1 kepptu Eydís Ósk á Heiðu frá Skúmsstöðum og fengu þær 6,63 í einkunn, Benedikt Ólafsson á Tóbíasi frá Svarfholti fengu 6,57 og Hildur Ösp Vignisdóttir á Rökkva frá Ólafshaga fengu 6,50. Feikna sterk keppni og komust þau ekki í úrslit.

Í fjórgangi V1 keppti Hildur Ösp Vignisdóttir á Rökkva frá Ólafshaga, þau riðu beint inni A-Úrslit með 6,80 og enduðu í 6. sæti með 6,83.  Eydís Ósk Sævarsdóttir keppti á Hrímni frá Hvammi og enduðu þau í 19. sæti með 6.33.

Í kappreiðunum áttum við fulltrúa en þar varð Guðrún Lilja Rúnarsdóttir á Kára frá Morastöðum í 3. sæti í 150 m skeiði með 15,12sek.

Mikið var af góðum tímum í 100m skeiði, en þau Benedikt Ólafsson og Vonardís frá Ólafshaga nældu sér í 4. sæti með tímann 7,62sek. Guðrún Lilja varð í 8. sæti með Kára frá Morastöðum með tímann 8,15sek.

F1 og PP1 - Í fimmgangi F1 keppti Benedikt Ólafsson á Tobíasi frá Svarfholti og fóru þeir með 6,67 beint inni A-úrslit, enduðu þar í 6.sæti með 6,45. Þeir kepptu líka í Gæðingaskeiði PP1  og enduðu þar í 7.sæti með 6,88.  Eydís Ósk Sævarsdóttir keppti í fimmgangi á Blakk frá Traðarholti og varð í 18. sæti með 5,67.  Þá varð Guðrún Lilja Rúnarsdóttir.

Við áttum einn fulltrúa í fimmgangi í fullorðinsflokki og þar enduðu þau Fredrica Fagerlund og Salómon frá Efra-Núpi í 14.sæti með 7,07.

Allar einkunnir og niðurstöður frá þessum mótum er hægt að nálgast í Horseday appinu.

450516796_1834428790385849_6441432872366088567_n.jpg