Ársskýrsla Æskulýðsnefndar Harðar 2023

æ1.png

Páskaleikir

Laugardaginn 1. apríl voru haldnir páskaleikir þar sem um 35 krakkar mættu og leystu alls kyns skemmtilegar þrautir. Leikirnir hentuðu öllum aldrei og höfðu allir krakkarnir gaman að því að spreyta sig á þeim undir dynjandi tónlist og skemmtilegri stemmingu. Í lokin fengur allir þátttakendur páskaegg fyrir að taka þátt.

Áseta og líkamsvitund

Í október var boðið upp á fræðslu um ásetu og líkamsvitund þar sem farið var yfir ýmsar æfingar án hests sem gerir okkur meðvitaðri og færari í að hafa tilfinningu fyrir líkamanum og stjórna ásetu okkar betur. Leiðbeinendur voru Thelma Rut Davíðsdóttir reiðkennari og Berghildur Ásdís Stefánsdóttir sjúkraþjálfari.

Landsmótshópur barna, unglinga og ungmenna barna

Verið er að búa til landsmótshóp fyrir börn, unglinga og ungmenni sem stefna á úrtöku og keppni á landsmóti hestamanna í júlí 2024. Þar verður haldið vel utan um hópinn og ýmislegt skemmtilegt og fróðlegt verður innifalið í þeirri þátttöku. Verið er að móta stefnu hópsins og setja upp skipulag fyrir veturinn til að undirbúa þau sem best fyrir komandi keppnisár.

Nudd og teygjuæfingar fyrir hesta

Í nóvember verður sýnikennsla og námskeið um ýmsar nudd- og teygjuæfingar fyrir hesta. Farið verður yfir ýmsar skemmtilegar æfingar sem knapar geta gert til að liðka hesta sína og stuðla að heilbrigðari hesti. Þetta eykur fjölbreytni í þjálfun og byggir upp tengsl milli knapa og hests. Leiðbeinendur eru Thelma Rut Davíðsdóttir og Nathalie Moser.

Aðrir viðburðir

Því miður náðist ekki að halda fleiri viðburði þetta árið vegna þess að það bráðvantar fleiri foreldra til að sýna þessu mikilvægu starfi áhuga og vera tilbúin að taka þátt. Formaður hvetur eindregið foreldra til láta gott af sér leiða og bjóða sig fram að vera í þessari nefnd þannig að hægt verði að bjóða upp á fleiri viðburði til að byggja börnin okkar upp með okkur í hestaíþróttinni.