Reiðhallargólfið
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, október 12 2021 11:42
- Skrifað af Sonja
Um nýliðna helgi var lokið við endurbætur á gólfinu í reiðhöllinni sem hófust fyrir nokkrum vikum. Búið er að tæta upp gólfið og setja sand í það og á sunnudaginn var gólfið plægt upp aftur og sandinum blandað betur við efnið sem var undir. Svo var sett Fururflís yfir sem er ætlað að mýkja undirlagið og halda rakastigi réttu í því. Og ekki síður birtir í húsinu að hafa gólfið ljóst.
Eðlilega er gólfið frekar mjúkt núna, en eins og fólk veit mun efnið setjast með reglulegri vökvun og notkun, vonir standa þó til þess að það muni ekki verða eins hart undir Furuflísinni og það var orðið í vor.
Við biðjum alla sem eru að nota höllina að vera duglega að tína saman grjót sem kann að koma upp úr gólfinu núna fyrst um sinn og eins leggjum við mikla áherslu á að ALLIR taki upp skít eftir sína hesta um leið og hans verður vart, þannig helst gólfið bjart og fallegt og efnið endist lengur.