Fatlaðra starfið

Kæru félagar.
 
Flestir vita að reiðnámskeið fyrir fatlaða í Herði er öflugt og mikilvæg starf sem er unnið hér hjá okkur og okkur þykir öllum vænt um.
Samt er rétt að árétta upplýsingar um hvernig þetta snýr við okkur i félaginu sér i lagi hvað varðar aðstöðu.
Þessi reiðnámskeið eru með hálfa reiðhöll á leigu fyrir sig mánudaga til fimmtudaga milli klukkan 14.45-15.45 og á laugardögum 10.30-11.30.
Það innifelur að þau nota aðstöðuna í anddyri reiðhallarinnar til að koma nemendum á og af baki og allt í kringum það. Þau nota stóru hurðina í byrjun tímans þegar fólk er að koma og svo aftur í lok tímans þegar allir fara.
Í reiðsalnum í höllinni sjálfri eru þau í innri helmingnum um 15.00-15.30 (laugardag 10.45-11.15) en stundum (oftar þegar fer að vora) fara þau út. Þess vegna finnst okkur ekki ástæða til að loka hálfri höllinni fyrir þess starfssemi í þennan stutta tíma hvern dag heldur biðjum við alla félaga að sýna þessum starfi virðingu og tillitsemi.
Þeirra viðvera í reiðhöllinni hefur ákveðinn forgang.
Á miðvikudögum (þegar Keppnisnámskeið barna er á sama tíma) og á laugardögum (þegar námskeið er á sama tíma) viljum við samt hafa opið inn í höll fyrir aðra. Fatlaðastarfið hefur þá verið í fremri hluta og aðrir beðnir að vinna kannski í rólegri kantinum sem koma inn að þjálfa.
Okkur langar að hafa þetta áfram svona, frekar en að loka alveg fyrir almenning þegar námskeið eru í innri hluta, það hefur gengið vel undanfarin ár. En það krefst þess að aðrir reiðmenn séu meðvitaðir um hvað er í gangi í reiðhöllinni á þessum tíma og sýni sérstaka aðgát og tillitssemi. Þetta er ekki langur tími í einu.
 
Allt tímaplan reiðhallarinnar er á heimasíðu Harðar.
Hægt er að senda ábendingar undir hnappnum Ábending/tillaga hægra megin á heimasíðunni líka.
 
Þökkum fyrir tillitssemina og skilninginn.
 
 

Frestun Smalamót

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu höfum við ákveðið að fresta fyrirætluðu móti núna á föstudaginn,  Smalamót FMos og Glasareið. Vonumst til að geta komið því aftur á dagskrá við fyrsta tækifæri. 

Kveðja

Mótarnefnd Harðar.

Frestun Þrígang FMOS

Í ljósi aðstæðna í samfélaginu höfum við ákveðið að fresta fyrirætluðu móti núna á föstudaginn, Þrígangur FMos og Glasareið.
Vonumst til að geta komið því aftur á dagskrá við fyrsta tækifæri.

Kveðja Mótarnefnd Harðar.

Laus pláss á námskeið

Hnakkfastur – sætisæfinganámskeið fyrir minna vanir  

Hnakkfastur – sætisæfinganámskeið fyrir minna vanir
Áseta knapans er eitt því mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og siðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur síður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér að sínum eigin líkama og ásetu án þess að þurfa að stjórna hestinum. Á námskeiðinu gerum við æfingar aðallega á hesti en líka á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi. Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis. Nemendur fá hest til afnota og þurfa bara að mæta með hnakk og hjálm. Max 6manns.
Kennt verður í 6 skipti á þriðjudögum kl 18:00
Dagsetningar 2022:
18. janúar
25. janúar
01. febrúar
08. febrúar
15. febrúar
22. febrúar
Kennari verður Fredrica Fagerlund
Verð: 19.000 kr

 

 

https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

 

 

Kosning stendur yfir!!

Kæru félagar
Viljum biðja ykkur að kjósa okkar fólk í útnefningu íþróttakarli og íþróttukonu Mosfellsbæjar 2021! Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Benedikt Ólafsson ! Áfram Hörður!

Reiðhallarreglur

Viljum bara minna á reglur varðandi leigu á reiðhöllinni undir kennslu. Nú fer allt aftur á fullt í vetrarþjálfun og biðjum við alla að kynna sér vel umferðarreglur og reglur reiðhallarinnar (skilti fyrir framan inngang og á hordur.is ) - munum að tala saman, sýna tillitssemi og vera góð hvert við annað ❤

 

Gjaldskrá (hordur.is)

Gamlársreið aflýst

Kæru félagar.

Í ljósi covid aðstæðna í samfélaginu er okkur nauðugur sá kostur að aflýsa áður auglýstri gamlársdagsreið í Varmadal.

Bestu óskir um gleði og gæfu á nýju ári.

 

Sirkus Helgarnámskeið 29-30 janúar 2022

Helgina 29. og 30. janúar 2022
Staðsetning Reiðhöllinn í Herði
Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
5 tímar 1 bóklegur og 4 verklegir.
Laugardagur: 7 games eftir Pat Parelli. Sunnudagur: Smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun.
Unnið er eingöngu með hestinn í hendi. Útbúnaður sem þarf er snúrumúll og langur mjúkur kaðaltaumur. Smella sem fæst í helstu gæludýrabúðum og Líflandi. Aldurstakmark 12 ára.
Skemmtilegt námskeið til að nálgast hestamennskuna á annan hátt.
Ragnheiður leggur mikið upp úr fjölbreitni í þjálfun og að gleyma ekki afhverju við erum öll í hestamennsku, JÚ AF ÞVÍ AÐ ÞAÐ ER SVO GAMAN.
Lágmarksfjöldi á námskeiðinu er 8 manns – max 12 manns.
Verð 12000 isk.
Skráning: 
Skráning opnar 01.01.2022 kl 12:00 hér:
ragnheiður.jpg
 

Jóla- og nýárskveðjur

Kæru félagar.
Stjórn og starfsmenn Harðar óska ykkur öllum og fjölskyldum ykkar gleði og friðar á jólum og gleðilegs nýs árs. Þökkum allt það liðna og hlökkum til að takast saman á við skemmtileg verkefni næsta árs. Við hestamenn njótum mikilla forréttinda að geta stundað okkar íþrótt að mestu leiti óheft í því ástandi sem nú ríkir. Fyrir það erum við þakklát, munum að taka tillit hvert til annars, vera góð, standa saman og hafa gaman 😊
 
jóla.jpg