- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, apríl 15 2021 08:24
-
Skrifað af Sonja
https://fb.me/e/3legN8MwI
Í ljósi tilslakana á sóttvarnarreglum blásum við til þriðja vetrarmótsins núna á laugardaginn. :-)
Fákafarsmótsins Mótið fer fram úti á hringvellinum okkar og hefst klukkan 13:00.
Keppt verður í T7 tölti, sem er hægt tölt og svo frjáls ferð á tölti. A.t.h. Mótið er eingöngu fyrir félagsmenn.
Flokkarnir sem verða í boði eru: - Pollar teymdir - Pollar ríða sjálfir - Barnaflokkur - Unglingaflokkur - Ungmennaflokkur - 3. flokkur - 2. flokkur - 1. flokkur
Áhorfendur og keppendur er vinsamlega beðnir að kynna sér sóttvarnarrelgur og fylgja þeim í hvívetna.
Skráning fer fram á sportfeng og jafnframt á mótsdegi í andyri reiðhallarinnar milli 10-12.
Almennt skráningargjald eru 1500kr og ókeypis er fyrir polla og börn.
Skráning í Polla flokka fer fram hér:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1Q9LpcaqbGbPUBgV80UCZ5uqGdzDmBF0hxYTD9Jpa0Mw/edit?usp=sharing
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, mars 24 2021 21:16
-
Skrifað af Sonja
Í ljósi nýrra sóttvarnarreglna hefur verið komið á fjöldatakmörkun í reiðhöll Harðar frá miðnætti í dag.
Ekki mega fleiri en 10 manns vera í húsinu hverju sinni, eða 5 í hvorum hluta ef svo ber undir. Brot á þessari reglu verður til þess að húsinu verður alveg lokað.
Námskeiðahald mun haldast óbreytt enda krefst slík kennsla ekki snertingar eða nálægðar milli kennara og nemenda.
Grímuskylda er eins og almennt er kveðið á um, áhorfendur eru bannaðir.
Hver og einn skal huga að sínum sóttvörnum og nota spritt eftir þörfum.
Ekki mæta með kvef! Endilega passið að koma ekki í reiðhöllina með öndunarfæra- og flensulik einkenni án þess að láta kanna þau mál með skimun.
Meðal reglna sem taka gildi á miðnætti: “Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar. “
Stjórnin
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, apríl 07 2021 12:42
-
Skrifað af Sonja
Nú standa yfir framkvæmdir við trjáfellingar við reiðleiðina að Brúarlandi. Vert er að vara við að fara ríðandi þarna fram að helgi, verkinu á að ljúka í síðasta lagi á föstudag.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, mars 22 2021 12:21
-
Skrifað af Sonja
Æskan og hesturinn stórsýning - 01.mai 2021
Nú er undirbúningur hafinn fyrir sýninguna ,,Æskan og hesturinn“ sem verður haldin í TM-reiðhöllinni í Víðidal þann 01.mai. Börn og ungmenni í Herði eru hvött til að skrá sig til þátttöku en í ár er fyrirhugað að setja upp skemmtilegt fimleikaatriði og munu börnin fá leiðsögn og kennslu frá Fredricu Fagerlund reiðkennara.
Æfingar fyrir sýninguna hefjast í þessari viku og verða á eftirfarandi dögum: 26.mars, 09.april, 16.april og 23.april frá 18:00-19:00.
Allar nánari upplýsingar og skráning er á FB-síðunni:
,,Æskan og hesturinn undirbúningur Hörður 2021“ https://www.facebook.com/groups/265396835020772
Hlökkum til að sjá foreldra og börn föstudaginn 26.mars klukkan 18:00 í reiðhöllinni.
Kveðja Æskulýðsnefnd