Ársskýrsla Æskulýðsnefndar Harðar 2020-2021

Formáli

Formaður Æskulýðsnefndar 2020-2021 var Bryndís Ásmundsdóttir en með henni í nefnd voru þær Aðalheiður G. Halldórsdóttir, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Halldóra Sif Guðlaugsdóttir, Kristín Tryggvadóttir og Randy Baldvina Friðjónsdóttir. 

Nefndin starfar í samstarfi við Sonju Noack sem sér um námskeiðahald og annað utan umhald fyrir félagið.

Kynningar viðburða fór fram í gegnum heimaísðu félagsins og í gegnum FB síðu Æskulýðsnefndar.

Æskan og hesturinn/ sýning í Herði

Undirbúningur var í gangi og var von okkar um að við gætum haldi viðburðinn Æskan og hesturinn. En því miður frestaðist hann vegna Covid 19. Fredrica Fagerlund hélt utan um þennan undirbúning sem að var fimleikar á hestum. Í staðinn fyrir æskan og hesturinn var haldin sýning fór fram þann 17. Maí. Krakkarnir buðu fjölskyldu og vinum á sýninguna sem tókst vel.

Þökkum Fredricu Fagurlund fyrir hennar þátt í undirbúningi.æskan.JPG

 

Pákafitness

Við héldum upp á páskafitness í mars þar sem að fjörutíu og átta krakkar tóku þátt. Við vorum með fullt af frumlegum og skemmtilegum leikjum. Svo í lokinn fengu allir vegleg verðlaun sem að var páskaegg.

 páskaf.JPG

 

 Fjölskylduferð á Hraðastaði

Við ákvöðum að halda fjölskylduferð á Hraðastaði. það voru nokkrir hugrakkir sem riðu upp eftir í grenjandi rigningu. Við grilluðum pylsur, fengum safa og prinspóló. Þetta var skemmtileg ferð.hraða.JPG

 Uppskeruhátíð 2021

Uppskeruhátíð verður haldin 18. Okt 2021 við í nefnd höfum skipulagt skemmtilegt kvöld fyrir krakkanna. Veðum m.a. með góðan mat, skemmtiatriði þar sem Einar Aron töframaður sýnir okkur töfra og svo verðlaunaafhendingu fyrir stigahæðstu knapa félagsins

Í barnaflokk voru það

  • Sigríður Fjóla Aradóttir

unglingaflokk voru það

  • Oddur Arason
  • Eydís Ósk Sævarsdóttir

Í ungmennaflokk voru það

  • Benedikt Ólafsson
  • Viktoría Von Ragnarsdóttir

Einnig varð Benedikt Ólafsson Reykjavíkurmeistari og Íslandsmeistari í Gæðingaskeiði á Leiru Björk frá Naustum

 

Aðrir viðburðir

Því miður náðist ekki að halda fleirri viðburði þetta árið vegna samkomu takmarkanna vegna Covid 19 og því miður var ekki haldinn uppskeruhátíð né þrif á reiðtygjum og fjölskyldu ratleikur sem að hafði verið skipulagður. 

Lokaorð

Árið 2020-21 var því miður litað af samkomu takmörkunum. En við vonum að árið 2022 verði betra. Vonum að þeir sem starfi í nefnd haldi áfram að láta starfið blómstra eins og hefur verið undanfarin ár þrátt fyrir miklar takmarkanir.

Fyrir hönd æskulýðsnefndar skilar hér formaður æskulýðsnefndar Bryndís Ásmundsdóttir árskýrslu nefndar.

Ársskýrsla Reiðveganefndar 2021

Reiðveganefnd Harðar :
Einar Guðbjörnsson
Guðmundur Jónsson
Ingólfur Á Sigþórsson
Jóhannes Oddsson
Ragnheiður Þórólfsdóttir
Sæmundur Eiríksson formaður

Reiðveganefnd hafði til ráðstöfunar árið 2021 eftirfarandi framlög : Frá Landssambandi Hestamannafélaga til framkvæmda við reiðvegi í Mosfellsbæ og nágrenni kr. 3.350.000,- og sérstök úthlutun í Skógarhólaleið kr. 10.000.000,- Hörður fékk úthlutað frá Mosfellsbæ til viðhalds og nýframkvæmda reiðvega kr. 3.000.000,- og til viðbótar kr. 1.700.000,- sem Áhaldahúsið hafði til viðhalds á reiðleiðum í samráði við Hestamannafélagið Hörð. Samtals til reiðvegaframkvæmda hjá Hestamannafélaginu Herði kr. 18.050.000,-

Helstu verkefni og framkvæmdir á vegum Harðar og reiðveganefndar árið 2021 :

Keyrt var út efni og jafnað á reiðgötur um Tungubakkahringinn og vestur með Leirvogsá norðan við Flugskýlin. Stefnt er að því að bæta efni í reiðleið sunnanmegin þannig að reiðleiðin standi upp úr á stórstraumsflóði. - mynd 1mynd1.JPG

 

Reiðleið R11.09 Brúarlandsleið frá Tunguvegi að Brúarlandi hefur verið lokuð frá því í júní og er enn lokuð vegna framkvæmda. Sett hefur verið ný göngubrú yfir Köldukvísl neðan Leirvogstunguhverfis og verður gamla brúin notuð fyrir hestaumferð. Ekki er lokið frágangi á stígunum að göngubrú og reiðbrú. – mynd 2mynd2.JPG

 

Reiðleið R10.04 með Köldukvísl var hefluð frá brú á Vesturlandsvegi og upp að Víðiodda. Gert var við ræsi í brekkunni vestan Hringvegar neðan við Kiwanishúsið. Reiðleið R106.22 yfir Leirvogstungumela var öll lagfærð með ýtu og búið er að keyra út og jafna efni yfir norðurhluta leiðarinnar. Eftir er að hefla norðurhlutann og stefnt er að því að keyra efni yfir suðurhluta leiðarinnar og laga skarðið syðst á reiðleiðinni. – mynd 3mynd3.JPG

 

Á reiðleið R106.29 neðan við Bakkakotsvöll var gert við tvö ræsi. – mynd 4mynd4.JPG

 

Á reiðleið R20.02 Kollafjarðarleið um Esjumela var farið með ýtu og leiðin jöfnuð og lagfærð. Stefnt er að því að keyra yfirborðsefni í reiðleiðina. – mynd 5mynd5.JPG

 

Hluti reiðleiðar R11.09 Brúarlandsleið frá Völuteigi og að Stekkjaflöt var grjóthreinsuð og yfirborðsefni keyrt út, jafnað og heflað. Ný reiðgöng á Reykjavegi við Ísfugl voru opnuð í mars á þessu ári. – mynd 6mynd6.JPG

 

Á reiðleið R11.04 Uxamýri var gert við tvö ræsi, og keyrt efni í stærstu holur. Á síðasta ári var lagt bundið slitlag á hluta Hafravatnsvegar (brotin lína á mynd). Ekki hefur fengist leyfi landeiganda til þess að leggja reiðveg við hlið akvegar. Hafravatnsvegur er flokkaður sem „skilavegur“ hjá Vegagerðinni, það er honum verður skilað til Mosfellsbæjar á næsta ári og þá með bundnu slitlagi út undir Dalland. Samkvæmt aðalskipulagi er Hafravatnsvegur einnig skilgreindur sem reiðleið. Leitað hefur verið eftir því við Veggerðina að hugað verði að reiðleið með Hafravatnsvegi en það hefur litlu skilað til þessa. – mynd 7mynd7.JPG

 

Á reiðleið R11.05 Skammadalsleið vestur var gert við ræsi þar sem reiðleiðin liggur yfir Skammdalslækinn og fyllt í stærstu holur. Með Skammdalslæk er reiðleið á skipulagi (græn lína). Reiðleiðin liggur frá Völuteig um Álafossveg og með Skammadalslæk upp í suðurenda Skammadals. Vonandi verið farið í það að leggja þessa reiðleið sem fyrst þannig að greið leið verði um Skammadal milli reiðleiðar við Völuteig og yfir í Mosfellsdal þar sem ekki er sýnt að leysist úr þeim hnút sem reiðleiðir eru í við Reykjahvol. - mynd 8mynd8.JPG

 

Framkvæmdum við vatnstankinn í Úlfarsfelli var lokið nú í haust en reiðleiðin hefur verið notuð sem aðkomuleið verktaka. Í verklok var sett yfirborðsefni yfir reiðleiðina frá áningunni neðan við vatnstankinn og út að Skarhólabraut. Eftir að að setja upp lokun fyrir bílaumferð við Skarhólabraut. – mynd 9mynd9.JPG

 

Áfram var unnið við lagfæringar á reiðleið R410.03 um Esjuhlíðar og sett niður nokkur ræsi og gert við girðingar. – mynd 10mynd10.JPG

 

Sérstök úthlutun var sett í Skógarhólaleið kr. 10.000.000,- og stendur sú vinna yfir núna. Lagfæringar verða gerðar á reiðleið milli Brúsastaða og Selkots, á kafla austan og sunnan við Stíflisdalsvatn og á kafla í Fellsendaflóa – mynd 11mynd11.JPG

Árskýrsla mótanefndar 2021

mn.JPG

Nefndi var óvenjulega stór og vel skipuð ár:

-        Ragnheiður Þorvaldsdóttir (formaður)

-        Kristinn Sveinsson

-        Sigurður H. Örnólfsson

-        Rakel Katrín Sigurhanssdóttir

-        Ásta Friðjónsdóttir

-        Jón Geir Sigurbjörnsson

-        Súsanna Katarínaa Sand Guðmundóttir

Eftirfarandi mót voru haldin í vetur

3 vetrar mót:

Grímutölt Fiskbúðarinnar Mosfellsbæjra, Lækjabakkamótið og Fákafarsmótið. Grímutöltsmótið var haldið inn í höllinni hjá okkur og mættu rúmlega 30 keppendur til leiks. Seinni tvö vetar mótinn okkar voru svo haldin út á vellinum hjá okkur, meðal annars vegna Covid reglna um mótahald. Í hvoru móti fyrir sig voru rúmlega 50 skráningar

Opna Gæðingarmótið

Opna Gæðingarmót Harðar var haldið helgina 8-9 maí. Mótið var með hefðbundnum hætti. Þátttakendur voru tæplega 100 og var góð stemming meðal þátttakenda, dómara, sjálfboðaliða og annar sem komu að mótinu.

Opna Mosfellsbæjarmeistarmótið

Opna Mosfellsbæjarmeistarmótið var haldið 4-6 júni. Keppt var í als 32 flokkum og 270 skráningar. Mótið tókst í alls staði vel, mikil ánægja var bæði meðal þátttakanda, dómar og sjálfboðaliða. Þar sem við víxluðum íþróttamóti og gæðingamóti, færðist unghestakeppni yfir á þetta mót.

Tölumót Harðar

Vegna úrtöku fyrir Íslandsmót var sett upp tölumót 24.júni þar boðið var upp á allar greinar í meistara flokki (T1, T2, V1, F1 PP1). Þetta mót reyndist vel og mættu als 70 þátttakendur til leiks.

Auk þess var fjárfest í nýjum spjaldtölvum fyrir dómara, reyndust mjög vel og auðvelduðu okkur til muna mótahaldið..

Mótanefndi þakkar öllum sem tók þátt, keppendur, dómurum og sjálfboðaliðum fyrir frábæra samveru og sjáumst hress á næsta ári.

Fyrir hönd mótanefndar

Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Aðalfundur í dag miðvikudag kl 20 -áminning

Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar miðvikudaginn 27. október nk. kl 20 í Harðarbóli. 

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.  

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundatstörf samkvæmt 5. gr félagsins.

Dagskrá aðalfundar skal vera: Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara

Formaður flytur skýrslu stjórnar

Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. Milliuppgjör

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

Reikningar bornir undir atkvæði

Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður

Árgjald ákveðið

Lagabreytingar

Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga

Önnur mál

Fundarslit

Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv. 3.gr laga félagsins. Stjórnin  

Aðalfundur Harðar - Fundarboð

Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar miðvikudaginn 27. október nk. kl 20 í Harðarbóli. 

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.  

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundatstörf samkvæmt 5. gr félagsins.

Dagskrá aðalfundar skal vera: Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara

Formaður flytur skýrslu stjórnar

Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. Milliuppgjör

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

Reikningar bornir undir atkvæði

Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður

Árgjald ákveðið

Lagabreytingar

Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga

Önnur mál

Fundarslit

Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv. 3.gr laga félagsins. Stjórnin  

Uppskerahátíð Æskulýðsnefndar 2021

Takk fyrir uppskeruhátíð kæru Harðarfélagar!
Við vorum með pizzaveislu fengum Aron Einar töframann til að skemmta okkur aðeins, síðan var verðlaunaafhending og svo ís í desert.
Takk fyrir komuna og hlökkum til vetrar þar sem eitthvað skemmtilegt verður brallað saman.
Með kveðju æskulýðsnefndin
 
Viðurkenningar fyrir stigahæstur knapar
Í barnaflokk voru það
- Sigríður Fjóla Aradóttir
 
unglingaflokk voru það
- Oddur Arason
- Eydís Ósk Sævarsdóttir
 
Í ungmennaflokk voru það
- Benedikt Ólafsson
- Viktoría Von Ragnarsdóttir
 
Einnig varð Benedikt Ólafsson Reykjavíkurmeistari og Íslandsmeistari í Gæðingaskeiði á Leiru Björk frá Naustum.
usk.jpg
usk1.jpg
usk2.jpg
usk3.jpg

Reiðhallargólfið

Um nýliðna helgi var lokið við endurbætur á gólfinu í reiðhöllinni sem hófust fyrir nokkrum vikum. Búið er að tæta upp gólfið og setja sand í það og á sunnudaginn var gólfið plægt upp aftur og sandinum blandað betur við efnið sem var undir. Svo var sett Fururflís yfir sem er ætlað að mýkja undirlagið og halda rakastigi réttu í því. Og ekki síður birtir í húsinu að hafa gólfið ljóst.
Eðlilega er gólfið frekar mjúkt núna, en eins og fólk veit mun efnið setjast með reglulegri vökvun og notkun, vonir standa þó til þess að það muni ekki verða eins hart undir Furuflísinni og það var orðið í vor.

Við biðjum alla sem eru að nota höllina að vera duglega að tína saman grjót sem kann að koma upp úr gólfinu núna fyrst um sinn og eins leggjum við mikla áherslu á að ALLIR taki upp skít eftir sína hesta um leið og hans verður vart, þannig helst gólfið bjart og fallegt og efnið endist lengur.

 

242948090_563408024893772_1998838676751788454_n.jpg

245032711_1379713435756743_1707269358790224527_n.jpg

244964780_984260768819070_3028515083274428751_n.jpg

244739402_889419148631394_3645563059851822895_n.jpg

245055754_670401084364118_7998813882890807892_n.jpg

244778443_169951798571739_1118998977203335503_n.jpg

244985418_928909967698685_627357365396516063_n.jpg

244805945_658939771771062_7129110430991325505_n.jpg

Uppskerahátíð Æskulýðsnefndar

Uppskeruhátíð æskulýðsnefndar verður mánudaginn 18.10.21 kl 18-19:45
 
Allir velkomir sem eru í Herði!
Boðið verður uppá mat, skemmtiatriði og verðlaunaafhendingu fyrir árið 2021
Endilega látið vita í eventinum á Facebook hversu margir koma.
 
Endilega koma með börnin ykkar og þá sem eru í kringum ykkur í hesthúsinu. Það eru ekki öll börn á fb svo ég leita til ykkar að hvetja þau til að koma það verður töframaður sem mætir og sýnir okkur eitthvað skemmtilegt sem allir geta haft gaman af.
 
með bestu kveðju
Æskulýðsnefndin