Kvennareið

Kæru Harðarkonur!

Þá sjáum við loksins fram á með rýmkun á fjöldatakmörkunum að Frúarreiðin okkar árið 2021 verði að veruleika 😊

15. maí næstkomandi munum við ríða frá Sörla í Hafnarfirði og hingað heim í Hörð. Það er 50 kvenna hámark og við ætlum því að láta Harðarfélaga hafa forgang, þið sendið bara línu á Stínu ( Kristín Halldórsdóttir ) ef þið eruð með vinkonu úr öðru félagi sem vill koma með, það verður mögulega pláss þegar við sjáum endanlega fjöldann.

Það er líka 20 ára aldurstakmark, engar undanþágur. Kostnaður er 5000 krónur á hverja konu, leggist inn á 0370-26-010959 kt 010959-5279 sem allra fyrst. Greiðsla er staðfest skráning (setjið nafn í skýringu). Nánara skipulag verður sent út á næstu dögum. Fyrirvarinn er ekki mikill, þó þessi dagsetning hafi verið frátekin, og konur þurfa að koma sínum hestum sjálfar á upphafsstað. Þetta er tveggja hesta ferð. Möguleiki að fá sendan hest á stopp um miðja leið ef einhverjar treysta sér ekki að teyma aukahest. Hver kona þarf að skipuleggja slíkt sjálf. Það verða léttar veitingar á leiðinni en líkast til verður ekki borðað saman og „djammað“ eftir að heim er komið. Smitvarnir og takmarkanir hamla slíku mjög, því miður. Þá er bara að skrá sig og finna flottan varalit! Og hafa grímuna í vasanum 😉

 

Ferðanefndin

Opið Gæðingamót Harðar 2021

https://fb.me/e/dqkoBbFHB

 

Árlegt gæðingamót Harðar verður haldið helgina 8-9. maí og verður það opið öllum!

Skráning verður frá laugardeginum 1.maí til miðvikudaginsins 5 maí. Ef óskað er eftir að skrá eftir þann tíma er skráningargjaldið tvöfalt.

Skráning er í gegnum Sportfeng. Eftirfarandi flokkar eru í boði en skráningargjaldið er 5000kr í fullorðins flokkana og 3500kr í yngri flokkana og skeiðgreinar.

Hvetjum fólk til að skrá sig tímanlega;)

- A-flokkur (gæðingaflokkur 1)

- A-flokkur áhugamenn (gæðingaflokkur 2)

- B-flokkur (gæðingaflokkur 1)

- B-flokkur áhugamenn (gæðingaflokkur 2)

- Barnaflokkur - Unglingaflokkur

- A-flokkur ungmenna

- B-flokkur ungmenna

- Pollar teymdir

- Pollar ríða sjálfir

- Gæðingatölt (Skrá sem T7) 

Gæðingatölt – T7-1.flokkur (1. flokkur)

Gæðingatölt – T7-2.flokkur (Áhugamenn)

Gæðingatölt – T7-3.flokkur (21 árs og yngri) 

- 100 metra skeið (P2)

 

Hlökkum til að sjá ykkur! ATH mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður/sameina flokka ef ekki næg skráning næst.

Firmakeppni Harðar 2021 

Firmakeppni Harðar 2021 er í dag og stemmingin er geggjuð fyrir deginum. Skráning í andyri reiðhallarinnar milli 11 og 12. Flott að koma snemma og sleppa við röðina... Minnum á að það kostar ekkert að taka þátt, því mótið er í boði frábærs hóps styrktaraðila...😊😊😊

Firmakeppni Harðar 2021

Kæru Harðafélagar

Nú er komið að hinni árlegu Firmakeppni Harðar og fer mótið fram núna á laugardaginn 1.maí. og hefst klukkan 13:00

Mótið verður með firmasniði á skeiðbrautinni, sem sagt fjórar umferðir á hest, hægt tölt að reiðhöllinni og yfirferðargangur (frjáls gangtegund) frá reiðhöllinni aftur.

En pollaflokkur og barnaflokkur fara fram á hringvelli.

Flokkarnir sem verða í boði eru:

- Pollaflokkur (inni á hringvelli)

- Barnaflokkur (inni á hringvelli)

- Unglingaflokkur

- Ungmennaflokkur

- 3. flokkur

- 2. flokkur

- 1. flokkur

- Heldri menn og konur (60+)

Jafnframt verður boðið upp á keppni í 100 metra tímatöku á brokki, tölti, stökki og skeiði

Skráning fer fram í anddyri reiðhallarinnar á mótsdegi á milli 11 og 12. Minnum alla á að gæta að sóttvörnum og fara eftir öllum gildandi reglum.

Kveðja, Mótanefnd 

https://fb.me/e/7791bbpDb

 

Fullbókað - Einkatímanámskeið - Anton Páll Níelsson

Anton Páll verður með námskeið föstudaga 30.apríl og 14. maí næstkomandi. Kennslan fer fram í 45 mín einkatímum báða dagana. Mælst er til þess að nemendur fylgist með kennslu hjá samnemendum sínum. Muna að fara eftir eigin smitvörnum - millibil og spritt :)

Verð fyrir báða daga er 31.000 kr.

Anton Páll Níelsson er menntaður reiðkennari B frá Háskólanum á Hólum.

Hann hefur kennt við Hólaskóla í fjölda mörg ár auk þess að sinna reiðkennslu víða um heim og rækta hross. Anton Páll hefur verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem og nokkrum erlendum landsliðum, t.d. því sænska og austurríska. Anton Páll er þekktur fyrir einfalda, hreinskilna, hestvæna og mjög árangursríka nálgun í reiðkennslu sinni.

Skráning fer fram á skraning.sportfengur.com

 

toni.jpg