Kirkjureið 2021

Árleg kirkjureið í Mosfellskirkju verður næstkomandi sunnudag 30.05.2021.

Lagt af stað úr Naflanum kl 13.00. Guðsþjónusta hefst kl. 14.00 og er prestur Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Meðhjálpari Bryndís Böðvarsdóttir. Félagar úr Karlakór Kjalnesinga syngja undir stjórn Þórðar Sigurðssonar, organista. Kirkjukaffi verður í boði hestamannafélagsins í Harðarbóli að athöfn lokinni. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpumst að og gætum að sóttvörnum. Grímuskylda er í messunni fyrir fullorðna og fjarlægð milli ótengdra aðila skal vera amk 1 metri.

Náttúrureið 2021 

Hin árlega náttúrureið Harðar verður laugardaginn 29. maí 2021

Reiðin hefst í Naflanum kl 13:00 og verður riðið að Arnarhamri á Kjalarnesi eftir gömlu þjóðleiðinni undir Esjurótum. Grillvagninn verður á staðnum með hamborgara, franskar og bernessósu, verð kr. 2,500.-. Drykkir verða seldir á staðnum.

Fararstjóri er Lilla.

 

Ferðanefndin

LOKA AFHENDING ÁBURÐAR!

Síðasti dagur til að fá afhentan áburð er fimmtudagurinn 20.maí klukkan 18-20. Eftir það verður ekki hægt að sækja áburð sem fylgir beitarhólfum og þeir sem eiga það eftir þurfa að bjarga sér á annan hátt.

Áburður

Þeir sem hafa fengið staðfesta sumarbeit á vegum félagsins geta sótt áburð við reiðhöll Harðar á þessum tímum:

Föstudag 14. maí kl 17-19
Laugardag 15. maí kl 10-12
Sunnudag 16. maí kl 11-13

Áríðandi er að koma með ílát eða sterka poka til að setja áburðinn í.

Verið er að ljúka við úthlutun á síðustu beitarhólfunum og ættu allir að vera komnir með svar um helgina.

Stjórnin

FRÆÐSLUMYND OG SÁTTMÁLI HESTAFÓLKS OG ANNARA VEGFARENDA

Setjum okkur í spor hvers annars Í samvinnu við Samgöngustofu hefur verið gerð fræðslumynd sem er samstarfsverkefni Samgöngustofu, Landssambands hestamannafélaga og Horses of Iceland. Fræðslumyndinni er ætlað að vekja athygli á eðli og mögulegu viðbragði hestsins sem getur reynst mörgum okkar framandi, óvænt og í einhverjum tilfellum óútreiknanlegt. Við þurfum öll að bera virðingu fyrir hvort öðru, hvort sem við erum á hesti, hjóli, gangandi, hlaupandi, skíðandi eða akandi. Við þurfum að gæta þess að fara ekki inn á sérmerkta stíga fyrir annarskonar umferð og gætum fyllstu varúðar á sameiginlegum stígum eða vegum. Einnig var skrifað undir sáttmála milli hestafólks og fulltrúa annarra vegfarendahópa þann 8. maí í félagsheimili Fáks. Þar taka þessir vegfarendahópar höndum saman um að fræða almenning um það hvernig allir þessir hópar geti deilt saman heilbrigðri og öruggri útiveru.

https://www.lhhestar.is/is/frettir/sattmali-um-umferdaroryggi-a-utivistarsvaedum?fbclid=IwAR1_mm2AGQ1ZBARqgAGFX2EzVQuwO5LwD-78kiFKRt0PogrzhvHDKmRA_G8