Beitarhólf sumarið 2021


Opnað hefur verið fyrir umsóknir um beitarhólf  fyrir sumarið.
Eins og undanfarin ár geta skuldlausir félagar sótt um beit á heimasíðu félagsins undir fyrirsögninni „Sækja um beit.“
Allir sem vilja fá beitarhólf þurfa að sækja um, líka þeir sem voru með beit í fyrra eða undafarin ár.
Kynnið ykkur úthlutunarreglurnar á heimsíðunni áður en þið fyllið út umsókn: 

https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf


Umsóknir verða að berast fyrir 15. apríl n. k. og er stefnt að því að úthlutun sé lokið fyrir miðjan mai.
Eindagi á greiðslu fyrir beitina verður 1.júní. Sé ekki greitt fyrir þann tíma verður hólfinu úthlutað öðrum.


Stjórnin

umsókn má að finna hér:


https://hordur.is/index.php/saekja-um-beit

Lyklar að reiðhöllinni

Viljum minna á það, að það er bannað að lána lykillinn sinn áfram.
Ef það er verið að brjóta ítrekað reglur, gæti viðkomandi lykli verið lokað.
Eins er ekki sjálfsagt að þeir sem eru að þjálfa í reiðhöll opni fyrir þeim sem banka, ef fólk gleymir lyklinum þarf það að sækja hann 😉
 
Annars er fínt að nefna að reiðhallarnefnd er á fullu að vinna í ýmsum málnum varðandi höllina.
 
Eigið góða helgi kæru félagar og muna að skrá síg á vetramótinu sem fer fram á morgun! 😃
 
 

Páskaleikar Æskulýðsnefndar Harðar

Páskaleikar Æskulýðsnefndar Harðar verða sunnudaginn 14.mars frá 11 – 13:00 í reiðhöllinni.
Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnin sín á þennan skemmtilega viðburð.  Við skiptum okkur í lið og förum í skemmtilegar þrautir án hesta. Keppt verður í pokahlaupi, hjólabörurally og skífukasti. Öll börn fá páskaegg í verðlaun og kaffi á könnunni fyrir foreldra.

Hvetjum alla til að skrá sig á viðburðinn á facebook síðunni: ,,Æskulýðsstarf í Herði“: sjá: https://www.facebook.com/groups/444167218966483

Hlökkum til að sjá ykkur

Æskulýðsnefnd

paska.jpg

Almennt reiðnámskeið fullorðnir

Ný hópur að byrja 🙂
Skemmtilegt námskeið fyrir alla sem vilja bæta ásetu, stjórnun og gangtegundir. Farið verður í vinnu við hendi, samspil ábendinga, fimiæfingar og þjálfun gangtegunda.
Knapar mæta með eigin hest og búnað.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Kennt verður í 6 skipti á mánudögum kl 19:00
Dagsetningar 2021:
08. mars
15. mars
22. mars
29. mars
12. apríl
19. april
Verð 19000kr
Skráning: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með kt og fullt nafn og simanúmer
 

Reiðhallargólfið

Til stóð að laga gólfið í reiðhöllinni með skjótum hætti. Verkið er meira en svo og er gólfið nú alls ekki í góðu lagi. Farið verður í frekari lagfæringar í kvöld. Fólk er beðið að fara varlega við þjálfun í höllinni og sýna verkinu smá þolinmæði.

Stjórnin 

Sóttvarnarreglur fyrir hestaíþróttir

Sóttvarnarreglur fyrir hestaíþróttir hafa verið uppfærðar til samræmis við nýjustu tilslakanir á samkomutakmörkunum. Heimilt er að hafa allt að 200 áhorfendur í rými á íþróttaviðburðum að uppfylltum skilyrðum um grímunotkun, 1 meters fjarlægð ótengdra gesta, skáningu allra gesta með nafni, símanúmeri og kennitölu og að komið verði í veg fyrir frekari hópamyndanir í kringum viðburði eins og kostur er. Veitingasala er heimil. Leyfilegur fjöldi þátttakanda í æfingum og keppni fullorðinna er 50 manns. Á þeim mótum sem fjöldi keppenda er yfir 50 er heimilt að skipta forkeppni upp í fyrri og seinni hluta þar sem fjöldi í hvorum hluta fyrir sig fer ekki yfir 50 manns.

https://www.lhhestar.is/is/frettir/ahorfendur-leyfdir-a-ithrottavidburdum