Aðalfundur Harðar - Fundarboð

Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar miðvikudaginn 27. október nk. kl 20 í Harðarbóli. 

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.  

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundatstörf samkvæmt 5. gr félagsins.

Dagskrá aðalfundar skal vera: Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara

Formaður flytur skýrslu stjórnar

Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. Milliuppgjör

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

Reikningar bornir undir atkvæði

Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður

Árgjald ákveðið

Lagabreytingar

Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga

Önnur mál

Fundarslit

Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv. 3.gr laga félagsins. Stjórnin  

Reiðhallargólfið

Um nýliðna helgi var lokið við endurbætur á gólfinu í reiðhöllinni sem hófust fyrir nokkrum vikum. Búið er að tæta upp gólfið og setja sand í það og á sunnudaginn var gólfið plægt upp aftur og sandinum blandað betur við efnið sem var undir. Svo var sett Fururflís yfir sem er ætlað að mýkja undirlagið og halda rakastigi réttu í því. Og ekki síður birtir í húsinu að hafa gólfið ljóst.
Eðlilega er gólfið frekar mjúkt núna, en eins og fólk veit mun efnið setjast með reglulegri vökvun og notkun, vonir standa þó til þess að það muni ekki verða eins hart undir Furuflísinni og það var orðið í vor.

Við biðjum alla sem eru að nota höllina að vera duglega að tína saman grjót sem kann að koma upp úr gólfinu núna fyrst um sinn og eins leggjum við mikla áherslu á að ALLIR taki upp skít eftir sína hesta um leið og hans verður vart, þannig helst gólfið bjart og fallegt og efnið endist lengur.

 

242948090_563408024893772_1998838676751788454_n.jpg

245032711_1379713435756743_1707269358790224527_n.jpg

244964780_984260768819070_3028515083274428751_n.jpg

244739402_889419148631394_3645563059851822895_n.jpg

245055754_670401084364118_7998813882890807892_n.jpg

244778443_169951798571739_1118998977203335503_n.jpg

244985418_928909967698685_627357365396516063_n.jpg

244805945_658939771771062_7129110430991325505_n.jpg

Tiltekt í reiðhöllinni

Til stendur að taka til í reiðhöllinni næsta föstudag um kl 16.30. Vonandi eru einhverjar sem sjá sér fært um að koma og hjálpa okkur. Ætti ekki að taka meira en 2 - 3 tíma.

Kv Reiðhallarnefndin

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Það er ekki nóg að hesturinn sé í formi, knapinn þarf að vera það líka.
Framlag Mosfellsbæjar til afreksþjálfunar er 10 árskort í íþróttamiðstöðina að Varmá.
Ætlað fyrir keppnisfólk á öllum aldri, enn hvetjum alla áhugasama að sækja um kort.
Þau sem vilja nýta sér þetta sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til sunnudaginn 26.9.21

Reiðhöllinn

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hjá verktaka er höllinni opin þar til hann kemst í verkið. Við munum láta ykkur vita um leið og við vitum hvenær þarf að loka.

Knapamerki bóklegt - stig 3 og 4 (og 5)

Hestamannafélagið Hörður býður upp á bóklega knapamerkjakennslu í haust 2021.

Lágmarks þátttaka eru fjórir á hverju stigi. Kennari er Sonja Noack.
Stefnt er að því að verkleg kennsla hefjist í janúar 2022 ef næg þátttaka fæst. *
Athugið það verður ekki boðið aftur upp á bóklegt nám í knapamerkjum 3, 4 og 5 fyrr en næsta haust (2022) Ef lokið er verklegu námi í einhverju stigi knapamerkis og stefnt á að taka næsta stig, þarf að klára bóklega námið núna í haust. Einnig er ennþá betra að fara í bóklega námið núna í haust áður en farið er í verklega hlutann í vetur.

Knapamerki 1 og 2 verða í boði eftir áramót bóklegt og verklegt saman.

Upplýsingar um námið http://knapamerki.is/

Kennsluáætlun bóklega námsins í haust:

• Knapamerki 3. Kennt á miðvikudögum kl. 17:30-19:00 • Kennsla hefst 01. september, 4 skipti og svo próf (1klst)
• Knapamerki 4. Kennt á miðvikudögum kl. 19:00-20:30 • Kennsla hefst . 01. september, 4 skipti og svo próf (1klst)
• Knapamerki 5. verður bara kennt ef nógu margir hafa áhuga, endilega sendið email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í skilaboð á facebook messenger Hestamannafélag Hörður

Dagsetningar: Miðvikudaga 01. / 08. / 15. / 22. September Próf: 29. september

Verð: bóklegt Knapamerki 3 og 4 - börn og unglingar kr. 14.000 bóklegt Knapamerki 3 og 4 fullorðnir kr 16 000

Nemendur þurfa að útvega sér kennslubækur fyrir fyrsta tímann og fást þær í m.a. í Líflandi og Ástund. Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og senda þarf staðfestingur á greiðslu á sama netfang. Leggja skal inn á þennan reikning: 549-26-2320 og kennitalan er: 650169-4259

baekur-allar-kropp-1500.jpg