Hnakkfastur – sætisæfinganámskeið fyrir *meira vanir / krefjandi*

 
Áseta knapans er eitt þvi mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og síðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur siður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér einungis á sig og sinn líkama án þess að þurfa að stjórna hestinum. Gerum æfingar bæði á hesti og á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi. Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar nemandinn hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis.
Max 6 manns. Nemendur fá hest til afnota.
Kennt verður í 6 skipti á þriðjudögum kl 18:00
 
Dagsetningar 2022:
08. mars
15. mars
22. mars
29. mars
05. apríl
12. apríl
 
Kennari verður Fredrica Fagerlund
Verð: 19.000 kr