Lausganga hunda

Hundaeftirlitsmanni og Mosfellsbæ hefur borist fjölmargar kvartanir vegna lausagöngu hunda í hestahúshverfinu.

Lausaganga hund er óheimil skv. hundasamþykkt Mosfellsbæjar og gildir það einnig um hesthúsahverfið.

Við vorum beðnir að koma þessa skilaboðum til eigenda hesthúsa á svæðinu að hafa hunda sína ekki lausa.

Hundaeftirlitsmaður mun fylgjast með málinu og fara í aðgerðir við handsömun hunda ef ástand lagast ekki.

Tómas G. Gíslason

Umhverfisstjóri Mosfellsbæjar

e.s. Hundar eru líka stranglega bannaðir í reiðhöllinni.

Reiðhallarlyklar

 
Minnum félagsmenn á að panta reiðhallarlyklinum, annars er þeirra lyklum lokað. Þeir sem vilja vera í áskrift (opnast sjalfkrafa aftur ár eftir ar), þurfa panta sérstaklega fyrir það. Margir búin að nýta sér það nú þegar.
EKKI er sendur greiðsluseðill á þá sem ekki eru í áskrift eða hafa pantað lykil án áskriftar. Með þessu sparast mikill tími og peningar fyrir félagið. Það er stór hópur sem vill ekki áskrift en vill panta þegar og ef þeim hentar. Því er ekki hægt að senda geiðslukröfu á alla sem voru með lykil 2020.
Stjórnin

Aftur á bak - uppbyggjandi og styrkjandi námskeið

Aftur á bak er námskeið fyrir þá reiðmenn sem hafa misst kjarkinn / orðið hrædd -ir á einhverjum tímapunkti í sinni hestamennsku. Ástæðurnar geta verið margskonar, dottið af baki , eignast börn eða kjarkurinn/ hræðslan bara bankað uppá.
Oddrún hefur mikla reynslu á námskeiðum sem þessum og mun kennslan á þessu námskeiði vera á forsendum hvers og eins nemanda og öryggið alltaf í fyrirrúmi.
Hámark 4 i hóp.
Kennari: Oddrun Ýr
 
Kennt verður á mánudögum kl 1930
18. janúar
25. janúar
01. febrúar
08. febrúar
15 febrúar
22 febrúar
 
Verð: 19000kr
 
135523598_462787614885896_2944436703956761177_n.jpg

Gamlársreið

Vegna sóttvarnarreglna verður engin Gamlársreið á vegum félagsins.

Gleðilega hátíð og gætum vel að dýrunum okkar í komandi sprengjuregni.

 

Stjórnin  

Jóla- og nýárskveðjur

Kæru félagar

Gleðileg jól og farsælt komandi ár og takk fyrir það gamla 🙂
Þetta hefur verið skrítið ár og allt öðruvísi enn allt sem áður hefur verið ! Við erum samt sem áður heppinn að hafa getað haldið áfram að stunda útreiðar og njóta góðra stunda með fjórfættum vinum okkar! Líka hefur mikið gerst á þessu ári hjá félaginu og hlökkum við til næsta árs og vonum að tímarnir verðu aftur eðlilegri. Höldum áfram að hafa gaman að hestamennskunni, tölum saman, tökum tillit og verum góð við hvort annað ❤️
 
Gleðilega hátíð !jolahörður1.jpg

Ræktunarmaður Harðar 2020

Árlega er valinn ræktunarmaður Harðar og hlýtur hann að launum áletraðann farandbikar til varðveislu í eitt ár. Nú er leitað að ræktunarmanni Harðar 2020 en til að koma til greina þarf hross ræktað af félagsmanni að hafa verið sýnt í kynbótadómi á árinu 2020.
 
Vitað er um eitt hross í eigu félagsmanns sem hlaut 8,61 í aðaleinkunn kynbótadóms á árinu 2020. Þeir sem eiga hross sem hlotið hefur hærri einkunn eiga að sjálfsögðu tilkall til bikarsins og eru þeir beðnir að hafa samband við Hinrik Gylfason í síma 8939919 fyrir lok janúar 2021

Knapamerki 2021 - Knapamerki 1, 2 og 3

 
Knapamerki 1 og 2 er bóklegt og verklegt námk. Knapamerki 3 er bara verkelgt. Bóklegt verður boðið upp á seinna.
Öll námskeið eru auglýst með fyrirvara um næga þátttöku og tímasetningu og jafnframt með fyrirvara um innsláttarvillur í auglýsingatexta.
 

Knapamerki 1 – Námskeið - bóklegt og verklegt

  • Að undirbúa hest rétt fyrir reið
  • Geta teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
  • Geta farið á og af baki beggja megin
  • Kunna rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
  • Geta setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
  • Geta framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
  • Geta skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi áseta)
  • Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum

Kennt verður 2 bóklega (1,5h) og 8 verklegir tímar (plús verklega próf og bóklega próf),

Námskeið byrjar á bóklega tíma 4.janúar 2021 Kl 1700-1830, Aldurstakmark er 12 ára.

Dagsetningar:
Bóklegar tímar í Hardabol á mánudögum:
4.1. og 11.1. kl 1700-1830
Bóklegt próf miðvikudaginn 21. janúar 2021 – í Hardarboli Kl 1800-1900

Verklegar tímar á mánudögum kl 19-20
18. / 25. Janúar 2021
1. / 8. / 15. / 22. Febrúar 2021
01. / 08. / 15. Mars 2021

Verklegt Próf: 22mars2021 Kl 19-21

Kröfur til hestsins: Hesturinn verður að vera spennulaus og rólegur. Hesturinn þarf að hringteymast og fara um á brokki án vandarmála.

Kennari : Oddrún Sigurðardóttir 

Verð: Ungmenni 35.000 krónur með prófi og skírteini

Verð: Fullorðnir 40.000 krónur með prófi og skírteini

Knapamerki 2 – Námskeið - bóklegt og verklegt

  • Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
  • Riðið einfaldar gangskiptingar
  • Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
  • Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
  • Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
  • Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
  • Geta riðið á slökum taum
  • Sýna það í reiðmennsku & umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
  • Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis

Kennt verður 1x í viku, 3 bóklegir (3x 1,5klst á mánudögum)) og 11 verklegir tímar (á mánudögum) plús prófi. Námskeið byrjar á bóklega timanum.

Kröfur til hestsins: Hesturinn verður að vera spennulaus og rólegur. Hesturinn þarf að geta fara um á brokki á slökum taumi eða léttu taumsambandi án vandarmála. Hesturinn þarf að eiga auðveld með að tölta.

Námskeið byrjar á bóklega tíma 4.janúar 2021 Kl 1830-2000.

Dagsetningar:
Bóklegar tímar í Hardabol á mánudögum/miðvikudögum:
4.1. / 11.1. og 13.1.  kl 1830-2000
Bóklegt próf miðvikudaginn 21. janúar 2021 – í Hardarboli Kl 1800-1900

Verklegar tímar á mánudögum kl 20-21 – Kennari Oddrún Ýr
18. / 25. Janúar 2021
1. / 8. / 15. / 22. Febrúar 2021
01. / 08. / 15. / 29. Mars 2021 (enginn kennsla 22.3. vegna próf í Knapamerki 1 þann dag)
05. Apríl 2021

Verklegt Próf: 12 apríl 2021 Kl 19-21

Kennari : Oddrún Ýr Sigurðardóttir

Verð: Ungmenni 40.000 krónur
Verð: Fullorðnir 45.000 krónur

Knapamerki 3 – Æskulýðsnefnd
verklegur hluti (bóklegt verður í fjarkennslu, sérnámskeið)

  • Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
  • Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
  • Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
  • Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
  • Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
  • Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
  • Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku & umgengni
  • Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun

Kennt verður 1x í viku, á mánudögum, 20 verklegir tímar plús prófi og skírteini :

Tímasetningar: Mánudagar Kl 16-17 / 17-18

ATH: Þannig er að þessi námskeið er mjög langur og því getur verið að sökum COVID að frestum þyrfti eitthvað. Ef það gerist ætlum við að skipta námskeið í tvennt og kenna annað hluti af því á næsta vetri. Þetta gerðist fyrir Knapamerki 3 á þessu ári og eru þau að klára núna í 2021.
Einnig getur verið að við förum að hafa námskeið 2x í viku þegar liður á veturinn.


Kennari : Ragnheiður Þorvalsdóttir
Minnst 4, max 5 manns.

Námskeiðið byrjar 11. janúar 2021 og verður alveg út maí

Verð: Unglingar/Ungmenni 45.000 krónur

Knapamerki 3 – Fullorðnir
verklegur hluti
(bóklegt verður í fjarkennslu, sérnámskeið)

  • Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
  • Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
  • Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
  • Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
  • Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
  • Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
  • Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku & umgengni
  • Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun

Kennt verður 1x í viku, á miðvikuögum, 20 verklegir tímar plús prófi og skírteini :

Tímasetningar: Miðvikudagur Kl 20-21

ATH: Þannig er að þessi námskeið er mjög langur og því getur verið að sökum COVID að frestum þyrfti eitthvað. Ef það gerist ætlum við að skipta námskeið í tvennt og kenna annað hluti af því á næsta vetri. Þetta gerðist fyrir Knapamerki 3 á þessu ári og eru þau að klára núna í 2021.
Einnig getur verið að við förum að hafa námskeið 2x í viku þegar liður á veturinn.

Kennari : Sonja Noack
Minnst 4, max 5 manns.

Námskeiðið byrjar 13. janúar 2021

Verð: Fullorðnir 49.000 krónur


Nánari um knapamerki:
www.knapamerki.is

 Skráning:

skraning.sportfengur.com

 

Námskeið 2021

Flest námskeið eru komnar inn á 

 

Námskeið fyrir börn

Námskeið fullorðnir

 

Skráning fer fram í gegnum skraning.sportfengur.com en það liggur enn niðri svo um að senda mail á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að tryggja sér pláss :)

 

 

Val á íþróttakonu-og karli Mosfellsbæjar

Það stendur yfir val á íþróttakonu-og karli Mosfellsbæjar, minnum Harðarfélaga að kjósa í kosningunni en þau Aðalheiður Anna og Benedikt eru fulltrúar hestaíþrótta og okkar Harðarmanna.