Heilbrigð sál í hraustum líkama

Það er ekki nóg að hesturinn sé í formi, knapinn þarf að vera það líka.
Framlag Mosfellsbæjar til afreksþjálfunar er 10 árskort í íþróttamiðstöðina að Varmá.
Ætlað fyrir keppnisfólk á öllum aldri, enn hvetjum alla áhugasama að sækja um kort.
Þau sem vilja nýta sér þetta sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til sunnudaginn 26.9.21

Reiðhöllinn

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna hjá verktaka er höllinni opin þar til hann kemst í verkið. Við munum láta ykkur vita um leið og við vitum hvenær þarf að loka.

Ath Hjólakeppni 26.8.

HESTAMENN ATHUGIÐ!!!

Fjallahjólakeppnin Fellahringurinn verður haldin næstkomandi fimmtudag 26. ágúst og er ræst frá Varmá kl. 19:00. Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo hringi, 15 km (litla) og 30 km (stóra). Báðar leiðirnar fara inn á reiðvegi sem verður lokað á meðan keppnin fer fram.  Hestamenn eru beðnir að forðast að vera á ferli á þessum vegum þetta kvöld á meðan keppnin stendur.

 

Nánari upplýsingar og kort af leiðunum er að finna hér: https://hri.is/vidburdur/413

Knapamerki bóklegt - stig 3 og 4 (og 5)

Hestamannafélagið Hörður býður upp á bóklega knapamerkjakennslu í haust 2021.

Lágmarks þátttaka eru fjórir á hverju stigi. Kennari er Sonja Noack.
Stefnt er að því að verkleg kennsla hefjist í janúar 2022 ef næg þátttaka fæst. *
Athugið það verður ekki boðið aftur upp á bóklegt nám í knapamerkjum 3, 4 og 5 fyrr en næsta haust (2022) Ef lokið er verklegu námi í einhverju stigi knapamerkis og stefnt á að taka næsta stig, þarf að klára bóklega námið núna í haust. Einnig er ennþá betra að fara í bóklega námið núna í haust áður en farið er í verklega hlutann í vetur.

Knapamerki 1 og 2 verða í boði eftir áramót bóklegt og verklegt saman.

Upplýsingar um námið http://knapamerki.is/

Kennsluáætlun bóklega námsins í haust:

• Knapamerki 3. Kennt á miðvikudögum kl. 17:30-19:00 • Kennsla hefst 01. september, 4 skipti og svo próf (1klst)
• Knapamerki 4. Kennt á miðvikudögum kl. 19:00-20:30 • Kennsla hefst . 01. september, 4 skipti og svo próf (1klst)
• Knapamerki 5. verður bara kennt ef nógu margir hafa áhuga, endilega sendið email á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í skilaboð á facebook messenger Hestamannafélag Hörður

Dagsetningar: Miðvikudaga 01. / 08. / 15. / 22. September Próf: 29. september

Verð: bóklegt Knapamerki 3 og 4 - börn og unglingar kr. 14.000 bóklegt Knapamerki 3 og 4 fullorðnir kr 16 000

Nemendur þurfa að útvega sér kennslubækur fyrir fyrsta tímann og fást þær í m.a. í Líflandi og Ástund. Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og senda þarf staðfestingur á greiðslu á sama netfang. Leggja skal inn á þennan reikning: 549-26-2320 og kennitalan er: 650169-4259

baekur-allar-kropp-1500.jpg

Auglýsum eftir reiðkennurum fyrir veturinn 2021 / 2022

Hestamannafélagið Hörður auglýsir eftir reiðkennurum til starfa veturinn 2021/22. Í umsóknunum skal gerð grein fyrir menntun og reynslu og gott væri að fá tillögur að reiðnámskeiðum. Einnig má koma fram hvaða daga hentar best eða alls ekki. Umsóknir má senda á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 5. september næstkomandi

Farandgripir Íslandsmót

Á nýafstöðnu Íslandsmóti á Hólum í Hjaltadal voru veittir nýjir farandgripir. Hestamannafélagið Hörður gaf gripi fyrir fyrsta sæti í 250 m skeiði fullorðinsflokki ásamt 150 m skeiði í fullorðins - og ungmennaflokki. Óskum við handhöfum verðlaunanna innilega til hamingju með sigur í þessum greinum.

207822804_951585138964402_4166712443463298217_n.jpg

211271752_532962537846101_2784919774322916761_n.jpg

210436588_4209848539037652_4618705951423071562_n.jpg