Vegna reiðhallar
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, desember 01 2021 09:06
- Skrifað af Sonja
Eins og notendur reiðhallar hafa tekið efir hefur verið lagt töluvert í að laga gólfið í henni undanfarið. Þetta er nokkuð kostnaðarsamt og heilmikil vinna. Forsendan fyrir að hægt sé að hafa furuflís á gólfinu er að ALLIR taki upp skít, ekki bara eftir sinn hest heldur líka það sem einhverjum öðrum hefur yfirsést, þannig gerum við þetta saman.
Borið hefur á að sérstaklega er gengið illa um gólfið um helgar, við verðum að taka okkur tak og gera betur, það kostar of mikið að skipta út furuflís á nokkurra mánaða fresti og síst viljum við hækka gjaldið fyrir aðgang að höllinni. Þetta hangir allt saman og við getum vel vandað okkur og haft þetta allt í góðu lagi, með samvinnu.
Með kveðju frá formanni