Hæfileikamótun LH

Hæfileikamótun LH  

Auglýst er eftir umsóknum í Hæfileikamótun LH á fyrir árið 2021 fyrir unglinga á aldrinum 14-17 ára (unglingaflokkur).                                                          

Hæfileikamótun LH er fyrir unga og metnaðarfulla knapa sem hafa áhuga á bæta sig og hestinn sinn. Í þjálfuninni er lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests ásamt því að farið verður í hugræna þætti eins og markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar. Hæfileikamótun er góður undirbúningur fyrir knapa sem hafa að markmiði að komast í U-21árs landslið í hestaíþróttum þegar þeir hafa aldur til. Hópar verða starfræktir um um allt land til þess að ungir knapar víðsvegar um landið fái tækifæri til að taka þátt.                                             

https://www.lhhestar.is/is/frettir/haefileikamotun     

Landsþing Landssamband hestamannafélaga

Landsþing Landssamband hestamannafélaga haldið 27. – 28. nóv sl.

 

Á fundinum var Harðarmaðurinn Guðni Halldórsson kjörinn nýr formaður LH og óskum við honum innilega til hamingju með kjörið. 

Kosningu í aðalstjórn hlutu: Stefán Logi Haraldsson, Gréta V. Guðmundsdóttir, Sóley Margeirsdóttir, Siguroddur Pétursson, Eggert Hjartarson og Hákon Hákonarson og í varastjórn voru kjörin: Einar Gíslason, Aníta Aradóttir, Ómar Ingi Ómarsson, Ingimar Baldvinsson og Lilja Björk Reynisdóttir.  

Undanþágubeiðni til sóttvarnaryfirvalda - hestamannafélög

Undanþágubeiðni til sóttvarnaryfirvalda - hestamannafélög

 

Sjá hér neðar afgreiðslu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna óska um opnun reiðhalla.  

Líney Rut Halldórsdóttir Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands  

 

Sæl Líney

Ráðuneytið vísar til erindis þíns frá 19. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir undanþágu fyrir hönd Landssambands hestamannafélaga frá ákvæði 5. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1105/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, þess efnis að reiðhallir geti verið opnar til notkunar að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1105/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, eru íþróttir fullorðinna fæddra 2004 og fyrr, þar með taldar æfingar og keppnir, hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar.

Einstaklingsbundnar æfingar fullorðinna fæddra 2004 og fyrr án snertingar eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing. Bent er á að skv. 6. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar eru æfingar og íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri, inni og úti, með og án snertingar heimilar.

Ráðuneytið hefur veitt nokkrar undanþágur á grundvelli 3. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar. Þær hafa verið háðar því annars vegar að um sé að ræða íþróttastarf fyrir einstaka viðburði, þ.e. alþjóðlegra viðburða annaðhvort hér á landi eða erlendis, sbr. 3. mgr. 8. gr., og að tilteknar upplýsingar liggi fyrir m.a. um æfingatíma, nafnalista afreksíþróttamanna og æfingastað.

Með vísan til jafnræðissjónarmiða sem og þess sem að framan er rakið er Landssambandi hestamannafélaga hafnað um umbeðna undanþágu til að hafa íþróttamannvirki opin til notkunar.

Upplýst er að nú þegar er hafin endurskoðun á gildandi reglugerð og er áætlað að ný taki gildi 2. desember 2020. Sjónarmið Landssambands hestamannafélaga sem og annarra sérsambanda ÍSÍ verða höfð til hliðsjónar við þá endurskoðun.

María Sæmundsdóttir,

lögfræðingur / Legal Advisor Heilbrigðisráðuneyti / Ministry of Health  

Uppfærðar sóttvarnarreglur fyrir hestaíþróttir  

 

Sóttvarnarreglur fyrir hestaíþróttir hafa veirð uppfærðar til samræmis við reglugerð sem gildir frá 18. nóvember til 1. desember. Sjá hér: https://www.lhhestar.is/is/covid  

„Á tímabilinu eru æfingar barna og ungmenna fæddum 2005 og síðar heimilar, keppni er þó ekki heimil meðan reglugerðin gildir. Æfingar og keppni eldri iðkenda (fæddum 2004 og fyrr) hvort sem er innan eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar.“  

Æfingar fullorðinna í reiðhöllum eru óheimilar og því ber að hafa félagsreiðhallir lokaðar fyrir almennri notkun. Skipulagðar æfingar barna á grunnskólaaldri eru heimilaðar.   

 

Berglind Karlsdóttir Framkvæmdastjóri Landssamband hestamannafélaga  

Landslið

Landssamband hestamannafélaga kynnti á dögunum nýtt A-landslið fullorðinna og U21.
Eigum við Harðarfélagar knapa í báðum hópum.

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir var valin í A-landsliðið og Benedikt Ólafsson í U21.

Óskum við þeim báðum til hamingju með árangurinn, glæsilegir fánaberar og stolt okkar Harðarmanna.

a.jpgb.jpg

Reiðhöllin – Reiðmaðurinn 

Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hefur undanþágu frá Menntamálaráðuneytinu um að námið sé á háskólastigi og því sé reiðhöllin sé kennslustofa fyrir nemendur skólans.

LBHI hefur verið með reiðhöll Harðar á leigu fyrir Reiðmanninn 2 og 3.  Aðrar reiðhallir víða um landið hafa einnig heimilað LBHI afnot af sínum reiðhöllum og LBHI mun bera ábyrgð á sóttvörnum meðan á námskeiðum þeirra stendur.

Stjórnin     

Reiðhöllin

FMOS hefur undanfarin ár verið með leigusamning um reiðhöll Harðar,  ½ höllina fyrir hádegi á virkum dögum.  Þar fer fram verklegi hluti Hestabrautarinnar.  Kennsla fer fram samkvæmt námsskrá og fellur því undir skólahald. Aðrar hestabrautir s.s. á Suðurlandi, Sauðárkróki og á Hólum fara fram í kennslustofum (reiðhöllum) og kennsla er undaskilin, enda gæta skólarnir sjálfir að og bera ábyrgð á sínum sóttvörnum.  Það er munur á skólahaldi samkvæmt námskrá og almennum námskeiðum þar sem félagsmenn þróa og bæta sína reiðmennsku eða æfa og þjálfa fyrir keppni. FMOS mun því hafa afnot af höllinni og bera ábyrgð á sínum sóttvörnum.  Að öðru leyti er reiðhöllin lokuð, eins og áður hefur veirð auglýst.

Stjórnin  

Einkatímapakki með Arnar Bjarki Sigurðarson - Haustnámskeið

Við vonum að í lok nóvember sé aftur hægt að vera með einkatíma og ætlum við að vera vongóð og stefna á námskeið :)
 
Arnar Bjarki er með Bsc gráðu frá Háskólanum á Hólum í reiðmennsku og reiðkennslu, var þjálfari U21 landsliðs LH og er einnig alþjóðlegur kynbótadómari, auk mikillar reynslu á sviði íþróttakeppna.
 
Einkatímar 5x30min
Dagsetningar (Þriðjudagar):
24.11.
1.12.
8.12.
15.12.
22.12.
 
Tímar verða milli 19-22 jafnvel eitthvað fyrr.
Verð: 30000isk
 
Skráning: í gegnum This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
ATH: Það þarf allavega 6 manns að við getum halda þennan námskeið.
119967918_4437240582983782_7022472311099214083_n.jpg