Árskýrsla mótanefndar 2021
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, október 27 2021 16:38
- Skrifað af Sonja
Nefndi var óvenjulega stór og vel skipuð ár:
- Ragnheiður Þorvaldsdóttir (formaður)
- Kristinn Sveinsson
- Sigurður H. Örnólfsson
- Rakel Katrín Sigurhanssdóttir
- Ásta Friðjónsdóttir
- Jón Geir Sigurbjörnsson
- Súsanna Katarínaa Sand Guðmundóttir
Eftirfarandi mót voru haldin í vetur
3 vetrar mót:
Grímutölt Fiskbúðarinnar Mosfellsbæjra, Lækjabakkamótið og Fákafarsmótið. Grímutöltsmótið var haldið inn í höllinni hjá okkur og mættu rúmlega 30 keppendur til leiks. Seinni tvö vetar mótinn okkar voru svo haldin út á vellinum hjá okkur, meðal annars vegna Covid reglna um mótahald. Í hvoru móti fyrir sig voru rúmlega 50 skráningar
Opna Gæðingarmótið
Opna Gæðingarmót Harðar var haldið helgina 8-9 maí. Mótið var með hefðbundnum hætti. Þátttakendur voru tæplega 100 og var góð stemming meðal þátttakenda, dómara, sjálfboðaliða og annar sem komu að mótinu.
Opna Mosfellsbæjarmeistarmótið
Opna Mosfellsbæjarmeistarmótið var haldið 4-6 júni. Keppt var í als 32 flokkum og 270 skráningar. Mótið tókst í alls staði vel, mikil ánægja var bæði meðal þátttakanda, dómar og sjálfboðaliða. Þar sem við víxluðum íþróttamóti og gæðingamóti, færðist unghestakeppni yfir á þetta mót.
Tölumót Harðar
Vegna úrtöku fyrir Íslandsmót var sett upp tölumót 24.júni þar boðið var upp á allar greinar í meistara flokki (T1, T2, V1, F1 PP1). Þetta mót reyndist vel og mættu als 70 þátttakendur til leiks.
Auk þess var fjárfest í nýjum spjaldtölvum fyrir dómara, reyndust mjög vel og auðvelduðu okkur til muna mótahaldið..
Mótanefndi þakkar öllum sem tók þátt, keppendur, dómurum og sjálfboðaliðum fyrir frábæra samveru og sjáumst hress á næsta ári.
Fyrir hönd mótanefndar
Ragnheiður Þorvaldsdóttir