- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, júní 08 2020 20:11
-
Skrifað af Sonja
Það mættu um 50 manns í kirkjureiðina undir dyggri fararstjórn Lillu. Um 70 manns mættu í kirkjukaffið í Harðarbóli þar sem borð svignuðu undan kræsingum. Þar báru hæst brauðterturnar sem Kata smurði og skreytti af sinni alkunnu snilld.
Félagið þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóginn, þið stóðuð ykkur með miklum sóma. Án ykkar væri félagið fátækara.
Stjórnin
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júní 02 2020 11:09
-
Skrifað af Sonja
Úthlutum beitarhólfa er nánast lokið. 2 - 3 mál standa útaf borðinu og verða afgreidd núna í vikunni. Allir sem hafa fengið úthlutað eru búnir að fá kröfu fyrir beitinni í heimabankann sinn og er eindagi 10. júní. Vinsamlega greiðið fyrir eindaga. Það er mjög áríðandi að láta félagið vita ef einhver ætlar ekki að nota úthlutaða beit, svo hægt sé að úthluta henni til annarra félaga.
Minnum á reglurnar um beit sem finna má á heimasíðu félagsins. Girðingar skulu vera í lagi og amk annar strengurinn vírstrengur. https://hordur.is/index.php/felagid/beitarholf
Af gefnu tilefni eru félagar beðnir um að bjóða öðrum félögum að ýta með sér beitina, ef þeir nota ekki alla beitina sjálfir. Það er betra að stykkin séu nýtt til að losna við sinu, en einnig að beitarhólf eru takmörkuð gæði og því eðlilegt að sem flestir félagar fái að njóta.
Sleppidagur verður auglýstur síðar, en venjan er í krongum 10. júní.
Stjórnin
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júní 04 2020 14:40
-
Skrifað af Sonja
Minnum á Kirkjureiðina í Mosfellskirkju nk sunnudag. Lagt af stað úr Naflanum kl 13.00. Karlakór Kjalnesinga syngur og Jóhannes grínari verður með ávarpið. Kirkjukaffi í Harðarbóli að athöfn lokinni. Brauðtertur, vöfflur, kleinur og heitt súkkulaði.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, maí 29 2020 20:17
-
Skrifað af Sonja
Hestamenn úr hestamannafélaginu Herði í Mosfellsbæ koma ríðandi á fákum sínum til Guðsþjónustu.
Lagt verður af stað frá Naflanum kl 13.00 og riðið verður inn hinn fagra Mosfellsdal að hinum forna og sögufræga kirkjustað Mosfelli. Gætt verður að 2m reglunni. Allir velkomnir.
Ræðumaður verður Jóhannes Kristjánsson, skemmtikraftur.
Félagar úr karlakór Kjalnesinga munu syngja og leiða safnaðarsöng undir stjórn Þóðar Sigurðarsonar kórstjóra og organista.
Prestur sr. Ragnheiður Jónsdóttir
Kirkjuvörður: Bryndís Böðvarsdóttir
Kirkjukaffi verður að athöfn lokinni í boði hestamannfélagsins í félagshúsi þeirra Harðarbóli í hesthúsahverfinu.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, júní 03 2020 14:23
-
Skrifað af Sonja
Árlegt gæðingamót Harðar verður haldið helgina 13-14. Júní og verður það opið öllum! Skráning verður frá miðvikudeginum 3. júní til mánudagsins 8. júní. Ef óskað er eftir að skrá eftir þann tíma er skráningargjaldið tvöfalt. Skráning er í gegnum Sportfeng.
Eftirfarandi flokkar eru í boði en skráningargjaldið er 6000kr í fullorðins flokkana og 5000kr í yngri flokkana, skeiðgreinar og unghrossakeppnina. Hvetjum fólk til að skrá sig tímanlega;)
- A-flokkur (gæðingaflokkur 1)
- A-flokkur áhugamenn (gæðingaflokkur 2)
- B-flokkur (gæðingaflokkur 1)
- B-flokkur áhugamenn (gæðingaflokkur 2)
- Barnaflokkur
- Unglingaflokkur
- A-flokkur ungmenna
- B-flokkur ungmenna
- Pollar teymdir
- Pollar ríða sjálfir
- Tölt T3 2. Flokkur
- Tölt T3 1. Flokkur
- Tölt T1 meistaraflokkur
- 100 metra skeið
- 100 metra stökk
- Unghrossakeppni (aðeins fyrir félagsmenn)
Hlökkum til að sjá ykkur!
ATH mótanefnd áskilur sér rétt til að fella niður/sameina flokka ef ekki næg skráning næst.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Miðvikudagur, maí 27 2020 09:06
-
Skrifað af Sonja
Fimmtudaginn 28. maí verður kynning á hestakjörsviði Opinnar stúdentsbrautar í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Ef þú hefur áhuga á hestum þá er þetta kjörið tækifæri til að kynna sér námsleið þar sem þú fléttar saman áhugamál og nám. Ef þetta er eitthvað fyrir þig þá smelltu á meðfylgjandi hlekk á viðburðinn þá vitum við hvað við eigum von á mörgum í hús. Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir líka og þurfa þá einnig að skrá sig.
Hlekkur á viðburðinn: https://www.facebook.com/events/1332591247131349/
Kær kveðja,
reiðkennarar FMOS.