Við fengum tilkynningu frá Umbúðamiðlun
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, nóvember 23 2020 18:01
- Skrifað af Sonja
Undanþágubeiðni til sóttvarnaryfirvalda - hestamannafélög
Sjá hér neðar afgreiðslu frá heilbrigðisráðuneytinu vegna óska um opnun reiðhalla.
Líney Rut Halldórsdóttir Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
Sæl Líney
Ráðuneytið vísar til erindis þíns frá 19. nóvember 2020 þar sem óskað er eftir undanþágu fyrir hönd Landssambands hestamannafélaga frá ákvæði 5. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1105/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, þess efnis að reiðhallir geti verið opnar til notkunar að uppfylltum tilteknum skilyrðum.
Samkvæmt 5. mgr. 5. gr. reglugerðar nr. 1105/2020, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, eru íþróttir fullorðinna fæddra 2004 og fyrr, þar með taldar æfingar og keppnir, hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar.
Einstaklingsbundnar æfingar fullorðinna fæddra 2004 og fyrr án snertingar eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing. Bent er á að skv. 6. mgr. 5. gr. reglugerðarinnar eru æfingar og íþróttastarf barna á leik- og grunnskólaaldri, inni og úti, með og án snertingar heimilar.
Ráðuneytið hefur veitt nokkrar undanþágur á grundvelli 3. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar. Þær hafa verið háðar því annars vegar að um sé að ræða íþróttastarf fyrir einstaka viðburði, þ.e. alþjóðlegra viðburða annaðhvort hér á landi eða erlendis, sbr. 3. mgr. 8. gr., og að tilteknar upplýsingar liggi fyrir m.a. um æfingatíma, nafnalista afreksíþróttamanna og æfingastað.
Með vísan til jafnræðissjónarmiða sem og þess sem að framan er rakið er Landssambandi hestamannafélaga hafnað um umbeðna undanþágu til að hafa íþróttamannvirki opin til notkunar.
Upplýst er að nú þegar er hafin endurskoðun á gildandi reglugerð og er áætlað að ný taki gildi 2. desember 2020. Sjónarmið Landssambands hestamannafélaga sem og annarra sérsambanda ÍSÍ verða höfð til hliðsjónar við þá endurskoðun.
María Sæmundsdóttir,
lögfræðingur / Legal Advisor Heilbrigðisráðuneyti / Ministry of Health
Sóttvarnarreglur fyrir hestaíþróttir hafa veirð uppfærðar til samræmis við reglugerð sem gildir frá 18. nóvember til 1. desember. Sjá hér: https://www.lhhestar.is/is/covid
„Á tímabilinu eru æfingar barna og ungmenna fæddum 2005 og síðar heimilar, keppni er þó ekki heimil meðan reglugerðin gildir. Æfingar og keppni eldri iðkenda (fæddum 2004 og fyrr) hvort sem er innan eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar.“
Æfingar fullorðinna í reiðhöllum eru óheimilar og því ber að hafa félagsreiðhallir lokaðar fyrir almennri notkun. Skipulagðar æfingar barna á grunnskólaaldri eru heimilaðar.
Berglind Karlsdóttir Framkvæmdastjóri Landssamband hestamannafélaga
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hefur undanþágu frá Menntamálaráðuneytinu um að námið sé á háskólastigi og því sé reiðhöllin sé kennslustofa fyrir nemendur skólans.
LBHI hefur verið með reiðhöll Harðar á leigu fyrir Reiðmanninn 2 og 3. Aðrar reiðhallir víða um landið hafa einnig heimilað LBHI afnot af sínum reiðhöllum og LBHI mun bera ábyrgð á sóttvörnum meðan á námskeiðum þeirra stendur.
Stjórnin
Samkvæmt tilmælum frá ÍSÍ og sóttvarnaryfirvöldum skulu allar reiðhallir vera lokaðar til 17. nóvember nk.
Stjórnin
Landssamband hestamannafélaga kynnti á dögunum nýtt A-landslið fullorðinna og U21.
Eigum við Harðarfélagar knapa í báðum hópum.
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir var valin í A-landsliðið og Benedikt Ólafsson í U21.
Óskum við þeim báðum til hamingju með árangurinn, glæsilegir fánaberar og stolt okkar Harðarmanna.
FMOS hefur undanfarin ár verið með leigusamning um reiðhöll Harðar, ½ höllina fyrir hádegi á virkum dögum. Þar fer fram verklegi hluti Hestabrautarinnar. Kennsla fer fram samkvæmt námsskrá og fellur því undir skólahald. Aðrar hestabrautir s.s. á Suðurlandi, Sauðárkróki og á Hólum fara fram í kennslustofum (reiðhöllum) og kennsla er undaskilin, enda gæta skólarnir sjálfir að og bera ábyrgð á sínum sóttvörnum. Það er munur á skólahaldi samkvæmt námskrá og almennum námskeiðum þar sem félagsmenn þróa og bæta sína reiðmennsku eða æfa og þjálfa fyrir keppni. FMOS mun því hafa afnot af höllinni og bera ábyrgð á sínum sóttvörnum. Að öðru leyti er reiðhöllin lokuð, eins og áður hefur veirð auglýst.
Stjórnin
Auglýstum aðalfundi félagsins hefur verið frestað vegna sóttvarnarreglna. 20 manna fjöldatakmarkanir gilda til 10. nóvember nk. Aðalfundurinn verður auglýstur að þeim tíma liðnum.
Stjórnin