Opið kynningarfundur um gæðingafimi LH, laugardaginn 6. Febrúar kl. 11.

 
Fundurinn verður aðgengilegur á facbooksíðu Alendis þar sem hægt verður að fylgjast með live og fyrir þá sem vilja fara inn á Teamsfundinn með link og geta þá tekið þátt í umræðum eftir kynninguna. https://www.facebook.com/events/2741538229442233
Í kjölfar kynningarinnar kl 12:30 verður haldið stutt prufumót og verða dæmdar sýningar á öllum stigunum þremur.
Vonandi sjá sem flest félög möguleika til að halda mót í greininni fyrir sína félagsmenn
Hér er linkur á reglurnar fyrir þá sem vilja kynna sér þær fyrir fundinn https://www.lhhestar.is/static/files/Landsting/2020/reglur-um-gaedingafimi-lh-no-vember-2020.pdf

Ræktunarmaður Harðar

Á dögunum var afhentur bikar fyrir ræktunarmann Harðar en hann er gefinn af Ernu Arnardóttur og Hinrik Gylfasyni og veittur fyrir fyrir hæðst dæmda kynbótahrossi liðins árs, sem ræktað af Harðarfélaga.

Bikarinn fyrir 2020 hlaut Þröstur Karlsson fyrir hestinn Tuma frá Jarðbrú IS2014165338. Tumi er undan Trymbli frá Stóra Ási og Gleði frá Svarfhóli og  hlaut í kynbótadómi á vorsýningu á Hólum í Hjaltadal 8,56 fyrir sköpulag og 8.63 fyrir hæfileika sem gerir aðaleinkunn upp á 8,65 (8,62 án skeiðs).  Kynbótamat Tuma er upp á 121 og skartar hann meðal annars 9 fyrir tölt, brokk, samstarfsvilja og fegurðar í reið. 

Hestamannafélagið Hörður óskar Þresti til hamingju með glæsilegan árangur í kynbótastarfi og að hljóta þennan fallega bikar sem gefinn hefur verið frá árinu 2002.

Myndir

1. Formaður Harðar Margrét Dögg Halldórsdóttir afhendir Þresti Karlssyni bikarinn

2. Tumi frá Jarðbrú, mynd Louisa Hackl

md.JPG

tum_i.JPG

Myndbönd á Worldfeng

Á aðalfundi félagsins 27. janúar síðastliðinn var samþykkt að kaupa aðgang að myndböndum í World Feng fyrir alla skuldlausa félagsmenn.  Þessi aðgangur hefur nú verið virkjaður.

Hestamannafélögum býðst að kaupa aðgang að myndböndunum fyrir sína félagsmenn fyrir 350 kr. á ári fyrir hvern félagsmann 18-69 ára, en almennur aðgangur kostar annars 4.990 á ári fyrir hvern notanda.  Mikil söguleg verðmæti liggja í myndböndum frá landsmótum liðinna ára, þarna er skrásett saga landsmóta og kynbótasaga íslenska hestsins svo fátt eitt sé nefnt.

Stjórnin

1585690083_screenshot-2020-03-31-at-18.03.16.png

Heyefnagreining

Viltu vita hvað þú ert að gefa hestinum þínum ?

Hestamenn sem hafa prófað að senda okkur sýni í heyefnagreiningu gera það aftur og aftur. 

Minni greining: Meltanleiki, prótein, tréni og sykur + orkuútreikngur, útreiknað gjöf pr dag og viðmið 5.553.-

Stærri greining: Bætist við stein- og snefilefni 11.176.-

Verð eru með vsk

Viðmið fylgja og útreikningar fyrir heygjöf á dag miðað við þitt hey.

Sýnishorn niðurstöðurblað,http://efnagreining.is/wp-content/uploads/2019/01/P%C3%B6ntun-426-H%C3%BAs-Helganna-ehf-Efnagreining-ehf_-2.pdf

Sendið okkur 100-200 gr. af heysýni í poka og í rauðan poka á sem fæst á pósthúsi.

Efnagreining ehf, Lækjarflóa 10 a  300 Akranesi

Nánari upplýsingar í Beta sími 6612629

Aðalfundur félagsins var haldinn í gærkvöldi 27. jan.

Fundurinn tókst mjög vel og var vel sóttur.  Nýr formaður var kjörinn Margrét Dögg Halldórsdóttir.  Nýir stjórnarmenn voru kjörnir Aðalheiður Halldórsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson og Magnús Ingi Másson.  Bjóðum við þau velkomin í stjórn.  Úr stjórn gengu Gígja Magnúsdóttir, Haukur Níelsson, Ólafur Finnbogi Haraldsson og Hákon Hákonarson.

Á fundinum lá fyrir tillaga stjórnar að félagsgjöldum fyrir 2021.  Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta. Fullt gjald eða 15.000 kr greiða 22ja – 70 ára, börn og unglingar að 18 ára aldri verða gjaldfrjáls, 18 – 22ja ára greiða 50% gjald eða 7.500 kr og 70 ára og eldri greiða 50% eða 7.500 kr.  

Nýungin er sú að börn og unglingar eru gjaldfrjáls að 18 ára aldir og að 70 ára og eldri greiða 50% gjald og að innifalið í árgjaldi er aðgangur að myndefni Worldfengs.

Aðalfundur - Reiðhöllinn lokuð

Ath vegna Aðalfundar félagsins verður reiðhöllinn lokuð í kvöld kl 1930 og þangað til að fundi er slítið !
Allir eru hvattir til að mæta á (fjar-)fundin, endilega skrá ykkur á fjarfund á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með kt, fullt nafn og emailið og þá fáið þið link sent.

Aðalfundur

Minnum á aðalfund félagsins miðvikudaginn 27. janúar kl 20.30. 

Fundurinn verður haldinn í reiðhöllinni, en einnig verður boðið upp á fjarfund.

Reiðhöllin verður hólfaskipt með tilliti til sóttvarna, stólar í boði, sér inngangur í hvert sóttvarnarhólf og hvert hólf með sitt salerni.  Grímur og spritt á staðnum.  

Þeir sem vilja nýta sér fjarfund þurfa að skrá sig sérstaklega með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..  Þar þarf að koma fram nafn, kennitala og netfang.  Þeir fá síðan senda slóðina fyrir fjarfundinn.  

Skýrslur nefnda, ársreikningurinn og skýrsla stjórnar verða aðgengileg á heimasíðu félagsins og verða því EKKI lesnar upp á fundinum, aðeins opið fyrir fyrirspurnir. Félagsmenn eru því hvattir til að kynna sér skýrslurnar og ársreikninginn á netinu fyrir fundinn. 

Stjórn félagsins hvetur félagsmenn til þátttöku, en því miður er ekki hægt að halda aðalfund með almennum hætti vegna sóttvarnarreglna.  Fundinn átti að halda 28. október sl., en hefur verið frestað nokkrum sinnum vegna aðstæðna.

Stjórnin.