Firmakeppni Harðar 2021

Kæru Harðafélagar

Nú er komið að hinni árlegu Firmakeppni Harðar og fer mótið fram núna á laugardaginn 1.maí. og hefst klukkan 13:00

Mótið verður með firmasniði á skeiðbrautinni, sem sagt fjórar umferðir á hest, hægt tölt að reiðhöllinni og yfirferðargangur (frjáls gangtegund) frá reiðhöllinni aftur.

En pollaflokkur og barnaflokkur fara fram á hringvelli.

Flokkarnir sem verða í boði eru:

- Pollaflokkur (inni á hringvelli)

- Barnaflokkur (inni á hringvelli)

- Unglingaflokkur

- Ungmennaflokkur

- 3. flokkur

- 2. flokkur

- 1. flokkur

- Heldri menn og konur (60+)

Jafnframt verður boðið upp á keppni í 100 metra tímatöku á brokki, tölti, stökki og skeiði

Skráning fer fram í anddyri reiðhallarinnar á mótsdegi á milli 11 og 12. Minnum alla á að gæta að sóttvörnum og fara eftir öllum gildandi reglum.

Kveðja, Mótanefnd 

https://fb.me/e/7791bbpDb