Kvennareið
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, maí 10 2021 10:02
- Skrifað af Sonja
Kæru Harðarkonur!
Þá sjáum við loksins fram á með rýmkun á fjöldatakmörkunum að Frúarreiðin okkar árið 2021 verði að veruleika 😊
15. maí næstkomandi munum við ríða frá Sörla í Hafnarfirði og hingað heim í Hörð. Það er 50 kvenna hámark og við ætlum því að láta Harðarfélaga hafa forgang, þið sendið bara línu á Stínu ( Kristín Halldórsdóttir ) ef þið eruð með vinkonu úr öðru félagi sem vill koma með, það verður mögulega pláss þegar við sjáum endanlega fjöldann.
Það er líka 20 ára aldurstakmark, engar undanþágur. Kostnaður er 5000 krónur á hverja konu, leggist inn á 0370-26-010959 kt 010959-5279 sem allra fyrst. Greiðsla er staðfest skráning (setjið nafn í skýringu). Nánara skipulag verður sent út á næstu dögum. Fyrirvarinn er ekki mikill, þó þessi dagsetning hafi verið frátekin, og konur þurfa að koma sínum hestum sjálfar á upphafsstað. Þetta er tveggja hesta ferð. Möguleiki að fá sendan hest á stopp um miðja leið ef einhverjar treysta sér ekki að teyma aukahest. Hver kona þarf að skipuleggja slíkt sjálf. Það verða léttar veitingar á leiðinni en líkast til verður ekki borðað saman og „djammað“ eftir að heim er komið. Smitvarnir og takmarkanir hamla slíku mjög, því miður. Þá er bara að skrá sig og finna flottan varalit! Og hafa grímuna í vasanum 😉
Ferðanefndin