Sirkus Helgarnámskeið
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, janúar 20 2021 16:45
- Skrifað af Sonja
Vorfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 1. feb. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni.
Nám allra stiga er allt í fjarnámi, engar staðbundnar lotur. Námið hefur verið afar vinsælt til fjölda ára og þátttakendur komið frá mörgum íþróttagreinum. Námið veitir réttindi til íþróttaþjálfunar og jafnframt rétt til áframhaldandi náms til frekari réttinda. Þátttökugjald á 1. stig er kr. 34.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin í því verði. Þátttökugjald á 2. stig er kr. 28.000.- og öll námskeiðsgögn eru innifalin. Gjaldið á 3. stig er kr. 40.000.- Athugið að þeir nemendur/þjálfarar sem koma frá fyrirmyndarfélögum/-deildum ÍSÍ fá 20% afslátt af námskeiðsgjaldi.
Skráning er rafræn og þarf henni að vera lokið fyrir mánudaginn 1. feb. Rétt til þátttöku á 1. stigi hafa allir sem lokið hafa grunnskólaprófi.
Slóð á skráningu á öll stig í sumarfjarnámi þjálfaramenntunar ÍSÍ 2021
http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/skraning-i-thjalfaramenntun/
Allar nánari uppl. um fjarnámið og þjálfaramenntun ÍSÍ gefur Viðar Sigurjónsson í síma 460-1467 & 863-1399 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Það er eðlilegt að hafa 12 manna hámarksfjölda í allri höllinni.
Ef vestari hlutinn er upptekinn vegna námskeiða er hámarksfjöldinn 6 í austara rýminu, sjá leiðbeiningar á skilti við innganginn.
Áhorfendur er bannaðir samkvæmt sóttvarnarreglum.
Tökum tillit til hvors annars, tölum saman og mokum skítinn þegar við á.
Stjórnin
Vegna breytinga í Harðarbóli eru nokkur klósett í boði fyrir félagsmenn. Þau eru í ágætu ásigkomulagi. Fyrstir koma, fyrstir fá. Einnig er eitthvað eftir af flúorlömpum úr reiðhöllinni fyrir þá sem geta nýtt sér.
Stjórnin
Fyrir misstök voru sendir út greiðsluseðlar fyrir félagsgjöldunum 2021. Aðalfundur ákveður félagsgjöld og því verða greiðsluseðlar ekki sendir út fyrr en að aðalfundi loknum. Bankakröfurnar voru felldar niður og því geta félagsmenn ekki greitt heimsenda greiðsluseðla. Vinsamlega hendið þeim, þið fáið nýja að aðalfundi loknum. Einhverjir náðu að greiða áður en kröfurnar voru felldar niður og er það vel. Þeir fá sendan seðil fyrir mismun, ef aðalfundur ákveður hækkun félagsgjalda.
Biðjumst afsökunar á þessum mistökum.
Stjórnin
Kjör Íþróttakonu og íþróttakarls Mosfellsbæjar 2020 verður tilkynnt miðvikudaginn 6.janúar Kl.17.00
Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu hér:
Nýjar sóttvarnarreglur fyrir taka gildi í dag með nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Sóttvarnaryfirvöld hafa samþykkt sóttvarnarreglur fyrir hestaíþróttir og eru þær í viðhengi.
Það helsta í þessum reglum er:
o Reglurnar gilda um óákveðin tíma, eða þar til næsta reglugerð heilbrigðisráðherra verður gefin út.
o Æfingar og keppni eru heimilaðar.
o Mikilvægt er að skráning iðkenda á æfingum sé nákvæm til að auðvelda smitrakningu.
o Iðkendum er óheimilt að nota sameiginlega félagsaðstöðu.
o Ekki er mælt með notkun andlitsgríma við íþróttaiðkun
Reglur varðandi keppni:
o Áhorfendur eru bannaðir.
o Mótshaldarar ættu ekki að útvega veitingar fyrir starfsfólk eða keppendur.
o Allar veitingar sem einstaklingar taka með sér skulu vera í lokuðum umbúðum.
o Skipta þarf mótssvæði upp í ytra rými (starfsmannasvæði) og innra rými (keppnissvæði)Hámarksfjöldi í rými á keppnissvæði er 50 manns.
o Hámarksfjöldi í rými á starfsmannasvæði er 20 manns.
o Mótshaldarar bera ábyrgð á að tryggja 2ja metra nálægðartakmörk milli allra ótengdra aðila.
Mótshaldarar eru beðnir um að kynna sér reglurnar vel
Hundaeftirlitsmanni og Mosfellsbæ hefur borist fjölmargar kvartanir vegna lausagöngu hunda í hestahúshverfinu.
Lausaganga hund er óheimil skv. hundasamþykkt Mosfellsbæjar og gildir það einnig um hesthúsahverfið.
Við vorum beðnir að koma þessa skilaboðum til eigenda hesthúsa á svæðinu að hafa hunda sína ekki lausa.
Hundaeftirlitsmaður mun fylgjast með málinu og fara í aðgerðir við handsömun hunda ef ástand lagast ekki.
Tómas G. Gíslason
Umhverfisstjóri Mosfellsbæjar
e.s. Hundar eru líka stranglega bannaðir í reiðhöllinni.
Aðalfundi félagsins er frestað til miðvikudagsins 27. janúar nk. Fundurinn verður amk að hluta til fjarfundur og að hluta til í Harðarbóli eða reiðhöll félagsins. Nánar auglýst síðar. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundatstörf samkvæmt 5. gr félagsins.
Stjórnin