Rýmkun á takmörkunum frá 25. maí til 21. júní
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, maí 27 2020 09:03
- Skrifað af Sonja
Okkur öllum til mikillar gleði þá getur íþróttaiðkun allra aldurshópa í landinu nú farið fram án takmarkana.
Áfram verða þó fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum sem og öðrum viðburðum, þannig að ekki mega fleiri en 200 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Það þýðir að takmarkanir verða á fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum.
Félagið hefur því aflétt takmörkunum af notkun reiðhallarinnar að hluta. Vinsamlega kynnið ykkkur reglur reiðhallarinnar https://hordur.is/index.php/frettir/2989-reglur-i-reidhhoellinni-i-herdhi
Snertingar eru óheimilar og halda skal 2ja metra bili á milli einstaklinga.
Sameiginleg aðstaða verður áfram lokuð s.s. salerni og kaffiaðstaða. Allir notendur reiðhallarinnar skulu vera með hanska. Hanskana þarf að spritta vel. Allir þrífa skít eftir sinn hest og verður Skítagaffallinn á sínum stað og sprittbrúsi innan seilingar.
Munum að virða reglurnar og að ganga vel um
Stjórnin