Rýmkun á takmörkunum frá 25. maí til 21. júní


Okkur öllum til mikillar gleði þá getur íþróttaiðkun allra aldurshópa í landinu nú farið fram án takmarkana.

Áfram verða þó fjöldatakmarkanir á íþróttaviðburðum sem og öðrum viðburðum, þannig að ekki mega fleiri en 200 einstaklingar koma saman, hvort sem er í opinberum rýmum eða einkarýmum. Það þýðir að takmarkanir verða á fjölda áhorfenda á íþróttaviðburðum.

Félagið hefur því aflétt takmörkunum af notkun reiðhallarinnar að hluta.  Vinsamlega kynnið ykkkur reglur reiðhallarinnar https://hordur.is/index.php/frettir/2989-reglur-i-reidhhoellinni-i-herdhi

Snertingar eru óheimilar og halda skal 2ja metra bili á milli einstaklinga.

Sameiginleg aðstaða verður áfram lokuð s.s. salerni og kaffiaðstaða. Allir notendur reiðhallarinnar skulu vera með hanska.  Hanskana þarf að spritta vel.  Allir þrífa skít eftir sinn hest og verður Skítagaffallinn á sínum stað og sprittbrúsi innan seilingar.

Munum að virða reglurnar og að ganga vel um

Stjórnin

Íþróttamót Hrímnis 23./24. maí

Kæru þátttakendur.
Mótið verður haldið á sunnudaginn 24. maí. Forkeppni hefst 10:30 og úrslit eftir hádegi klukkan 13:00.
Ungmenni, 2. flokkur og 1. flokkur verða sameinaðir í 1. flokk í fjórgangi, tölti og fimmgangi.
Skeiðgreinar og T7 2. flokkur falla niður.
Ráslistar eru komnar í kappa.

Kveðja
Mótanefnd

Náttúrureið 2020

Náttúrureið 2020

Hin árlega Náttúrureið Harðar verður laugardaginn 23. maí 2020

Reiðin hefst í Naflanum kl 13:00 og verður riðið að Arnarhamri á Kjalarnesi eftir gömlu þjóðleiðinni undir Esjurótum sem var opnuð aftur í fyrra og er ca. 15 km. hvor leið.

Grillvagninn verður á staðnum með hamborgara,  franskar og bernessósu, verð kr. 2.500.-

Einnig verða drykkir til sölu.

EKKI POSI á staðnum.

Fararstjóri er Lilla.

Ferðanefndin.

Áburður

Afhending áburðar verður við reiðhöll Harðar á eftirfarandi tímum:

Föstudagur 15. maí kl. 17:00 - 20:00

Laugardagur 16. maí kl. 11:00 - 13:00

Mánudagur 18.maí kl 18:00 - 19:30

Áríðandi er að koma með ílát eða sterka poka til að setja áburðinn í.

Stjórnin

Vinir Skógarhóla

Vinir Skógarhóla er félagsskapur áhugafólks um Skógarhóla.

Helgina 16.-17. maí ætla Vinir Skógarhóla að ditta að girðingum á svæðinu og koma húsinu í stand eftir veturinn.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að koma og aðstoða, margar hendur vinna létt verk

Hægt er að skrá sig í félagsskapinn hér:
https://www.lhhestar.is/.../form.../index/index/vinir-skogarhola

Viljum við hvetja hestamenn til að nýta sér aðstöðuna á Skógarhólum í sumar og minnum á að sérstök vildarkjör á gistingu eru fyrir félagsmenn í hestamannafélögum.

Horses of Iceland kallar eftir ykkar innleggi! - Rafrænn stefnumótunarfundur 14. maí 

Markaðsverkefnið Horses of Iceland er á tímamótum. Upphaflegi samstarfssamningurinn okkar við ríkisstjórnina, sem var til fjögurra ára, hefur verið framlengdur fram á mitt ár 2021 og við erum að vinna í nýjum langtímasamingi.

Við erum einnig að fara yfir markaðsáætlun okkar, endurskoða markhópa, markaðsaðgerðir o.fl. og köllum eftir ykkar innleggi! Allir þeir sem hafa áhuga á íslenska hestinum, hvort sem þeir eru samstarfsaðilar í verkefninu eða ekki, á Íslandi og erlendis, eru velkomnir með okkur á rafrænt hugarflug.

Opinn fundur verður haldinn á ensku,fimmtudaginn 14. maí kl. 9 (kl. 11 á meginlandi Evrópu). Hafið samband við verkefnastjóra Horses of Iceland, Jelenu Ohm, fyrir frekari upplýsingar:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,this)" rel="noreferrer" style="box-sizing: border-box; color: rgb(5, 99, 193); text-decoration: underline; background-color: transparent;">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Íþróttamót Hrímnis 23./24. maí

Vegna margra fyrirspurna og mikils áhuga hefur verið tekin sú ákvörðun að halda íþróttamót fyrir Harðarfélaga með stuðning frá Hrímni.
 
Það verður lokað íþróttamót helgina 23. - 24. maí. Mótið verður með hefðbundnu sniði, en við áskiljum okkur rétt til að fella niður eða sameina flokka ef skráning verður dræm. Þær greinar sem verða í boði eru:
 
Fjórgangur
V2 Barnaflokkur
V2 Unglingaflokkur
V2 Ungmennaflokkur
V2 2. flokkur
V2 1. flokkur
 
Fimmgangur
F2 Unglingaflokkur
F2 Ungmennaflokkur
F2 2. flokkur
F2 1. flokkur
 
Tölt
T3 Barnaflokkur
T3 Unglingaflokkur
T3 Ungmennaflokkur
T3 2. flokkur
T3 1. flokkur
 
T7 Barnaflokkur
T7 2. flokkur
 
Gæðingaskeið
100m skeið.
 
Skráning fer fram inn á Sportfeng. Skráningargjöld 4500 kr. á hringvallagreinar en 3000 kr. í skeiðgreinar. Skráning er hafin og lýkur mánudaginn 18. maí á miðnætti. Ef skráð er eftir að skráningarfresti lýkur tvöfaldast skráningargjöldin.
 
Covid-19: Til að mótið geti farið fram verðum við að treysta á að keppendur jafnt sem áhorfendur vinni með okkur að fylgja öllum reglum Almannavarna og passi uppá 2 metra regluna.

Horses of Iceland kallar eftir ykkar innleggi! - Rafrænn stefnumótunarfundur 14. maí 

Markaðsverkefnið Horses of Iceland er á tímamótum. Upphaflegi samstarfssamningurinn okkar við ríkisstjórnina, sem var til fjögurra ára, hefur verið framlengdur fram á mitt ár 2021 og við erum að vinna í nýjum langtímasamingi.

Við erum einnig að fara yfir markaðsáætlun okkar, endurskoða markhópa, markaðsaðgerðir o.fl. og köllum eftir ykkar innleggi! Allir þeir sem hafa áhuga á íslenska hestinum, hvort sem þeir eru samstarfsaðilar í verkefninu eða ekki, á Íslandi og erlendis, eru velkomnir með okkur á rafrænt hugarflug.

Opinn fundur verður haldinn á ensku,fimmtudaginn 14. maí kl. 9 (kl. 11 á meginlandi Evrópu). Hafið samband við verkefnastjóra Horses of Iceland, Jelenu Ohm, fyrir frekari upplýsingar:This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.,this)" rel="noreferrer" style="box-sizing: border-box; color: rgb(5, 99, 193); text-decoration: underline; background-color: transparent;">This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Skógarhóla

Kæru vinir Skógarhóla

 

Þar sem ástandið í þjóðfélaginu hefur skánað og óhætt þykir að kalla saman hóp af fólki, höfum við ákveðið að hefja viðhaldsvinnu  á Skógarhólum.

Um næstu helgi (laugardag og sunnudag) er fyrirhugað að ganga með girðingum og lagfæra, auk þess að koma húsinu í opnunarfært ástand.

Bókunarstaða í júní er góð og húsið þarf að vera tilbúið fyrir gesti fyrir hvítasunnuhelgina. Viljum við hvetja ykkur til að nýta ykkur aðstöðuna á Skógarhólum í sumar.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að koma og aðstoða okkur við þetta, gott væri að fá að vita hverjir geta mætt. Vinsamlegast látið vita með því að svara þessum tölvupósti eða hringja í Eggert Hjartarson staðarhaldara, 847-9770.

Boðið verður upp á snarl í hádeginu og mat í lok dags.

 

Hlökkum til að sjá ykkur.