Æskan og hesturinn stórsýning

Æskan og hesturinn stórsýning - 01.mai 2021

Nú er undirbúningur hafinn fyrir sýninguna ,,Æskan og hesturinn“ sem verður haldin í TM-reiðhöllinni í Víðidal þann 01.mai. Börn og ungmenni í Herði eru hvött til að skrá sig til þátttöku en í ár er fyrirhugað að setja upp skemmtilegt fimleikaatriði og munu börnin fá leiðsögn og kennslu frá Fredricu Fagerlund reiðkennara.

Æfingar fyrir sýninguna hefjast í þessari viku og verða á eftirfarandi dögum: 26.mars, 09.april, 16.april og 23.april frá 18:00-19:00.

Allar nánari upplýsingar og skráning er á FB-síðunni:

,,Æskan og hesturinn undirbúningur Hörður 2021“ https://www.facebook.com/groups/265396835020772

Hlökkum til að sjá foreldra og börn föstudaginn 26.mars klukkan 18:00 í reiðhöllinni.

Kveðja Æskulýðsnefnd