Nýjar sóttvarnarreglur 24.03.2021

 Í ljósi nýrra sóttvarnarreglna hefur verið komið á fjöldatakmörkun í reiðhöll Harðar frá miðnætti í dag.

Ekki mega fleiri en 10 manns vera í húsinu hverju sinni, eða 5 í hvorum hluta ef svo ber undir. Brot á þessari reglu verður til þess að húsinu verður alveg lokað.

Námskeiðahald mun haldast óbreytt enda krefst slík kennsla ekki snertingar eða nálægðar milli kennara og nemenda.

Grímuskylda er eins og almennt er kveðið á um, áhorfendur eru bannaðir.

Hver og einn skal huga að sínum sóttvörnum og nota spritt eftir þörfum.

Ekki mæta með kvef! Endilega passið að koma ekki í reiðhöllina með öndunarfæra- og flensulik einkenni án þess að láta kanna þau mál með skimun.

Meðal reglna sem taka gildi á miðnætti: “Íþróttir inni og úti, jafnt barna og fullorðinna, sem krefjast meiri nálægðar en 2 metra eða þar sem hætta er á snertismiti vegna sameiginlegs búnaðar, eru óheimilar. “

Stjórnin