Styrkir efnilegra ungmenna í Mosfellsbæ!
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Þriðjudagur, mars 16 2021 15:06
- Skrifað af Sonja
Upplýsingar:
http://www.mos.is/forsida/frettir/frett/?newsid=6df24550-857c-11eb-9469-005056bc2afe
Upplýsingar:
http://www.mos.is/forsida/frettir/frett/?newsid=6df24550-857c-11eb-9469-005056bc2afe
Páskaleikar Æskulýðsnefndar Harðar verða sunnudaginn 14.mars frá 11 – 13:00 í reiðhöllinni.
Foreldrar eru hvattir til að mæta með börnin sín á þennan skemmtilega viðburð. Við skiptum okkur í lið og förum í skemmtilegar þrautir án hesta. Keppt verður í pokahlaupi, hjólabörurally og skífukasti. Öll börn fá páskaegg í verðlaun og kaffi á könnunni fyrir foreldra.
Hvetjum alla til að skrá sig á viðburðinn á facebook síðunni: ,,Æskulýðsstarf í Herði“: sjá: https://www.facebook.com/groups/444167218966483
Hlökkum til að sjá ykkur
Æskulýðsnefnd

Til stóð að laga gólfið í reiðhöllinni með skjótum hætti. Verkið er meira en svo og er gólfið nú alls ekki í góðu lagi. Farið verður í frekari lagfæringar í kvöld. Fólk er beðið að fara varlega við þjálfun í höllinni og sýna verkinu smá þolinmæði.
Stjórnin
Öll reiðhöll er lokuð á morgun fimmtudag 4.3. Kl 08:00-10:00 vegna viðhalds.🦄 Reiðhallarnefnd

Aðalheiður er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur gert það gott á bæði kynbóta og keppnisbrautinni og var m.a. tilnefnd til íþrótta-, kynbóta- og knapa ársins 2020.
Dagsetning: 20-21.mars 2021
45min einkatímar 1x á dag
Verð: 28 000 isk
Pláss fyrir 8 manns
Skráning: skraning.sportfengur.com

Sóttvarnarreglur fyrir hestaíþróttir hafa verið uppfærðar til samræmis við nýjustu tilslakanir á samkomutakmörkunum. Heimilt er að hafa allt að 200 áhorfendur í rými á íþróttaviðburðum að uppfylltum skilyrðum um grímunotkun, 1 meters fjarlægð ótengdra gesta, skáningu allra gesta með nafni, símanúmeri og kennitölu og að komið verði í veg fyrir frekari hópamyndanir í kringum viðburði eins og kostur er. Veitingasala er heimil. Leyfilegur fjöldi þátttakanda í æfingum og keppni fullorðinna er 50 manns. Á þeim mótum sem fjöldi keppenda er yfir 50 er heimilt að skipta forkeppni upp í fyrri og seinni hluta þar sem fjöldi í hvorum hluta fyrir sig fer ekki yfir 50 manns.
https://www.lhhestar.is/is/frettir/ahorfendur-leyfdir-a-ithrottavidburdum