FRÆÐSLUMYND OG SÁTTMÁLI HESTAFÓLKS OG ANNARA VEGFARENDA

Setjum okkur í spor hvers annars Í samvinnu við Samgöngustofu hefur verið gerð fræðslumynd sem er samstarfsverkefni Samgöngustofu, Landssambands hestamannafélaga og Horses of Iceland. Fræðslumyndinni er ætlað að vekja athygli á eðli og mögulegu viðbragði hestsins sem getur reynst mörgum okkar framandi, óvænt og í einhverjum tilfellum óútreiknanlegt. Við þurfum öll að bera virðingu fyrir hvort öðru, hvort sem við erum á hesti, hjóli, gangandi, hlaupandi, skíðandi eða akandi. Við þurfum að gæta þess að fara ekki inn á sérmerkta stíga fyrir annarskonar umferð og gætum fyllstu varúðar á sameiginlegum stígum eða vegum. Einnig var skrifað undir sáttmála milli hestafólks og fulltrúa annarra vegfarendahópa þann 8. maí í félagsheimili Fáks. Þar taka þessir vegfarendahópar höndum saman um að fræða almenning um það hvernig allir þessir hópar geti deilt saman heilbrigðri og öruggri útiveru.

https://www.lhhestar.is/is/frettir/sattmali-um-umferdaroryggi-a-utivistarsvaedum?fbclid=IwAR1_mm2AGQ1ZBARqgAGFX2EzVQuwO5LwD-78kiFKRt0PogrzhvHDKmRA_G8