Kirkjureið 2021

Árleg kirkjureið í Mosfellskirkju verður næstkomandi sunnudag 30.05.2021.

Lagt af stað úr Naflanum kl 13.00. Guðsþjónusta hefst kl. 14.00 og er prestur Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Meðhjálpari Bryndís Böðvarsdóttir. Félagar úr Karlakór Kjalnesinga syngja undir stjórn Þórðar Sigurðssonar, organista. Kirkjukaffi verður í boði hestamannafélagsins í Harðarbóli að athöfn lokinni. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpumst að og gætum að sóttvörnum. Grímuskylda er í messunni fyrir fullorðna og fjarlægð milli ótengdra aðila skal vera amk 1 metri.