Ársskýrsla Reiðveganefndar 2021

Reiðveganefnd Harðar :
Einar Guðbjörnsson
Guðmundur Jónsson
Ingólfur Á Sigþórsson
Jóhannes Oddsson
Ragnheiður Þórólfsdóttir
Sæmundur Eiríksson formaður

Reiðveganefnd hafði til ráðstöfunar árið 2021 eftirfarandi framlög : Frá Landssambandi Hestamannafélaga til framkvæmda við reiðvegi í Mosfellsbæ og nágrenni kr. 3.350.000,- og sérstök úthlutun í Skógarhólaleið kr. 10.000.000,- Hörður fékk úthlutað frá Mosfellsbæ til viðhalds og nýframkvæmda reiðvega kr. 3.000.000,- og til viðbótar kr. 1.700.000,- sem Áhaldahúsið hafði til viðhalds á reiðleiðum í samráði við Hestamannafélagið Hörð. Samtals til reiðvegaframkvæmda hjá Hestamannafélaginu Herði kr. 18.050.000,-

Helstu verkefni og framkvæmdir á vegum Harðar og reiðveganefndar árið 2021 :

Keyrt var út efni og jafnað á reiðgötur um Tungubakkahringinn og vestur með Leirvogsá norðan við Flugskýlin. Stefnt er að því að bæta efni í reiðleið sunnanmegin þannig að reiðleiðin standi upp úr á stórstraumsflóði. - mynd 1mynd1.JPG

 

Reiðleið R11.09 Brúarlandsleið frá Tunguvegi að Brúarlandi hefur verið lokuð frá því í júní og er enn lokuð vegna framkvæmda. Sett hefur verið ný göngubrú yfir Köldukvísl neðan Leirvogstunguhverfis og verður gamla brúin notuð fyrir hestaumferð. Ekki er lokið frágangi á stígunum að göngubrú og reiðbrú. – mynd 2mynd2.JPG

 

Reiðleið R10.04 með Köldukvísl var hefluð frá brú á Vesturlandsvegi og upp að Víðiodda. Gert var við ræsi í brekkunni vestan Hringvegar neðan við Kiwanishúsið. Reiðleið R106.22 yfir Leirvogstungumela var öll lagfærð með ýtu og búið er að keyra út og jafna efni yfir norðurhluta leiðarinnar. Eftir er að hefla norðurhlutann og stefnt er að því að keyra efni yfir suðurhluta leiðarinnar og laga skarðið syðst á reiðleiðinni. – mynd 3mynd3.JPG

 

Á reiðleið R106.29 neðan við Bakkakotsvöll var gert við tvö ræsi. – mynd 4mynd4.JPG

 

Á reiðleið R20.02 Kollafjarðarleið um Esjumela var farið með ýtu og leiðin jöfnuð og lagfærð. Stefnt er að því að keyra yfirborðsefni í reiðleiðina. – mynd 5mynd5.JPG

 

Hluti reiðleiðar R11.09 Brúarlandsleið frá Völuteigi og að Stekkjaflöt var grjóthreinsuð og yfirborðsefni keyrt út, jafnað og heflað. Ný reiðgöng á Reykjavegi við Ísfugl voru opnuð í mars á þessu ári. – mynd 6mynd6.JPG

 

Á reiðleið R11.04 Uxamýri var gert við tvö ræsi, og keyrt efni í stærstu holur. Á síðasta ári var lagt bundið slitlag á hluta Hafravatnsvegar (brotin lína á mynd). Ekki hefur fengist leyfi landeiganda til þess að leggja reiðveg við hlið akvegar. Hafravatnsvegur er flokkaður sem „skilavegur“ hjá Vegagerðinni, það er honum verður skilað til Mosfellsbæjar á næsta ári og þá með bundnu slitlagi út undir Dalland. Samkvæmt aðalskipulagi er Hafravatnsvegur einnig skilgreindur sem reiðleið. Leitað hefur verið eftir því við Veggerðina að hugað verði að reiðleið með Hafravatnsvegi en það hefur litlu skilað til þessa. – mynd 7mynd7.JPG

 

Á reiðleið R11.05 Skammadalsleið vestur var gert við ræsi þar sem reiðleiðin liggur yfir Skammdalslækinn og fyllt í stærstu holur. Með Skammdalslæk er reiðleið á skipulagi (græn lína). Reiðleiðin liggur frá Völuteig um Álafossveg og með Skammadalslæk upp í suðurenda Skammadals. Vonandi verið farið í það að leggja þessa reiðleið sem fyrst þannig að greið leið verði um Skammadal milli reiðleiðar við Völuteig og yfir í Mosfellsdal þar sem ekki er sýnt að leysist úr þeim hnút sem reiðleiðir eru í við Reykjahvol. - mynd 8mynd8.JPG

 

Framkvæmdum við vatnstankinn í Úlfarsfelli var lokið nú í haust en reiðleiðin hefur verið notuð sem aðkomuleið verktaka. Í verklok var sett yfirborðsefni yfir reiðleiðina frá áningunni neðan við vatnstankinn og út að Skarhólabraut. Eftir að að setja upp lokun fyrir bílaumferð við Skarhólabraut. – mynd 9mynd9.JPG

 

Áfram var unnið við lagfæringar á reiðleið R410.03 um Esjuhlíðar og sett niður nokkur ræsi og gert við girðingar. – mynd 10mynd10.JPG

 

Sérstök úthlutun var sett í Skógarhólaleið kr. 10.000.000,- og stendur sú vinna yfir núna. Lagfæringar verða gerðar á reiðleið milli Brúsastaða og Selkots, á kafla austan og sunnan við Stíflisdalsvatn og á kafla í Fellsendaflóa – mynd 11mynd11.JPG