Almennt reiðnámskeið – Fullorðnir

Ný hópur að byrja 🙂
 
Skemmtilegt námskeið fyrir alla sem vilja bæta ásetu, stjórnun og gangtegundir. Farið verður í vinnu við hendi, samspil ábendinga, fimiæfingar og þjálfun gangtegunda.
Knapar mæta með eigin hest og búnað.
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir 
 
Kennt verður í 6 skipti á mánudögum kl 18:00
Dagsetningar 2021:
01. mars
08. mars
15. mars
22. mars
29. mars
12. apríl

Verð 19000kr
 
skraning.sportfengur.com
132321165_4856265321081304_6368805052365578573_n.jpg

Helgarnámskeið - Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir

Aðalheiður er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur gert það gott á bæði kynbóta og keppnisbrautinni og var m.a. tilnefnd til íþrótta-, kynbóta- og knapa ársins 2020.

Dagsetning: 20-21.mars 2021

45min einkatímar 1x á dag

Verð: 28 000 isk

Pláss fyrir 8 manns

 

Skráning: skraning.sportfengur.com

124027116_10160353840228146_7039340392229681659_n.jpg

 

NÝTT NÁMSKEIÐ

Fullbókað 
 
Hnakkfastur – sætisæfinganámskeið fyrir *meira vanir / krefjandi*
Áseta knapans er eitt þvi mikilvægasta sem hann þarf að tileinka sér. Hún fegrar ekki bara heildarmyndina, heldur er knapi í góðu jafnvægi þægilegri fyrir hestinn, notar skilvirkari ábendingar til að stjórna hestinum og síðast en ekki síst bætir það öryggið þar sem knapinn dettur siður af baki. Kosturinn við ásetuæfingar í hringtaum er að knapinn getur einbeitt sér einungis á sig og sinn líkama án þess að þurfa að stjórna hestinum. Gerum æfingar bæði á hesti og á gólfi með markmiðið að bæta líkamsstöðu og -vitund okkar á hestbaki sem og í daglegu lífi. Á námskeiðinu er unnið í pörum þar sem annar nemandinn hringteymir og hinn gerir æfingar á hesti til skiptis.
Max 6 manns. Nemendur fá hest til afnota.
Kennt verður í 6 skipti á miðvikudögum kl 17:00
Dagsetningar 2021:
24. febrúar
03. mars
10. mars
17. mars
24. mars
31. mars
Kennari verður Fredrica Fagerlund
Verð: 19.000 kr

Opið kynningarfundur um gæðingafimi LH, laugardaginn 6. Febrúar kl. 11.

 
Fundurinn verður aðgengilegur á facbooksíðu Alendis þar sem hægt verður að fylgjast með live og fyrir þá sem vilja fara inn á Teamsfundinn með link og geta þá tekið þátt í umræðum eftir kynninguna. https://www.facebook.com/events/2741538229442233
Í kjölfar kynningarinnar kl 12:30 verður haldið stutt prufumót og verða dæmdar sýningar á öllum stigunum þremur.
Vonandi sjá sem flest félög möguleika til að halda mót í greininni fyrir sína félagsmenn
Hér er linkur á reglurnar fyrir þá sem vilja kynna sér þær fyrir fundinn https://www.lhhestar.is/static/files/Landsting/2020/reglur-um-gaedingafimi-lh-no-vember-2020.pdf

Ræktunarmaður Harðar

Á dögunum var afhentur bikar fyrir ræktunarmann Harðar en hann er gefinn af Ernu Arnardóttur og Hinrik Gylfasyni og veittur fyrir fyrir hæðst dæmda kynbótahrossi liðins árs, sem ræktað af Harðarfélaga.

Bikarinn fyrir 2020 hlaut Þröstur Karlsson fyrir hestinn Tuma frá Jarðbrú IS2014165338. Tumi er undan Trymbli frá Stóra Ási og Gleði frá Svarfhóli og  hlaut í kynbótadómi á vorsýningu á Hólum í Hjaltadal 8,56 fyrir sköpulag og 8.63 fyrir hæfileika sem gerir aðaleinkunn upp á 8,65 (8,62 án skeiðs).  Kynbótamat Tuma er upp á 121 og skartar hann meðal annars 9 fyrir tölt, brokk, samstarfsvilja og fegurðar í reið. 

Hestamannafélagið Hörður óskar Þresti til hamingju með glæsilegan árangur í kynbótastarfi og að hljóta þennan fallega bikar sem gefinn hefur verið frá árinu 2002.

Myndir

1. Formaður Harðar Margrét Dögg Halldórsdóttir afhendir Þresti Karlssyni bikarinn

2. Tumi frá Jarðbrú, mynd Louisa Hackl

md.JPG

tum_i.JPG

Myndbönd á Worldfeng

Á aðalfundi félagsins 27. janúar síðastliðinn var samþykkt að kaupa aðgang að myndböndum í World Feng fyrir alla skuldlausa félagsmenn.  Þessi aðgangur hefur nú verið virkjaður.

Hestamannafélögum býðst að kaupa aðgang að myndböndunum fyrir sína félagsmenn fyrir 350 kr. á ári fyrir hvern félagsmann 18-69 ára, en almennur aðgangur kostar annars 4.990 á ári fyrir hvern notanda.  Mikil söguleg verðmæti liggja í myndböndum frá landsmótum liðinna ára, þarna er skrásett saga landsmóta og kynbótasaga íslenska hestsins svo fátt eitt sé nefnt.

Stjórnin

1585690083_screenshot-2020-03-31-at-18.03.16.png

Aðalfundur félagsins var haldinn í gærkvöldi 27. jan.

Fundurinn tókst mjög vel og var vel sóttur.  Nýr formaður var kjörinn Margrét Dögg Halldórsdóttir.  Nýir stjórnarmenn voru kjörnir Aðalheiður Halldórsdóttir, Jón Geir Sigurbjörnsson og Magnús Ingi Másson.  Bjóðum við þau velkomin í stjórn.  Úr stjórn gengu Gígja Magnúsdóttir, Haukur Níelsson, Ólafur Finnbogi Haraldsson og Hákon Hákonarson.

Á fundinum lá fyrir tillaga stjórnar að félagsgjöldum fyrir 2021.  Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta. Fullt gjald eða 15.000 kr greiða 22ja – 70 ára, börn og unglingar að 18 ára aldri verða gjaldfrjáls, 18 – 22ja ára greiða 50% gjald eða 7.500 kr og 70 ára og eldri greiða 50% eða 7.500 kr.  

Nýungin er sú að börn og unglingar eru gjaldfrjáls að 18 ára aldir og að 70 ára og eldri greiða 50% gjald og að innifalið í árgjaldi er aðgangur að myndefni Worldfengs.

Heyefnagreining

Viltu vita hvað þú ert að gefa hestinum þínum ?

Hestamenn sem hafa prófað að senda okkur sýni í heyefnagreiningu gera það aftur og aftur. 

Minni greining: Meltanleiki, prótein, tréni og sykur + orkuútreikngur, útreiknað gjöf pr dag og viðmið 5.553.-

Stærri greining: Bætist við stein- og snefilefni 11.176.-

Verð eru með vsk

Viðmið fylgja og útreikningar fyrir heygjöf á dag miðað við þitt hey.

Sýnishorn niðurstöðurblað,http://efnagreining.is/wp-content/uploads/2019/01/P%C3%B6ntun-426-H%C3%BAs-Helganna-ehf-Efnagreining-ehf_-2.pdf

Sendið okkur 100-200 gr. af heysýni í poka og í rauðan poka á sem fæst á pósthúsi.

Efnagreining ehf, Lækjarflóa 10 a  300 Akranesi

Nánari upplýsingar í Beta sími 6612629

Aðalfundur - Reiðhöllinn lokuð

Ath vegna Aðalfundar félagsins verður reiðhöllinn lokuð í kvöld kl 1930 og þangað til að fundi er slítið !
Allir eru hvattir til að mæta á (fjar-)fundin, endilega skrá ykkur á fjarfund á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með kt, fullt nafn og emailið og þá fáið þið link sent.