Sóttvarnarreglur
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, janúar 14 2022 19:45
- Skrifað af Sonja
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að samkomutakmarkanir verða hertar á miðnætti.
Þar sem áhorfendur að keppni og æfingum eru bannaðir þurfum við að loka áhorfendapöllunum í reiðhöllinni. Það verður áfram fullt af spritti á staðnum og biðjum við alla að nota það þegar td er verið að opna hurðina, nota skítagafal eða brokkspírur eða annað dót.
Það er ekki grímuskylda í reiðhöllinni, en gætt skal að fjarlægðarmörkum eins og frekast er unnt.
Minnum á að ef höllin er hálf vegna kennslu mega ekki vera fleiri en 6 knapar í fremri helmingnum og ef hún er öll opin eru ekki fleiri en 12 manns inni.
Við minnum á mikilvægi þess að halda áfram að sinna persónulegum sóttvörnum vel og að sjálfsögðu fara ekki í reiðhöllina með covid- eða flensulík einkenni, fara bara beint í test og kynna sér reglur um sóttkví og smitgát 😊