Fatlaðra starfið

Kæru félagar.
 
Flestir vita að reiðnámskeið fyrir fatlaða í Herði er öflugt og mikilvæg starf sem er unnið hér hjá okkur og okkur þykir öllum vænt um.
Samt er rétt að árétta upplýsingar um hvernig þetta snýr við okkur i félaginu sér i lagi hvað varðar aðstöðu.
Þessi reiðnámskeið eru með hálfa reiðhöll á leigu fyrir sig mánudaga til fimmtudaga milli klukkan 14.45-15.45 og á laugardögum 10.30-11.30.
Það innifelur að þau nota aðstöðuna í anddyri reiðhallarinnar til að koma nemendum á og af baki og allt í kringum það. Þau nota stóru hurðina í byrjun tímans þegar fólk er að koma og svo aftur í lok tímans þegar allir fara.
Í reiðsalnum í höllinni sjálfri eru þau í innri helmingnum um 15.00-15.30 (laugardag 10.45-11.15) en stundum (oftar þegar fer að vora) fara þau út. Þess vegna finnst okkur ekki ástæða til að loka hálfri höllinni fyrir þess starfssemi í þennan stutta tíma hvern dag heldur biðjum við alla félaga að sýna þessum starfi virðingu og tillitsemi.
Þeirra viðvera í reiðhöllinni hefur ákveðinn forgang.
Á miðvikudögum (þegar Keppnisnámskeið barna er á sama tíma) og á laugardögum (þegar námskeið er á sama tíma) viljum við samt hafa opið inn í höll fyrir aðra. Fatlaðastarfið hefur þá verið í fremri hluta og aðrir beðnir að vinna kannski í rólegri kantinum sem koma inn að þjálfa.
Okkur langar að hafa þetta áfram svona, frekar en að loka alveg fyrir almenning þegar námskeið eru í innri hluta, það hefur gengið vel undanfarin ár. En það krefst þess að aðrir reiðmenn séu meðvitaðir um hvað er í gangi í reiðhöllinni á þessum tíma og sýni sérstaka aðgát og tillitssemi. Þetta er ekki langur tími í einu.
 
Allt tímaplan reiðhallarinnar er á heimasíðu Harðar.
Hægt er að senda ábendingar undir hnappnum Ábending/tillaga hægra megin á heimasíðunni líka.
 
Þökkum fyrir tillitssemina og skilninginn.