Ath Hjólakeppni 26.8.

HESTAMENN ATHUGIÐ!!!

Fjallahjólakeppnin Fellahringurinn verður haldin næstkomandi fimmtudag 26. ágúst og er ræst frá Varmá kl. 19:00. Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo hringi, 15 km (litla) og 30 km (stóra). Báðar leiðirnar fara inn á reiðvegi sem verður lokað á meðan keppnin fer fram.  Hestamenn eru beðnir að forðast að vera á ferli á þessum vegum þetta kvöld á meðan keppnin stendur.

 

Nánari upplýsingar og kort af leiðunum er að finna hér: https://hri.is/vidburdur/413

Farandgripir Íslandsmót

Á nýafstöðnu Íslandsmóti á Hólum í Hjaltadal voru veittir nýjir farandgripir. Hestamannafélagið Hörður gaf gripi fyrir fyrsta sæti í 250 m skeiði fullorðinsflokki ásamt 150 m skeiði í fullorðins - og ungmennaflokki. Óskum við handhöfum verðlaunanna innilega til hamingju með sigur í þessum greinum.

207822804_951585138964402_4166712443463298217_n.jpg

211271752_532962537846101_2784919774322916761_n.jpg

210436588_4209848539037652_4618705951423071562_n.jpg

Tungubakka/flugvalla hring

Kæru félagar, Seinni partinn í dag/í kvöld verður unnið við að slá kantinn við reiðveginn á Tungubakka/flugvalla hringnum og viljum við því biðja ykkur að velja aðra leið í reiðtúrum þann tíma. Á morgun verður rakað saman en það ætti ekki að koma í veg fyrir að hægt sé að ríða hringinn. Eigið frábæran dag 🦄

Lausaganga hunda

Að gefnu tilefni skal enn og aftur áréttað að bannað er að hafa lausa hunda í hesthúsahverfinu og á reiðvegum.  Nýverið hlaust óhapp af lausagöngu hunds og það vill enginn hafa slíkt á samviskunni.  

Virðum reglur, það gengur allt betur þannig.

Atvik og ábendingar

Á heimasíðu félagsins er nú búið að setja upp hnappa/flipa til að skrá bæði atvik og ábendingar.

Mjög mikilvægt er að stjórn félagsins viti af því sem kann að koma uppá, hvort sem verður slys og viðbragðsaðilar eru kallaðir til, eða það verður nærri slys/óhapp. Öðruvísi er erfitt að sinna úrbótum.

Ábendingar um hvað má betur fara í umhverfinu og þeim mannvirkjum sem við nýtum saman er einnig mikilvægt að skrá svo við getum gert viðeigandi ráðstafanir. Fliparnir eru hægra megin á síðunni undir Flýtileiðir.

Kveðja, Stjórnin

Tilkynning frá Veitum - Framkvæmdir meðfram reiðstígnum við Leirvogstungu

"Tilkynning frá Veitum - Framkvæmdir meðfram reiðstígnum við Leirvogstungu. Í dag, mánudaginn 28 júní erum við hjá Veitum að hefja verkefni með Mílu og Nova við gröft á lagnaskurði vegna nýrrar heimtaugar í fjarskiptamastur sem á að fara reisa. Vinnusvæðið er meðfram reiðstígnum við Leirvogstungu. Þetta tekur nokkra daga, gerum ráð fyrir að byrja í dag, mánudag og vera búin í næstu viku. Þetta felur í sér umferð vinnuvéla og einnig gæti verið eitthvað af tækjum og tólum á reiðstígnum. Við leggjum okkur fram við að valda sem minnstu raski og hægt er. Kær kveðja, starfsfólk Veitna"

 

 

https://www.facebook.com/sveitarfelagid.mosfellsbaer/posts/4092371307514780

 

Beit - sleppa

Heimilt er að sleppa hrossum á beit í hólf á vegum félagsins frá og með föstudeginum 11. júní.

Hver og einn hugi vel að sínu hólfi, sumstaðar er beit ekki orðin mikil og getur verið gott að gefa hey með eða beita ekki allan sólarhringinn. Fólki er treyst til að meta þetta og gera ráðstafanir.

Allir beitarhafar gæti þess að girðingar séu samkvæmt reglum félagsins: Girðingar skulu vera að lágmarki tveggja strengja með tré eða járnstaurum. Æskilegt er að amk annar þeirra sé vírstrengur. Á hornum skulu vera veglegir burðarstaurar með stögum eða stífum á hornum. Girðingarnar skulu vera rafmagnaðar meðan hross eru í þeim og viðvörunarskilti á þeim þar sem vænta má umferðar í kringum þær. Gaddavírsgirðingar eru stranglega bannaðar.

Eindagi beitargjalds er 11. júní, vinsamlega greiðið fyrir eindaga.