- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Föstudagur, ágúst 05 2022 15:13
-
Skrifað af Sonja
Drullu- og hindrunarhlaup Krónunnar er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK, sem er íþróttahérað okkar í Herði, unnið í samstarfi við Aftureldingu.
Hlaupið fer að nokkru leiti fram á reiðvegum í kringum hesthúsahverfið (um Ævintýragarð og við Köldukvísl) og verður þeim lokað þess vegna laugardaginn 13. ágúst á milli 11 og 15.
Leiðin úr hesthúsahverfinu að Tungubakkahring og upp í Mosfellsdal mun semsagt lokast tímabundið þennan dag. Eins verður ekki hægt að keyra neðst í hverfinu út úr götunum þar.
Engar þrautir eru á reiðleiðum, þær eru aðeins tenging á milli þrauta eins og göngustígarnir. Ætlunin er að hlaupið verði yfir Köldukvísl/Varmá á vaðinu við Skiphól.
Athugið að bílar og kerrur þurfa að fara af svæðinu neðst í hverfinu, við Skiphól. Þar verður ein þraut/hindrun sett upp.
Vonandi hefur þetta ekki stórkostleg áhrif á útreiðar, má líta á sem okkar framlag í afmælishátíð UMSK og á ekki að vera mikið rask. Sýnum sjálfsagða tillitssemi svo þessi viðburður verði ánægjulegur.
Linkur á viðburðinn á Facebook:
https://www.facebook.com/events/1388200194960850/1468651500249052/?acontext=%7B%22source%22%3A%2229%22%2C%22ref_notif_type%22%3A%22admin_plan_mall_activity%22%2C%22action_history%22%3A%22null%22%7D¬if_id=1659693536548823¬if_t=admin_plan_mall_activity&ref=notif
Drulluskemmtilegt hlaup þar sem fjölskyldan vinnur saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins í Mosfellsbæ!
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Fimmtudagur, júlí 07 2022 12:29
-
Skrifað af Sonja
Í ljósi veðurs hefur verið tekin ákvörðun um að AFLÝSA hópreiðinni á Landsmót 2022.
Þessi ákvörðun var tekin á fundi nú rétt áðan.
Ástæðan sé of mikil áhætta vegan veðurskilyrða sem við erum búin að afla okkur núna í morgun. Eins er ekki þess virði að hópa saman stórum hóp af hestamönnum með félagsfána og aðra fána.
Sóley
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Mánudagur, júlí 18 2022 12:06
-
Skrifað af Sonja
Það stendur til að malbika hringtorgið fyrir ofan hesthúsahverfið þriðjudaginn 19. júli milli kl: 9 og 14. Aðkoma þaðan að hverfinu verður því lokuð á þessum tíma. Þessar framkvæmdir eru veðurháðar.
Hægt verður að koma akandi um reiðveg við fótboltavöllinn á Tungubökkum á meðan á þessu stendur.
- Nánar
-
Flokkur: Fréttir
-
Skrifað þann Þriðjudagur, júlí 05 2022 11:08
-
Skrifað af Sonja
Loksins er orðið sem er hestamönnum efst i huga þessa dagana þegar Landsmótið fer í gang. Hörður á sína keppendur á mótinu sem eru allir búnir að spreyta sig í forkeppni mótsins. Forkeppnin hófst á sunnudag með börnin fremst í flokki og hélt Fjólan okkur í spennu fram á síðasta hest. Sigríður Fjóla Aradóttir komst í milliriðil með glæsisýningu uppá 8,26. Unglingaflokkur tók svo við en þrátt fyrir gott gengi okkar félaga þá náðum við ekki keppanda inn í milliriðil. B flokkur hóf dagskránna á mánudag, þar náðu þrír hestar í eigu Harðarfélaga inn í milliriðla. Tumi frá Jarðbrú er annar með 8,85, Narfi frá Ásbrú var tíundi með 8,70 og í 21. sæti er Flóvent frá Breiðstöðum og Aðalheiður Anna með 8,598. Ungmennaflokkur tók svo við og þar áttu Biskup frá Ólafshaga og Benedikt Ólafshaga frábæra sýningu sem skilaði þeim í annað sæti með 8,748. Dagurinn endaði svo á A flokknum og þar var Glúmur frá Dallandi í 6.sæti með 8,704.
Veðrið lék við menn og hesta í gær og mikil stemning í brekkunni, Harðarfélagar voru duglegir við að hvetja sitt fólk með stæl. Allir aðrir keppendu stóðu sig með mikilli prýði og voru Herði til sóma, nánari upplýsingar um gengi þeirra og sundurliðanir á öllum einkunnum er hægt að nálgast á Kappa. Framundan eru milliriðlar og forkeppni í íþróttakeppni mótsins og að sjálfsögðu fjörið á kynbótabrautinni. Við höldum áfram að fylgjast með og flytja fréttir af gengi okkar félaga. ÁFRAM HÖRÐUR👏👏👏