KNAPAMERKI VERKLEGT 4 og 5

Góðan dag!
Það kom upp pælingu að byrja með knapamerki 4 og 5 fyrr, semsagt jafnvel í nóvember til að létta undir veturinn það sem þetta nám er mjög stórt.

Okkur vantar að allir sem hafa áhuga að skrá sig í Knapamerki 4 og 5 verklegu í vetur að senda mér sem fyrst skilaboð eða email (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) að ég get tekið þetta saman að við getum ræða það í lokuðu hóp - látið berast.

Eigið góðan dag :)

Meltúnsreit

Föstudaginn 2. september verður afmælishátíð Skógræktarfélags Íslands haldin í Meltúnsreit. Er því reiðleiðin þar í gegn lokuð efrir kl 15 þann dag og frameftir kvöldi.

Frumtamningarnámskeið með Robba Pet

Athugið!

 

Fyrirhugað frumtamningarnámskeið með Robba Pet verður tvær þriggja daga helgar 🦄🦄🦄

 

23.-25.9. og

30.9.-02.10

 

Endilega sendið email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið hafið áhuga ;)

 

Nánari upplýsingar síðar.

Flugeldasýningar næstu tvær helgar.

Kæru félagar

Á laugardaginn kemur, þann 20.ágúst verður flugeldasýning Menningarnætur á hafnarbakkanum í Reykjavík. Vert er að huga að hrossum sem eru í beitarhólfum í bænum og gera viðeigandi ráðstafanir, taka þau inn á hús jafnvel.  Hross hér hafa fælst vegna þessarar sýningar þó hún sé ekki alveg í nágreinni við okkur.

Eins verður flugeldasýning laugardagskvöldið 27. ágúst hér í Mosfellsbæ á bæjarhátiðinni Í túninu heima, skotið upp frá Lágafelli um klukkan 23.00 (eftir tónleika á miðbæjartorgi).

R.jpg

Hjólakeppni 25.8.

Hestamenn athugið!

Hjólreiðakeppnin Fellahringurinn verður haldinn 25. ágúst 2022 og ræst frá Varmá kl 19:00.
Hjólað er um stíga og slóða umhverfis fellin í Mosfellsbæ. Boðið er upp á tvo mögulega hringi, litla 15km og stóra 30km.

https://www.facebook.com/events/527925345779946/?ref=newsfeed

Báðar leiðirnar fara inn á reiðvegi okkar Harðarmanna sem verður lokað á meðan keppnin fer fram.  Hestamenn eru beðnir að forðast að vera á ferli á þessum vegum þetta kvöld á meðan keppnin stendur.Fellahringur_1.png

Fellahringur_2.png

Landsmót þriðjudagur/miðvikudagur

Þá er milliriðlum lokið og smelltu þeir félagar Biskup frá Ólafshaga og Benedikt Ólafsson sér í efsta sætið inn í A úrslit ungmenna með magnaðri sýningu. Tumi frá Jarðbrú og Flóvent frá Breiðstöðum tryggðu sér sæti í B úrslitum í B flokki. Glúmur frá Dallandi er þriðji inn í A úrslit í A flokki. Sigriður Fjóla Aradóttir sýndi flotta takta í milliriðli barna en komst ekki áfram í úrslit. Fjóla er búin að stimpla sig inn með stæl. Forkeppni i íþróttakeppni er lokið en skeiðgreinar eru eftir, Harðarfélagar eiga ekki knapa í úrslitum en Reynir Örn og Týr frá Jarðbrú enduðu í níunda sæti í slaktaumatölti.  

 

Veðrið hefur svo sannarlega leikið stórt hlutverk á þessu Landsmóti, annað hvort bongó blíða með sólbrenndum nebbum eða að knapar hafa þurft að sundríða hringvöllinn. Öllu hefur verið frestað í dag til kl.4, við verðum að henda okkur á hnén og sameinast í einlægri ósk um betri tíð. Sama hvernig fer þá erum við stolt af okkar félögum og óskum þeim sem eiga eftir að ríða úrslit góðs gengis. 

 

ÁFRAM HÖRÐUR!!!

 

Mynd: Susy Oliver
292656115_7688946067813201_1037315070784672634_n.jpg

ATH ATH Lokun reiðleiðar 13. ágúst.

Drullu- og hindrunarhlaup Krónunnar er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK, sem er íþróttahérað okkar í Herði, unnið í samstarfi við Aftureldingu. 

Hlaupið fer að nokkru leiti fram á reiðvegum í kringum hesthúsahverfið (um Ævintýragarð og við Köldukvísl) og verður þeim lokað þess vegna laugardaginn 13. ágúst á milli 11 og 15.

Leiðin úr hesthúsahverfinu að Tungubakkahring og upp í Mosfellsdal mun semsagt lokast tímabundið þennan dag. Eins verður ekki hægt að keyra neðst í hverfinu út úr götunum þar.

Engar þrautir eru á reiðleiðum, þær eru aðeins tenging á milli þrauta eins og göngustígarnir.  Ætlunin er að hlaupið verði yfir Köldukvísl/Varmá á vaðinu við Skiphól.

Athugið að bílar og kerrur þurfa að fara af svæðinu neðst í hverfinu, við Skiphól.  Þar verður ein þraut/hindrun sett upp.

Vonandi hefur þetta ekki stórkostleg áhrif á útreiðar, má líta á sem okkar framlag í afmælishátíð UMSK og á ekki að vera mikið rask.  Sýnum sjálfsagða tillitssemi svo þessi viðburður verði ánægjulegur.

Linkur á viðburðinn á Facebook:

https://www.facebook.com/events/1388200194960850/1468651500249052/?acontext=%7B%22source%22%3A%2229%22%2C%22ref_notif_type%22%3A%22admin_plan_mall_activity%22%2C%22action_history%22%3A%22null%22%7D&notif_id=1659693536548823&notif_t=admin_plan_mall_activity&ref=notif


Drulluskemmtilegt hlaup þar sem fjölskyldan vinnur saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins í Mosfellsbæ!

ÁRÍÐANDI TILKYNNING VEGNA LANDSMÓTS!

Í ljósi veðurs hefur verið tekin ákvörðun um að AFLÝSA hópreiðinni á Landsmót 2022.

Þessi ákvörðun var tekin á fundi nú rétt áðan.

Ástæðan sé of mikil áhætta vegan veðurskilyrða sem við erum búin að afla okkur núna í morgun. Eins er ekki þess virði að hópa saman stórum hóp af hestamönnum með félagsfána og aðra fána.

 

Sóley

ATH ATH ATH Malbikun

Það stendur til að malbika hringtorgið fyrir ofan hesthúsahverfið  þriðjudaginn 19. júli milli kl: 9 og 14. Aðkoma þaðan að hverfinu verður því lokuð á þessum tíma. Þessar framkvæmdir eru veðurháðar.

 

Hægt verður að koma akandi um reiðveg við fótboltavöllinn á Tungubökkum á meðan á þessu stendur.

LOKSINS

Loksins er orðið sem er hestamönnum efst i huga þessa dagana þegar Landsmótið fer í gang.  Hörður á sína keppendur á mótinu sem eru allir búnir að spreyta sig í forkeppni mótsins.  Forkeppnin hófst á sunnudag með börnin fremst í flokki og hélt Fjólan okkur í spennu fram á síðasta hest. Sigríður Fjóla Aradóttir komst í milliriðil  með glæsisýningu uppá 8,26.  Unglingaflokkur tók svo við en þrátt fyrir gott gengi okkar félaga þá náðum við ekki keppanda inn í milliriðil.  B flokkur hóf dagskránna á mánudag, þar náðu þrír hestar í eigu Harðarfélaga inn í milliriðla.  Tumi frá Jarðbrú er annar með 8,85, Narfi frá Ásbrú var tíundi með 8,70 og í 21. sæti er Flóvent frá Breiðstöðum og Aðalheiður Anna með 8,598.  Ungmennaflokkur tók svo við og þar áttu Biskup frá Ólafshaga og Benedikt Ólafshaga frábæra sýningu sem skilaði þeim í annað sæti með 8,748.  Dagurinn endaði svo á A flokknum og þar var Glúmur frá Dallandi í 6.sæti með 8,704.

Veðrið lék við menn og hesta í gær og mikil stemning í brekkunni, Harðarfélagar  voru  duglegir við að hvetja sitt fólk með stæl.  Allir aðrir keppendu stóðu sig með mikilli prýði og voru Herði til sóma, nánari upplýsingar um gengi þeirra og sundurliðanir á öllum einkunnum er hægt að nálgast á Kappa.  Framundan eru milliriðlar og forkeppni í íþróttakeppni mótsins og að sjálfsögðu fjörið á kynbótabrautinni.  Við höldum áfram að  fylgjast með og flytja fréttir af gengi okkar félaga. ÁFRAM HÖRÐUR👏👏👏