Reiðhöllinn á miðvikudögum
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, febrúar 07 2022 10:53
- Skrifað af Sonja
Grunnreiðmennska og þjálfun
Hinrik Sigurðsson- Íslensk reiðlist
Spennandi helgarnámskeið í Herði í janúar hjá fræðslunefndinni (samt opið frá 15ára (fædd 2007))
Á þessu helgarnámskeiði ætlum við að leggja áherslu á liðkandi og styrkjandi vinnu í þjálfun hestsins, ábendingakerfið og samspil ábendinga og ræðum skipulag þjálfunar út frá þjálfunarstigum reiðmennskunnar.
Þjálfunarstigin eru kerfi um þjálfun hestsins þar sem eitt leiðir af öðru frá grunnþjálfun og upp skalann upp í safnandi vinnu. Það er öllum knöpum mikilvægt að hafa þjálfunarstigin til hliðsjónar við þjálfun hesta sinna, og geta staðsett sig í kerfinu á hverjum tíma.
Við ræðum líka um misstyrk, og praktískar æfingar til þess að vinna með að jafna hann, hvað ber að varast og ýmislegt spennandi.
Námskeiðið byggist á verklegum reiðtímum og bóklegri kennslu.
Dagsetningar: 18.-20. febrúar 2022
https://www.sportabler.com/shop/hfhordur
Uppfærðar sóttvarnarreglur í íþróttum | Landssamband hestamannafélaga (lhhestar.is)
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að samkomutakmarkanir verða hertar á miðnætti.
Þar sem áhorfendur að keppni og æfingum eru bannaðir þurfum við að loka áhorfendapöllunum í reiðhöllinni. Það verður áfram fullt af spritti á staðnum og biðjum við alla að nota það þegar td er verið að opna hurðina, nota skítagafal eða brokkspírur eða annað dót.
Það er ekki grímuskylda í reiðhöllinni, en gætt skal að fjarlægðarmörkum eins og frekast er unnt.
Minnum á að ef höllin er hálf vegna kennslu mega ekki vera fleiri en 6 knapar í fremri helmingnum og ef hún er öll opin eru ekki fleiri en 12 manns inni.
Við minnum á mikilvægi þess að halda áfram að sinna persónulegum sóttvörnum vel og að sjálfsögðu fara ekki í reiðhöllina með covid- eða flensulík einkenni, fara bara beint í test og kynna sér reglur um sóttkví og smitgát 😊