Félagshesthús Harðar - laus pláss

Það eru nokkur laus pláss í félagshesthúsi Herði.
Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir krakka sem eru á 12. til 16. ári á starfsárinu 2023 og eru með eigin hest (eða hest sem þau eru með í láni). Hesturinn þarf að vera amk 6 vetra og fulltaminn.
Krakkarnir þurfa vera skráðir í Hestamannafélagið Hörð eða skrá sig í leiðinni.

Í nóvember verður "hestlaus" mánuður sem farið verður í allskonar sem er tengt hestinum - "bóklegt" og allskonar verklegt líka. Innifalið inn í þessu er líka foreldrafræðsla þar sem foreldrar mæta eitt kvöld (væntanlega 25.11) og fá að vita grunnhluti um hesta og umhirðu þeirra.
Þessi námskeiðshluti er skyldumæting (líka foreldrafræðslan) fyrir alla sem eru með í félagshesthúsinu og kostar mánuðurinn 15'000.

Eftir það (desember - miðjan júni) kostar mánuðurinn 28'000. Þar er innifalið hesthúsapláss (með spænir og hey) og hjálp frá leiðbeinanda (Nathalie Moser) 1-2 í viku.
Einu sinni til tvísvar sinnum í mánuði verður líka reiðkennari á staðnum.
Nathalie hjálpar ef einhver vandamál koma upp á, fer með krökkunum í reiðtúr ef þess þarf kannski sérstaklega í byrjun, getur svarað spurningum varðandi umhirðu hesta og er í raun og veru til staðar fyrir allt sem getur komið uppá.

Auk þess eru krakkar sem eru í félagshesthúsinu hvattir til þess að nýta sér námskeiðin sem eru í boði hestamannafélagsins, eins og Knapmerkjanámskeiðin, almenn reiðnámskeið barna, sirkúsnámskeið o.s.frv.
Ef einhverjum vantar meiri utanumhald þá er hægt að semja um það beint við Nathalie.

Hestarnir þurfa að vera komnir á hús helgina 3./4. desember og erum við að reyna að semja við járningamann aftur sem myndi koma í vikunni eftir það til að járna þá hesta sem þarf (á kostnað eiganda hestsins samt) og dýralæknir til að raspa / ormahreinsa og allt sem þarf. Þessi fyrsta heilbrigðisskoðun er borguð af Hestamannafélaginu enn eftir það er kostnaður hjá krökkunum/foreldrum .

Krakkar sem skrá sig í félagshesthúsið skuldbinda sig til þess að taka þátt allt tímabilið (sem er frá nóvember ("hestlaust" námskeið og svo desember - miðjan júni (með hesta))

Ef einhverjar spurningar vakna má senda Nathalie Moser skilaboð eða senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Skráning fer fram á sportabler. Takmarkað pláss í boði. Hlekkurinn er hér fyrir neðan: https://www.sportabler.com/shop/hfhordur

280944276_7441046579269819_7337098382019220009_n.jpg