Aðalfundur Harðar 27.10.2022

Boðað er til aðalfundar hestamannafélagsins Harðar fimmtudaginn 27. október 2022. kl 20 í Harðarbóli. 

Félagsmenn eru hvattir til þess að mæta.  

 

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundatstörf samkvæmt 5. gr félagsins.

 

Dagskrá aðalfundar skal vera:

Formaður setur fund og tilnefnir fundarstjóra og fundarritara

Formaður flytur skýrslu stjórnar

Gjaldkeri skýrir reikninga félagsins og kynnir 9 mán. Milliuppgjör

Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins

Reikningar bornir undir atkvæði

Fjárhagsáætlun næsta árs og umræður

Árgjald ákveðið

Lagabreytingar

Kosningar samkvæmt 6. grein þessara laga

Önnur mál

Fundarslit

 

Fyrir fundinum liggur ein lagabreyting:

1. grein

Nafn félagsins er: Hestamannafélagið Hörður. Félagssvæðið nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Heimili og varnarþing er Mosfellsbær.Félagið er aðili að UMSK, LH og ÍSÍ og háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar. 

Í félaginu er starfandi sem sér deild félag hesthúsaeigenda sem hefur það að markmiði að gæta sameiginlegra hagsmuna eigenda hesthúsa sem byggð hafa verið eða kunna að vera byggð á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ samanber nánar ákvæði 13.gr. laga þessara.

 

1. Grein verði

1.grein

Nafn félagsins er: Hestamannafélagið Hörður. Félagssvæðið nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjós. Heimili og varnarþing er Mosfellsbær.Félagið er aðili að UMSK, LH og ÍSÍ og háð lögum og samþykktum íþróttahreyfingarinnar. 

Í félaginu er starfandi sem sér deild félag hesthúsaeigenda sem hefur það að markmiði að gæta sameiginlegra hagsmuna eigenda hesthúsa sem byggð hafa verið eða kunna að vera byggð á félagssvæði Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ samanber nánar ákvæði 13.gr. laga þessara.

Opinber félagsbúningur skal vera hvít skyrta, rautt bindi, hvítar buxur og svört stígvél eða legghlífar, jakki skal vera Harðargrænn með flauelskraga eða svartur einlitur, Harðarmerki skal vera á hægra brjósti.

 

Aðeins skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum skv. 3.gr laga félagsins.

Stjórnin