BEITARLOK

Samkvæmt samkomulagi við Mosfellsbæ lýkur beitartíma 10. september líkt og undanfarin ár og reglur kveða á um. 

Sökum sérlega góðrar sprettu verður þó leyft að beita nokkur hólf áfram og klára þannig að nýta beitina.  Haft verður samband sérstaklega við þá sem fá þessa heimild, aðrir skulu tæma hólfin um næstu helgi (10. september) í síðasta lagi.  Þó leyft verið að klára beit skal þess gætt að ganga ekki of nærri landi í þeim hólfum.

Samkvæmt reglum um úthlutun beitar skal minnt á þetta ákvæði:

"Beitarþegum ber að ganga vel og snyrtilega um hólfin. Fjarlægja ber alla lausa plaststrengi og plaststaura að loknum beitartíma. Einnig skal fjarlægja alla minni plaststampa sem ekki er hægt að fergja niður til varnar foki. . Þá skulu stærri vatnskör sett á hvolf fyrir veturinn. Það sem ekki hefur verið fjarlægt af lausum hlutum fyrir 1. október ár hvert verður fjarlægt af félaginu og ráðstafað/fargað."