Íþróttafólk Harðar 2021 og tilnefningar til íþróttafólks Mosfellsbæjar

Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir er fædd 1989 og hefur verið í hestamannafélaginu Herði alla tíð.

Árið 2021 var mjög gott hjá henni og átti hún góðu gengi að fagna á bæði keppnis- og kynbótabrautinni.  Hún á sæti í landsliði Íslands í hestaíþróttum og var í toppsætunum á öllum þeim mótum sem hún keppti á 2021.  Hún var auk þess tilnefnd til kynbóta-, íþróttaknapa og knapa ársins á uppskeruhátíð landssambands hestamanna.

Aðalheiður sýndi 30 hross í 1. Verðlaun á árinu og á meðal þeirra var hæst dæmda 6 vetra hryssa ársins 2021.

Benedikt Ólafsson  er 18 ára gamall og stoltur Harðafélagi frá unga aldri. 

Hann varð á Íslandsmóti 2021 sem haldið var á Hólum í Hjaltadal íslandsmeistari í gæðingaskeiði og var einnig á verðlaunapalli í fjórgangi, tölti og slaktaumatölti á því móti.  Benedikt vann einnig gæðingaskeiðið á Reykjavíkurmeistaramótinu og var þar að auki á verðlaunapalli í fjórgangi, tölti og slaktaumatölti.  Auk þess vann hann til verðlauna á öllum öðrum mótum sem hann tók þátt í árið 2021.  Hann valinn í U-21 landsliðs hóp Íslands í hestaíþróttum nýlega og var jafnframt tilnefndur sem  efnilegasti knapi ársins á uppskeruhátíð landssambands hestamanna.

Benedikt eyðir öllum frítíma í hesthúsinu, þar líður honum best, hann sækir reiðkennslu í hverri viku.

IMG_0571_1.JPG

 

bennsi.JPG