LH-félagi ársins

Stjórn LH hefur ákveðið að verðlauna LH-félaga ársins.

LH – félagi ársins eru hvatningarverðlaun fyrir sjálfboðaliða og félaga hestamannafélaga sem vinna fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu hestamennskunnar. 

Óskað er eftir að hvert og eitt hestamannafélag tilnefni félaga ársins innan sinna raða og sendi tilnefninguna til LH ásamt rökstuðningi fyrir valinu. Einnig eru félögin hvött til að verðlauna þann einstakling sem verður fyrir valinu hjá þeim sem félaga ársins.

Stjórn Harðar óskar eftir ábendingum frá félagsmönnum.  Skilafrestur er til 25.febrúar á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Skipuð hefur verið nefnd innan LH sem velur fimm félaga úr innsendum tilnefningum, sem kosið verður um í netkosningu á vef LH um miðjan mars/byrjun apríl.

Í nefndinni sitja:

Berglind Karlsdóttir, framkvæmdastjóri LH

Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir, formaður æskulýðsnefndar

Einar Gíslason, formaður keppnisnefndar

Gréta V. Guðmundsdóttir, stjórnarmaður í LH

Lilja Björk Reynisdóttir, varamaður í stjórn LH

              

              

Þegar úrslit liggja fyrir verða LH-félaga ársins veitt vegleg verðlaun og allir fimm útnefndir fá viðurkenningu.