98. ársþingi UMSK

Á 98. ársþingi UMSK í liðinni viku hlaut hestamannafélagið Hörður hvatningarverðlaun UMSK 2021 fyrir starf fræðslunefndar fatlaðra.  Verðlaununum fylgir peningastyrkur og erum við ákaflega stolt og þakklát fyrir þessa viðurkenningu á frábæru starfi á reiðnámskeiðum fatlaðra sem borið er uppi af fræðslunefndinni og sjálfboðaliðum og rekið með styrkjum.

Á myndinni eru Jón Geir Sigurbjörnsson stjórnarmaður og Margrét Dögg Halldórsdóttir formaður Harðar að taka við viðurkenningunni úr hendi Guðmundar Sigurbergssonar formanni UMSK.

 

1E1A9924.jpg