Litla kvennareið

Tilkynning til Harðar kvenna,
Stóru kvennareiðinni sem átti að vera 14.maí, hefur verið frestað fram á næsta vor en aftur á móti verður Litla kvennareiðin farin 25. maí, kl. 18:00 frá Naflanum. Við ætlum fram í Mosfellsdal. Fyrsta stoppið verður við vatnstankinn, sunnanmegin við ána. Þar geta Dalskonur hitt okkur og þær sem komast ekki af stað kl 18. Næsta stopp verður hjá Sillu á Vindhóli sem tekur höfðinglega á móti okkur með léttum veitingum. Þegar heim er komið og allar búnar að ganga frá fákum sínum ætlum við að hittast í Harðarbóli kl 21:00. Þar sleppum við beislunum og gleðigeislunum með mat (ef hægt er að kalla flatböku mat), söng…vatni og dansi eða bara því sem kætir okkur og gleður. Þessi Litla reið mun kosta lágmark 3000 kr í reiðufé, ekki hægt að taka við kortum.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flestar og auðvitað kátar og hressar.

Kveðja Litla kvennareiðnefndin
p.s. nánari samskipti verða á fb síðunni okkar; Harðar konur
Kveðja
Litla kvennareiðnefndin
61702567_10157429373033140_2469219055437873152_n.jpg