Lokahóf hjá Félagshesthúsinu
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Mánudagur, maí 16 2022 15:16
- Skrifað af Sonja
Í gær voru krakkarnir í Félagshesthúsinu með skemmtilega sýningu uppí hvíta gerði og komu foreldrar og vinir að fylgjast með.
Á sýningunni var farið í tunnuhlaup þar sem knapar þurftu að hleypa hrossum sínum í slöngur á milli tunna.
Lokaatriði sýningar var hindrunarhlaup og sýndu ungu knaparnir mikil tilþrif með hross sín.
Í Félagshesthúsinu hafa verið 12 börn í vetur og eru þau á aldrinum 12-16 ára og nokkur hafa nú lokið Knapamerki I. Þær stöllur Sara Bjarnadóttir og Nathalie Moser hafa séð um kennslu og utanumhald með krökkunum. Ragnheiður Þorvaldsdóttir kom reglulega að kenna og gefa input.
Hestamennt var styrktaraðili félagshesthús og þökkum við þeim innilega fyrir stuðninginn!
Vorum að heyra hjá börnum og fullorðnum að fyrsta starfsár félagshesthússins hefði tekist vel.