ATH ATH Lokun reiðleiðar 13. ágúst.
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, ágúst 05 2022 15:13
- Skrifað af Sonja
Drullu- og hindrunarhlaup Krónunnar er hluti af Íþróttaveislu UMFÍ og 100 ára afmæli UMSK, sem er íþróttahérað okkar í Herði, unnið í samstarfi við Aftureldingu.
Hlaupið fer að nokkru leiti fram á reiðvegum í kringum hesthúsahverfið (um Ævintýragarð og við Köldukvísl) og verður þeim lokað þess vegna laugardaginn 13. ágúst á milli 11 og 15.
Leiðin úr hesthúsahverfinu að Tungubakkahring og upp í Mosfellsdal mun semsagt lokast tímabundið þennan dag. Eins verður ekki hægt að keyra neðst í hverfinu út úr götunum þar.
Engar þrautir eru á reiðleiðum, þær eru aðeins tenging á milli þrauta eins og göngustígarnir. Ætlunin er að hlaupið verði yfir Köldukvísl/Varmá á vaðinu við Skiphól.
Athugið að bílar og kerrur þurfa að fara af svæðinu neðst í hverfinu, við Skiphól. Þar verður ein þraut/hindrun sett upp.
Vonandi hefur þetta ekki stórkostleg áhrif á útreiðar, má líta á sem okkar framlag í afmælishátíð UMSK og á ekki að vera mikið rask. Sýnum sjálfsagða tillitssemi svo þessi viðburður verði ánægjulegur.
Linkur á viðburðinn á Facebook:
Drulluskemmtilegt hlaup þar sem fjölskyldan vinnur saman að því að komast í mark í skítugasta hlaupi ársins í Mosfellsbæ!