BEITARLOK

Eins og þeir vita sem eru með beitarhólf á vegum félagsins lýkur beitartíma almennt samkvæmt samkomulagi við Mosfellsbæ þann 10. september ár hvert.

Í sumar fór spretta óvenju seint af stað en spratt verulega vel um mitt sumar og er töluverð beit enn í mörgum hólfum. 

Heimilt verður því að nýta hólf áfram þar sem hægt er, þar sem beit er farin að minnka þarf fólk auðvitað að gæta þess að ganga ekki of nærri landi og fjarlægja hrossin í tíma.  Randbeit ætti víðast hvar að vera lokið þessa dagana þegar hægir á sprettu.

Við beitarlok fer fram venjubundin úttekt hólfanna og mikilvægt að þeim sé skilað í viðunandi ástandi.  Samkvæmt reglum um beitarhólf getur það varðað missi hólfs að skila því ekki í góðu lagi.

Eins þarf þessa síðustu daga beitar að huga vel að rafmagni á girðingum og að þær séu heilar.