Skráning er hafin á vinna við hendi!

Farið verður í gegnum nokkrar mismunandi útfærslur af vinnu við hendi. Vinna við hendi styrkir samband knapa og hests, eykur fjölbreytni í þjálfun, er liðkandi (fyrir bæði mann og hest) æfir stjórnun og samhæfingu og svo mætti lengi telja. Vinna við hendi er líka frábær undirbúningur fyrir það sem koma skal á baki.

Námskeiðið er sex skipti og hver tími er 45 mínútur.

Kennt aðra hverja viku á fimmtudögum í Blíðubakka höllinni og hefst 16.janúar.

Kennari verður Ingunn Birna Ingólfsdóttir en hún er útskrifaður þjálfari og reiðkennari frá Hólum og að auki með áralanga reynslu af tamningum og þjálfun.

Verð: 22.000kr

Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

im.jpg