Ásetunámskeið!
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Föstudagur, desember 27 2024 20:03
- Skrifað af Sonja
Einstaklingsmiðað námskeið þar sem markmiðið er að nemendur bæti jafnvægi og ásetu. Farið verður í ýmsar ásetuæfingar sem stuðla að því að bæta jafnvægi og ásetu knapa sem leiðir af sér aukið samspil knapa og hests. Kennari hringteymir nemanda og fer í alls kyns ásetuæfingar sem hjálpa nemandanum að öðlast meiri styrk og jafnvægi á hestbaki. Kennslan er 20 mínútur í senn en mælst er til að knapar séu búnir að hita hestana upp fyrir tímann.
Námskeiðið er sex skipti og kennt aðra hvora viku á fimmtudögum. Kennsla fer fram í Blíðubakkahöllinni og hefst 23.janúar.
Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir
Verð: 27.000
Skráning inn á
https://www.abler.io/shop/hfhordur