Einkatímar með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni

Einkatímar með reiðkennaranum Antoni Páli Níelssyni fimmtudaginn 23.jan og fimmtudaginn 30.jan!

Tona þarf vart að kynna en hann kenndi við Hólaskóla í fjölda mörg ár auk þess að sinna reiðkennslu víða um heim og rækta hross. Anton Páll hefur verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem og nokkrum erlendum landsliðum, t.d. því sænska og austurríska. Anton Páll er þekktur fyrir einfalda, hreinskilna, hestvæna og mjög árangursríka nálgun í reiðkennslu sinni.

Tímarnir eru 45 mínútna einkatímar sniðnir að hverjum og einum knapa og eru kenndir í reiðhöll Harðar frá 8:30-15:30. Námskeiðið er hugsað fyrir knapa sem stefna á keppni. Takmarkaður fjöldi plássa í boði svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!

Stefnt er á að hann komi svo tvisvar í mánuði í vetur í framhaldinu en skráning fyrir hverja tíma verða auglýstir síðar.

Skráning hefst sunnudaginn 05.janúar klukkan 20:00.

Verð: 17.500 kr fyrir einn tíma, 35.000kr fyrir tvo tíma.

Skráning inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur

toni.jpg