Ársskýrsla Umhverfis og mannvirkjanefnd 2024
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Miðvikudagur, nóvember 06 2024 12:40
- Skrifað af Sonja
Umhverfis og mannvirkjanefnd
Í nefndinni sátu:
Jón Geir Sigurbjörnsson
Sigurður H. Örnólfsson
Benedikts Ólafsson
Leó Hauksson
Á haustmánuðum 2023 var ráðist í að hefja viðhald á vallarsvæði félagsins. Ákveðið var að hreinsa kanta brauta, bera í brautir og fjarlægja plaströr og snúra upp báða velli félagsins.
Byrjað var á því að ráða verktaka til að hreinsa kanta á völlum félagsins til tryggja að vatn safnist ekki á brautirnar. Verkefnið var ívið viðfangs meira en reiknað var með, en kláraðist í lok október.
Efni sem féll til var notað til að stækka mön í kringum rúllustæði við minni völl félagsins. Þá var borið nýtt efni í aðalvöll félagsins og leitast við að koma því á völlinn fyrir veturinn, þannig að það hafði tíma til að setjast.
Efnið var valið með það í huga að vel hafði reynst að leggja álíka efni á minni völl félagsins fyrr nokkrum árum og álíka efni mátti sjá á öðrum keppnisvöllum sem skoðaðir voru.
Þegar frost fór að hverfa úr jörðu og völlurinn var prófaður, kom í ljós að efnið sem bætt var ofan á vikurinn bast ekki við vikur og völlurinn var of gljúpur.
Hluti nýja efnisins var fjarlægður og vikri bætt á vellina. Þannig náðist að koma öllum brautir í frábært form og reyndust vellirnir vel á öllum mótum vorsins og Íslandsmóti barna og unglinga sem haldið var í júlí.
Samfara framkvæmda fyrir Íslandsmót, var ljósleiðartengingu komið inn í reiðhöll og búnaður keyptur til að koma þráðlausu neti yfir í þulaskúr til að þjónusta dómaratölvur á mótum.