Skráning er hafin á Leiðtogafærni og samspil!
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Sunnudagur, desember 15 2024 17:31
- Skrifað af Sonja
Frábært námskeið til að auka fjölbreytni í þjálfun og ná meiri tengslum við hestinn sinn í gegnum alls konar leiki og kúnstir!
Á þessu námskeiði er farið í ýmiskonar leiðtoga æfingar með hestinn. Nemendur læra að bera sig rétt og staðsetja sig. Læra að lesa í atferli hestsins og líkamsstöðu. Fá virðingu og fanga athygli hans. Fá hestinn rólegan, færanlegan og samstarfsfúsann. Unnið er með hestinn í hendi við snúrumúl og langan vað. Unnið er út frá hugmyndafræði Pat Parelli og Monty Roberts.
Námskeiðið er sex skipti (6 vikur) og möguleiki er á framhaldi ef áhugi er fyrir. Kennt er á þriðjudögum og kennsla hefst 21.janúar. Öll kennsla í stóru höll. Takmörkuð pláss í boði svo um að gera að vera fljótur að skrá sig!
Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Verð yngri flokkar (21 og undir): 11.500
Verð fullorðnir: 16.500
Skráning fer fram inn á https://www.abler.io/shop/hfhordur