Knapamerki 2025 - Skráning er hafin!

Verklegt Knapamerki veturinn 2025

Skráning er hafin í verklega hluta Knapamerkjanna! Knapamerkin eru frábær grunnur fyrir alla hestamenn hvort sem stefnan er að stunda hana til frístunda eða keppnisíþrótt. Farið er stig af stigi í gegnum grundvallar atriði sem varða þjálfun og umhirðu hesta.

Námskeiðin enda á verklegu prófi og er kennt bæði í Stóru höllinni og Blíðubakkahöll. Ef einhverjar spurningar vakna ekki hika við að hafa samband við yfirreiðkennara á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða senda skilaboð á Thelmu Rut.

Knapamerki 1

Knapamerki 1 er fyrsta stigið þar sem knapi á í lok námskeiðs að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:

  • Að undirbúa hest rétt fyrir reið
  • Geti teymt hestinn á múl eða beisli við hlið sér á feti og brokki/tölti
  • Geti farið á og af baki beggja megin
  • Kunni rétt taumhald og að stytta rétt í taumi
  • Geti setið hest í lóðréttri (hlutlausri) ásetu á feti, tölti/brokki og hægu stökki
  • Geti framkvæmt nokkrar sætisæfingar í hringtaum skv. stjórnun frá kennara
  • Geti skipt á milli hlutlausrar ásetu, hálfléttrar og stígandi ásetu (1. stig stígandi ásetu)
  • Kunni að skilja rétt við hest og búnað að reiðtíma loknum

Námskeiðið er tólf skipti, kennt á miðvikudögum og hefst 22.janúar.

Verð fullorðnir: 47.000kr

Verð yngri flokkar (til og með 21 árs): 36.500

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Knapamerki 2

Á öðru stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðsins að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:

  • Geta látið hestinn kyssa ístöð á baki og við hönd, til beggja hliða
  • Riðið einfaldar gangskiptingar
  • Riðið helstu reiðleiðir á reiðvelli
  • Geta riðið í hlutlausri lóðréttri ásetu, hálfléttri og stígandi ásetu
  • Hafa gott jafnvægi á baki hestsins og nota rétt taumhald
  • Látið hestinn stoppa, standa kyrran og ganga aftur af stað
  • Geta riðið á slökum taum
  • Sýna það í reiðmennsku og umgengni við hestinn að hann hafi tileinkað sér rétt viðhorf til hans
  • Geta riðið hesti á víðavangi, haft góða stjórn og gætt fyllsta öryggis

Námskeiðið er tólf skipti, kennt á mánudögum og hefst 13.janúar

Verð fullorðnir: 47.000kr

Verð yngri flokkar: 36.500kr

Kennari: Sonja Noack

Knapamerki 3

Á þriðja stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðs að hafa náð valdi á eftirfarandi atriðum:

  • Að láta hestinn víkja um fram og afturhluta
  • Knapinn hafi vald á lóðréttri ásetu, stígandi ásetu og hálfléttri ásetu
  • Knapinn geti riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
  • Knapinn geti riðið við slakan taum og langan taum
  • Knapinn geti látið hestinn fara krossgang áfram og til hliðar á sama tíma
  • Knapinn hafi gott vald á að nota reiðvöllinn rétt
  • Knapinn hafi tileinkað sér rétt viðhorf gagnvart hestinum bæði í reiðmennsku og umgengni
  • Knapinn geti látið hestinn fara rétt yfir slár og stökkva yfir litla hindrun

Námskeiðið er átján skipti, kennt á þriðjudögum og hefst 21.janúar. Einnig verða einhverjir tímar á föstudögum í samráðivið kennara og nemendur.

Verð fullorðnir: 68.250kr

Verð yngri flokkar: 52.500kr

Kennari: Ragnheiður Þorvaldsdóttir

Knapamerki 4

Á fjórða stigi knapamerkjanna á nemandi í lok námskeiðs að hafa náð tökum á eftirfarandi atriðum:

  • Mjög gott vald á lóðréttri og stígandi ásetu og gott jafnvægi á baki hestsins
  • Hafa nákvæmt og næmt taumhald
  • Geta riðið réttan krossgang til beggja hliða í góðu jafnvægi
  • Hafa gott vald á baugavinnu og reiðleiðum á vellinum á feti, tölti/brokki og stökki
  • Geta riðið gangskiptingar markvisst og af nákvæmni
  • Geta látið hestinn stöðva, bíða eftir ábendingu frá knapanum og fara rétt af stað í góðu jafnvægi
  • Hestur og knapi séu spennulausir, í andlegu og líkamlegu jafnvægi

Námskeiðið er átján skipti, kennt á miðvikudögum og hefst 22.janúar. Einnig verða einhverjir tímar á föstudögum í samráðivið kennara og nemendur.

Verð fullorðnir: 68.250kr

Verð yngri flokkar: 52.500kr

Kennari: Thelma Rut Davíðsdóttir

Knapamerki 5

Endilega þeir sem hafa áhuga á að taka Knapamerki 5 að hafa samband við yfirreiðkennara á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

knapamerki2.jpg