Vetrarfjör - vinnu við hendi
- Nánar
- Flokkur: Fréttir
- Skrifað þann Fimmtudagur, nóvember 14 2024 12:40
- Skrifað af Sonja
Næsti viðburður í Vetrarfjörinu okkar verður næstkomandi sunnudag (17.nóv) þar sem farið verður yfir vinnu í hendi. Farið stig af stigi í gegnum ýmsar aðferðir við að vinna í hendi, sem er nauðsynlegur grunnur til að bæta samskipta kerfið mill manns og hests. Samspil ábendinga, misstyrk hjá hestinum, hafa hann færanlegan og sveigjanlegan Unnið er með hestinn við beisli og keyri.
Námskeiðið hefst klukkan 14:00 en skipt verður í hópa eftir þáttakendafjölda ef þess þarf. Krökkum er frjálst að mæta með eigin hest, hestlaus eða hafa samband við Sonju Noack (Hestasnilld) um að fá hest að láni en það þarf þá að hafa samband við hana sem fyrst. Hvetjum alla til að mæta!
Skráning er hafin inn á Vetrarfjör | Skráning Sportabler og lýkur á laugardagskvöldið.
Kennari að þessu sinni er Ragnheiður Þorvaldsdóttir!
Hlökkum til að sjá ykkur!