Félagshesthús Harðar

Opið er fyrir umsóknir í félagshesthús Harðar fyrir tímabilið 2024-2025.

Ekki er skilyrði að hesthúspláss sé leigt á ákveðnum stað, heldur verður niðurgreitt pláss þar sem viðkomandi kýs að vera.

Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir krakka sem eru á 12. til 16. ári á starfsárinu 2024 og eru með eigin hest (eða hest sem þau eru með í láni), til að komast inn í hestamennskuna og kynnast félagsstarfinu.

Í boði eru 10 pláss á þessu ári.

Félagshesthúsatímabilið er frá des/jan til loka maí - félagið greiðir niður hesthúsaplássið fyrir börn 12.-16.ára um 18.000 á mánuði.

Meðlimir í félagshesthúsi fá aðgang að hjálp frá leiðbeinanda 1-2 sinnum í viku. Ef þörf er á meiri hjálp er hægt að semja um það við leiðbeinanda/umsjónarmann félagshesthúss. Leiðbeinandinn er til aðstoðar ef einhver vandamál koma upp, fer með krökkunum í reiðtúr ef þess þarf, sérstaklega í byrjun, svarar spurningum varðandi umhirðu hesta og er í raun og veru til staðar fyrir allt sem getur komið uppá. Meðlimir skulu taka virkan þátt í starfi og viðburðum æskulýðsnefndar og sækja námskeið.

Skilyrði fyrir þátttöku í félagshesthúsi Harðar:

Krakkarnir þurfa vera skráðir í Hestamannafélagið Hörð eða skrá sig þegar starfið hefst.

Stuttu eftir að hestarnir koma á hús verður framkvæmd heilbrigðisskoðun af yfirreiðkennara og leiðbeinanda félagshús sem hestarnir þurfa að standast. Ef það eru einhver vafaatriði verður dýralæknir kallaður til.

Hver og einn ber fulla ábyrgð á sínum hesti varðandi umhirðu, járningar osfrv. Hestarnir þurfa að vera orma- og lúsahreinsaðir, tannraspaðir (munnholsskoðun framkvæmd af dýralækni) og skaufahreinsaðir þegar þeir koma á hús.

Í upphafi tímabils verður skrifað undir samning milli barns/unglings/forráðamanns og Harðar varðandi umgengnii, framkomu og viðveru í verkefninu.

Auk þess hvetjum við alla að nýta sér knapamerkjanámskeiðin sem eru í boði hestamannafélagsins.

Hér er hlekkur til að sækja um pláss, fyrstir koma fyrstir fá:

https://forms.gle/7myp3BxL7EjZMZSC9

Umsóknarfrestur er til 15.12.2024.

Ef einhverjar spurningar vakna má senda tölvupóst á

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Félagið áskilur sér rétt til að hafna umsóknum eftir að hafa metið þær. Félagshesthús er ætlað börnum sem eiga ekki bakland í hestamennsku, sem tækifæri til að komast inn í hana.